Benjamín Lúkas úr ÍFR var einn þeirra Íslendinga sem skaraði fram úr í Berlín um liðna helgi. Hann vann til gullverðlauna í 50 metra skriðsundi þegar hann synti á 44,20 sekúndum og var heilli sekúndu á undan næsta manni. Alls tóku sjö manns þátt í úrslitasundinu.
Benjamín Lúkas keppti einnig í 50 metra bringusundi og endaði þar í fjórða sæti eftir að synda á 47,60 sekúndum.