Dorrit fagnar hvalveiðibanninu og lýsir eigin reynslu af dýrunum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júní 2023 17:31 Dorrit er ánægð með ákvörðun Svandísar og segist elska hvali. Vísir/Vilhelm Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er ánægð með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að stöðva hvalveiðar. Hún segir þó rétt að greiða hvalveiðimönnum bætur. „Ég er ekki sérfræðingur um hvali eða hvalveiðar. En fyrst að hvalveiðar skapa Íslandi svona slæmt orðspor erlendis og takmörkuðum hagnaði þá er það eina sem þarf að taka tillit til fólkið sem starfar við veiðarnar,“ segir Dorrit. Dorrit, sem er ísraelsk að uppruna en bjó lengi í Bretlandi, segist hafa heyrt mikið af slæmri umfjöllun erlendis um hvalveiðar Íslendinga. „Ég er mjög á móti því að segja fólki fyrir verkum. Ef einhver segir mér fyrir verkum á ég það til að gera hið öfuga,“ segir Dorrit. „En hvers vegna gera þetta fyrst að það er enginn auðsjáanlegur hagnaður? Og hvalirnir þjást greinilega. Það er ekki hægt að drepa hval snögglega. Mér er sagt að það taki tvo tíma að drepa hval og það heyrast öskur í grey dýrinu.“ Báru skjaldbökuolíu á háhyrning Þrátt fyrir að vera ekki sérfræðingur um hvali hefur Dorrit trúlega meiri reynslu af þeim en flestir. En hún hjálpaði eitt sinn til við að flytja háhyrning úr safarígarði í Lundúnum. „Það var ótrúleg lífsreynsla, að heyra og finna fyrir því hvernig hvalirnir tala saman,“ segir Dorrit um aðgerðina sem var einhvern tímann á áttunda áratugnum. Háhyrningur í Windsor Safari Park árið 1976, um það leyti sem Dorrit hjálpaði til við flutninginn.Getty Sirkusstjórinn Billy Smart Jr., sem rak Windor Safari Park, var vinur Dorrit. Hann hafði óskað eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa við að flytja einn háhyrninganna til Flórída í Bandaríkjunum og Dorrit svaraði kallinu. „Við vorum tíu sjálfboðaliðar og hvalnum líkaði auðsjáanlega við sum okkar og lét í sér heyra,“ segir Dorrit. Háhyrningurinn fór hins vegar í manngreiningarálit og kom bersýnilega ekki jafn vel fram við aðra. „Við fengum öll mismunandi skjaldbökuolíur til þess að bera á hvalinn. Síðan kom risavaxin 747 breiðþota með innbyggðu vökvunarkerfi og flutti hvalinn átta klukkutíma flugferð til Flórída,“ segir Dorrit. Mikilvægir í vistkerfinu „Ég elska hvali, ég elska öll dýr,“ segir Dorrit og bendir á að hvalir hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna í vistkerfinu. Billy Smart Jr. sirkusstjóri var vinur Dorrit.Getty „Þeir borða mest megnis svif og einstaka sinnum gleypa þeir sardínu eða lítinn fisk. Hvalirnir melta svifið og kúkurinn úr þeim er mikilvægur til þess að halda sjónum hreinum og veita fiskum næringu,“ segir hún. Hvalveiðimenn fái bætur Tímasetning hvalveiðibannsins, daginn áður en vertíðin átti að hefjast, hefur verið gagnrýnd. Dorrit segist ekki hafa skoðun á henni. „Mér er hins vegar umhugað um fólkið sem treystir á veiðarnar sem sitt lífsviðurværi. Þetta er lítið samfélag og það er mikilvægt að þetta fólk fái sanngjarnar bætur og önnur störf,“ segir hún og á við Akranes og Hvalfjarðarsveit þaðan sem flestir hvalveiðimennirnir koma. Hún á þó ekki von á því að það verði vandamál fyrir fólkið að fá aðra vinnu. Hún hafi nýlega talað símleiðis við kvikmyndaframleiðanda sem þurfti að