Vill pakkfullan Kórinn í kvöld: „Alltaf eins og bikarúrslitaleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 14:46 Höskuldur Gunnlaugsson mundar skotfótinn í leiknum stórkostlega gegn HK í vor. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það yrðu vonbrigði ef að Kórinn yrði ekki pakkfullur í kvöld, og helst að þeir sem yrðu seinir kæmust ekki inn. Þannig ætti það að vera í föstudagsleik á milli þessara liða,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, fyrir grannaslaginn við HK í Bestu deildinni í kvöld. Liðin mættust í fyrsta leik Bestu deildarinnar í vor í hreint stórkostlegum leik sem endaði 4-3 fyrir HK, eftir að HK hafði komist í 2-0 en Breiðablik í 3-2. „Þessi leikur var helvíti góð opnun á Bestu deildinni en vonandi, fyrir okkar parta, verður leikurinn í kvöld ekki eins sveiflukenndur og ekki jafnmiklar geðshræringar. Við viljum hafa aðeins meiri stjórn á hlutunum. Að því sögðu býst ég samt við hörkurimmu eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Áhorfendur mega bara búast við að leikmenn beggja liða gefi allt í þennan leik eins og sagan hefur sýnt,“ segir Höskuldur. Blikar urðu að sætta sig við tap í apríl en Höskuldur naut þess samt að spila leikinn: „Fyrst um sinn eftir þennan leik var tilfinningin auðvitað súr. Leiðinlegt að tapa í nágrannaslagnum. En það er mikið „kick“ að spila svona leiki. Maður fær mikið adrenalín, það er há spenna og mikið að gerast. En varðandi þann leik var jákvætt að við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka úr 0-2 í 3-2, en við vorum ekki alveg nógu góða stjórn til að sigla þessu heim. Þetta var ekki alveg týpískur leikur eins og við viljum spila.“ „Löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli“ Blikar eru hins vegar mun ofar en HK-ingar núna, þegar að venjulega deildarkeppnin er hálfnuð, en þeir eru með 24 stig í 3. sæti á meðan að HK er í 6. sæti með 13 stig, eftir fjögur töp í röð. „Staða liðanna í deildinni eða undanfarnir leikir skipta yfirleitt engu máli þegar þau mætast. Þetta er alltaf eins og einhver bikarúrslitaleikur. Það er bara skemmtilegt. Gaman að spila þannig leiki, erfiða leiki þar sem mikið er undir. Við erum löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli, eða að við eigum að vera betri á pappír. Þetta verður hörkuleikur í kvöld eins og allir leikir þessara liða undanfarið,“ segir Höskuldur. „Við erum alveg meðvitaðir um það að við megum ekki stíga mikið fleiri feilspor ef við ætlum að eltast við toppliðið, og liðin tvö fyrir ofan okkur núna. Leiðin til þess er að einbeita sér að leiknum í kvöld og að sjálfsögðu sækjum við til sigurs,“ segir Höskuldur en eftir þrjú jafntefli í röð eru Blikar sjö stigum á eftir toppliði Víkings. „Þrjú jafntefli í röð er ekki nógu gott en að sama skapi erum við taplausir í níu leikjum í röð, og búnir að vinna sex þeirra, svo að það „run“ er nokkuð gott. Við erum því fullir sjálfstrausts og vitum að það er mjög erfitt að vinna okkur. Að sama skapi vantar kannski aðeins að skerpa á drápseðlinu til að klára leikina alveg,“ segir Höskuldur. Leikur HK og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla HK Breiðablik Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Liðin mættust í fyrsta leik Bestu deildarinnar í vor í hreint stórkostlegum leik sem endaði 4-3 fyrir HK, eftir að HK hafði komist í 2-0 en Breiðablik í 3-2. „Þessi leikur var helvíti góð opnun á Bestu deildinni en vonandi, fyrir okkar parta, verður leikurinn í kvöld ekki eins sveiflukenndur og ekki jafnmiklar geðshræringar. Við viljum hafa aðeins meiri stjórn á hlutunum. Að því sögðu býst ég samt við hörkurimmu eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Áhorfendur mega bara búast við að leikmenn beggja liða gefi allt í þennan leik eins og sagan hefur sýnt,“ segir Höskuldur. Blikar urðu að sætta sig við tap í apríl en Höskuldur naut þess samt að spila leikinn: „Fyrst um sinn eftir þennan leik var tilfinningin auðvitað súr. Leiðinlegt að tapa í nágrannaslagnum. En það er mikið „kick“ að spila svona leiki. Maður fær mikið adrenalín, það er há spenna og mikið að gerast. En varðandi þann leik var jákvætt að við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka úr 0-2 í 3-2, en við vorum ekki alveg nógu góða stjórn til að sigla þessu heim. Þetta var ekki alveg týpískur leikur eins og við viljum spila.“ „Löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli“ Blikar eru hins vegar mun ofar en HK-ingar núna, þegar að venjulega deildarkeppnin er hálfnuð, en þeir eru með 24 stig í 3. sæti á meðan að HK er í 6. sæti með 13 stig, eftir fjögur töp í röð. „Staða liðanna í deildinni eða undanfarnir leikir skipta yfirleitt engu máli þegar þau mætast. Þetta er alltaf eins og einhver bikarúrslitaleikur. Það er bara skemmtilegt. Gaman að spila þannig leiki, erfiða leiki þar sem mikið er undir. Við erum löngu meðvitaðir um að staðan í deildinni skiptir ekki máli, eða að við eigum að vera betri á pappír. Þetta verður hörkuleikur í kvöld eins og allir leikir þessara liða undanfarið,“ segir Höskuldur. „Við erum alveg meðvitaðir um það að við megum ekki stíga mikið fleiri feilspor ef við ætlum að eltast við toppliðið, og liðin tvö fyrir ofan okkur núna. Leiðin til þess er að einbeita sér að leiknum í kvöld og að sjálfsögðu sækjum við til sigurs,“ segir Höskuldur en eftir þrjú jafntefli í röð eru Blikar sjö stigum á eftir toppliði Víkings. „Þrjú jafntefli í röð er ekki nógu gott en að sama skapi erum við taplausir í níu leikjum í röð, og búnir að vinna sex þeirra, svo að það „run“ er nokkuð gott. Við erum því fullir sjálfstrausts og vitum að það er mjög erfitt að vinna okkur. Að sama skapi vantar kannski aðeins að skerpa á drápseðlinu til að klára leikina alveg,“ segir Höskuldur. Leikur HK og Breiðabliks hefst klukkan 19.15 en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla HK Breiðablik Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira