Hannes segir sig úr bæjarstjórn Kópavogs Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 15:06 Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar í júlí. Aðsend Hannes Steindórsson, fasteignasali, ætlar að segja af sér sem bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ á bæjarstjórnarfundi á morgun til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind. Mbl.is greindi frá fréttum af starfslokum Hannesar. Helsta ástæðan fyrir ákvörðun Hannesar ku vera annríki við fasteignasölu. Hann átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar um miðjan júlí en taldi sig ekki geta sinnt því eins vel og þyrfti. „Vegna anna finn ég að maður getur ekki beitt sér alveg eins vel í þágu Kópavogsbúa eins og maður vill,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is. „Það þarf að hafa báðar hendur á stýri á fasteignamarkaði í þessu ástandi,“ sagði hann einnig. Elísabet Berglind Sveinsdóttir, markaðsstjóri sem sat í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, mun taka við sæti Hannesar í bæjarstjórn. Nýbúinn að selja sig út úr fasteignasölunni Fréttirnar koma stuttu eftir að greint var frá því að búið væri að kaupa hlut Hannesar í Lind fasteignasölu, sem hann stofnaði sjálfu árið 2015 á grunni Remax Lindar. Stærstu hluthafar fasteignasölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson undir formerkjum fjárfestingarfélagsins IREF, keyptu hlut Hannesar í fasteignasölunni Lind. Í samtali við mbl.is sagði hann um vistaskiptin: „Fyrst og fremst er ég gríðarlega stoltur og þakklátur Kópavogsbúum fyrir að hafa fengið tækifæri að vera í bæjarstjórn og vil ég þakka þeim það sérstaklega.“ Þá sagðist hann að lokum ekki vera hættur í pólitík þó hann væri hættur í bæjarstjórn. Vera Hannesar í bæjarstjórn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig en í ágúst á síðasta ári birti hann færslu á Facebook þar sem hann greindi frá glímu sinni við alkóhólisma og vandræðagangi á öldurhúsi í Svíþjóð. Í kjölfarið flaug hann aftur til Íslands og leitaði sér hjálpar hjá Tólf spora samtökunum. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. 18. ágúst 2022 18:37 Monika tekur við formennsku af Hannesi Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021. 19. maí 2023 11:06 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Mbl.is greindi frá fréttum af starfslokum Hannesar. Helsta ástæðan fyrir ákvörðun Hannesar ku vera annríki við fasteignasölu. Hann átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar um miðjan júlí en taldi sig ekki geta sinnt því eins vel og þyrfti. „Vegna anna finn ég að maður getur ekki beitt sér alveg eins vel í þágu Kópavogsbúa eins og maður vill,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is. „Það þarf að hafa báðar hendur á stýri á fasteignamarkaði í þessu ástandi,“ sagði hann einnig. Elísabet Berglind Sveinsdóttir, markaðsstjóri sem sat í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, mun taka við sæti Hannesar í bæjarstjórn. Nýbúinn að selja sig út úr fasteignasölunni Fréttirnar koma stuttu eftir að greint var frá því að búið væri að kaupa hlut Hannesar í Lind fasteignasölu, sem hann stofnaði sjálfu árið 2015 á grunni Remax Lindar. Stærstu hluthafar fasteignasölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson undir formerkjum fjárfestingarfélagsins IREF, keyptu hlut Hannesar í fasteignasölunni Lind. Í samtali við mbl.is sagði hann um vistaskiptin: „Fyrst og fremst er ég gríðarlega stoltur og þakklátur Kópavogsbúum fyrir að hafa fengið tækifæri að vera í bæjarstjórn og vil ég þakka þeim það sérstaklega.“ Þá sagðist hann að lokum ekki vera hættur í pólitík þó hann væri hættur í bæjarstjórn. Vera Hannesar í bæjarstjórn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig en í ágúst á síðasta ári birti hann færslu á Facebook þar sem hann greindi frá glímu sinni við alkóhólisma og vandræðagangi á öldurhúsi í Svíþjóð. Í kjölfarið flaug hann aftur til Íslands og leitaði sér hjálpar hjá Tólf spora samtökunum.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. 18. ágúst 2022 18:37 Monika tekur við formennsku af Hannesi Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021. 19. maí 2023 11:06 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. 18. ágúst 2022 18:37
Monika tekur við formennsku af Hannesi Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021. 19. maí 2023 11:06