Biðleikur hafinn í Rússlandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 12:02 Jón Ólafsson, prófessor, segir atburði gærdagsins sýna fram á óöryggi æðstu ráðamanna í Rússlandi. Vísir/Arnar Prófessor í Rússlandsfræðum, segir að endalok uppreisnar Wagner liða í Rússlandi í gær hafi verið allra hagur, bæði stjórnvalda í landinu sem og leiðtoga Wagner hópsins. Hann segir málinu ekki lokið, um sé að ræða biðleik. Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins tilkynnti síðdegis í gær að hópurinn hefði látið af uppreisn sinni í Rússlandi og sagðist hann hafa komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó forseta Belarús um að hann myndi flytjast til Belarús og þá yrði öllum liðsmönnum Wagner veitt sakaruppgjöf. Jón Ólafsson, prófessor í Rússlandsfræðum, var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Jón segir niðurstöðu gærdagsins vera allra hag, bæði Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga Wagner hópsins. „Að því leytinu til að það urðu ekki átök, Prigozhin kemst upp með þetta í bili og Pútín vinnur tíma. Ef þetta hefði verið óleyst til dæmis í dag, skulum segja að Wagner liðar hefðu stoppað og komið sér fyrir og beðið átekta. Það hefði verið pattstaða til lengri tíma, það hefði verið gjörsamlega vonlaus staða fyrir Pútín.“ Of snemmt að segja til um framtíð Pútíns Jón segir viðbrögð Rússlandsforseta við uppreisninni í gær sýna óöryggi hans en forsetinn ávarpaði þjóðina í gærmorgun og sagði Wagner liða vera landráðamenn. „Hann sá greinilega nauðsyn þess að þjappa fólki saman og nota þau tæki sem hann er bestur í sem eru sjónvarpstæki þjóðarinnar. Það sýnir að hann tók þetta alvarlega.“ Ljóst sé að hann hafi ekki haft fullkomna stjórn á atburðarásinni. Of snemmt sé að segja að um sé að ræða upphaf að endalokum valdatíðar Pútíns. „En það er öryggisleysi á æðstu stöðum í Kreml og það er áhugavert að frá upphafi stríðsins hafa ekki orðið nein veruleg mannaskipti. Pútín hefur ekki farið í að gera hreinsanir af neinu tagi, heldur heldur sig við sama fólkið og þolað gagnrýni Prigozhin, sem sýnir að hans öryggi í því að stjórna liðinu í kringum sig er takmarkað. Leiðtogi sem hefði meira öryggi væri búinn að gera breytingar.“ Jón segir málinu ekki lokið þrátt fyrir að Wagner liðar hafi bundið enda á uppreisn sína í gær. „Þetta er hins vegar held ég ekki búið. Wagner hópurinn er enn að auglýsa eftir fólki og þeir eru ekki alveg að ganga inn á það að vera skráðir hjá varnarmálaráðuneytinu og hvað á Prigozhin að gera? Sitja í Minsk og ráðleggja Lukashenko? Þetta er ekki staða sem mun haldast, þetta er biðleikur.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins tilkynnti síðdegis í gær að hópurinn hefði látið af uppreisn sinni í Rússlandi og sagðist hann hafa komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó forseta Belarús um að hann myndi flytjast til Belarús og þá yrði öllum liðsmönnum Wagner veitt sakaruppgjöf. Jón Ólafsson, prófessor í Rússlandsfræðum, var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Jón segir niðurstöðu gærdagsins vera allra hag, bæði Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga Wagner hópsins. „Að því leytinu til að það urðu ekki átök, Prigozhin kemst upp með þetta í bili og Pútín vinnur tíma. Ef þetta hefði verið óleyst til dæmis í dag, skulum segja að Wagner liðar hefðu stoppað og komið sér fyrir og beðið átekta. Það hefði verið pattstaða til lengri tíma, það hefði verið gjörsamlega vonlaus staða fyrir Pútín.“ Of snemmt að segja til um framtíð Pútíns Jón segir viðbrögð Rússlandsforseta við uppreisninni í gær sýna óöryggi hans en forsetinn ávarpaði þjóðina í gærmorgun og sagði Wagner liða vera landráðamenn. „Hann sá greinilega nauðsyn þess að þjappa fólki saman og nota þau tæki sem hann er bestur í sem eru sjónvarpstæki þjóðarinnar. Það sýnir að hann tók þetta alvarlega.“ Ljóst sé að hann hafi ekki haft fullkomna stjórn á atburðarásinni. Of snemmt sé að segja að um sé að ræða upphaf að endalokum valdatíðar Pútíns. „En það er öryggisleysi á æðstu stöðum í Kreml og það er áhugavert að frá upphafi stríðsins hafa ekki orðið nein veruleg mannaskipti. Pútín hefur ekki farið í að gera hreinsanir af neinu tagi, heldur heldur sig við sama fólkið og þolað gagnrýni Prigozhin, sem sýnir að hans öryggi í því að stjórna liðinu í kringum sig er takmarkað. Leiðtogi sem hefði meira öryggi væri búinn að gera breytingar.“ Jón segir málinu ekki lokið þrátt fyrir að Wagner liðar hafi bundið enda á uppreisn sína í gær. „Þetta er hins vegar held ég ekki búið. Wagner hópurinn er enn að auglýsa eftir fólki og þeir eru ekki alveg að ganga inn á það að vera skráðir hjá varnarmálaráðuneytinu og hvað á Prigozhin að gera? Sitja í Minsk og ráðleggja Lukashenko? Þetta er ekki staða sem mun haldast, þetta er biðleikur.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna