Smartland Mörtu Maríu greindi frá fréttunum í kvöld.
Björk vann síðast hjá Fréttablaðinu sem ritstjóri helgarblaðsins en sagði upp tveimur vikum áður en blaðið lagði upp laupana í mars.
Spennandi verkefni hjá Björgólfi Thor heilluðu
„Eftir 16 ára starf við fjölmiðla ákvað ég að nú væri rétti tíminn til að skipta um gír og nýta víðtæka reynslu mína á nýjum vettvangi. Ég sagði því upp starfi mínu sem einn ritstjóra Fréttablaðsins tveimur vikum áður en miðillinn var lagður niður í lok mars,“ sagði Björk í samtali við Mörtu Maríu.
„Þegar Björgólfur Thor í framhaldi leitaði til mín vegna spennandi verkefna fyrir sig skoraðist ég því ekki undan. Ég hef þegar hafið störf og hlakka til að láta til mín taka á nýju sviði og fá tækifæri til að starfa með þeim farsæla viðskiptamanni,“ sagði Björk við mbl.is.
Reynd fjölmiðlakona
Ekki er ljóst hvað nákvæmleg Björk mun gera í vinnu sinni fyrir Björgólf en vafalaust mun víðtæk reynsla hennar úr fjölmiðlum nýtast vel.
Björk hóf störf á Fréttablaðinu 2019 og var fyrst umsjónarmaður á innblaði þess áður en hún tók við helgarblaðinu árið 2020.
Þar áður hafði hún starfað sem ritstjóri Séð og heyrt og haldið úti vinsælum sjónvarpsþáttum á SkjáEinum og á Hringbraut. Hún stofnaði tímaritið MAN árið 2013 og var ritstjóri þess þangað til útgáfu þess var hætt árið 2019.
Ekki náðist í Björk við skrif fréttarinnar.