hætta við að taka upp kvikmynd á Íslandi. Hér hafi hvorki verið til hótelherbergi né mannskapur til þess að aðstoða við framleiðsluna. Dorrit segist heldur ekki hafa skoðun á því hvort að hvalveiðibannið kunni að verða til þess að ríkisstjórnin springi. „Hvenær eru stjórnmálamenn ekki að rífast? En ég veit ekkert hvort að stjórnin springi út af þessu eða ekki,“ segir hún. Hvalir Hvalveiðar Bretland Dýr Tengdar fréttir Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21. júní 2023 22:48 Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt. 21. júní 2023 21:15 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
„Ég er ekki sérfræðingur um hvali eða hvalveiðar. En fyrst að hvalveiðar skapa Íslandi svona slæmt orðspor erlendis og takmörkuðum hagnaði þá er það eina sem þarf að taka tillit til fólkið sem starfar við veiðarnar,“ segir Dorrit. Dorrit, sem er ísraelsk að uppruna en bjó lengi í Bretlandi, segist hafa heyrt mikið af slæmri umfjöllun erlendis um hvalveiðar Íslendinga. „Ég er mjög á móti því að segja fólki fyrir verkum. Ef einhver segir mér fyrir verkum á ég það til að gera hið öfuga,“ segir Dorrit. „En hvers vegna gera þetta fyrst að það er enginn auðsjáanlegur hagnaður? Og hvalirnir þjást greinilega. Það er ekki hægt að drepa hval snögglega. Mér er sagt að það taki tvo tíma að drepa hval og það heyrast öskur í grey dýrinu.“ Báru skjaldbökuolíu á háhyrning Þrátt fyrir að vera ekki sérfræðingur um hvali hefur Dorrit trúlega meiri reynslu af þeim en flestir. En hún hjálpaði eitt sinn til við að flytja háhyrning úr safarígarði í Lundúnum. „Það var ótrúleg lífsreynsla, að heyra og finna fyrir því hvernig hvalirnir tala saman,“ segir Dorrit um aðgerðina sem var einhvern tímann á áttunda áratugnum. Háhyrningur í Windsor Safari Park árið 1976, um það leyti sem Dorrit hjálpaði til við flutninginn.Getty Sirkusstjórinn Billy Smart Jr., sem rak Windor Safari Park, var vinur Dorrit. Hann hafði óskað eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa við að flytja einn háhyrninganna til Flórída í Bandaríkjunum og Dorrit svaraði kallinu. „Við vorum tíu sjálfboðaliðar og hvalnum líkaði auðsjáanlega við sum okkar og lét í sér heyra,“ segir Dorrit. Háhyrningurinn fór hins vegar í manngreiningarálit og kom bersýnilega ekki jafn vel fram við aðra. „Við fengum öll mismunandi skjaldbökuolíur til þess að bera á hvalinn. Síðan kom risavaxin 747 breiðþota með innbyggðu vökvunarkerfi og flutti hvalinn átta klukkutíma flugferð til Flórída,“ segir Dorrit. Mikilvægir í vistkerfinu „Ég elska hvali, ég elska öll dýr,“ segir Dorrit og bendir á að hvalir hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna í vistkerfinu. Billy Smart Jr. sirkusstjóri var vinur Dorrit.Getty „Þeir borða mest megnis svif og einstaka sinnum gleypa þeir sardínu eða lítinn fisk. Hvalirnir melta svifið og kúkurinn úr þeim er mikilvægur til þess að halda sjónum hreinum og veita fiskum næringu,“ segir hún. Hvalveiðimenn fái bætur Tímasetning hvalveiðibannsins, daginn áður en vertíðin átti að hefjast, hefur verið gagnrýnd. Dorrit segist ekki hafa skoðun á henni. „Mér er hins vegar umhugað um fólkið sem treystir á veiðarnar sem sitt lífsviðurværi. Þetta er lítið samfélag og það er mikilvægt að þetta fólk fái sanngjarnar bætur og önnur störf,“ segir hún og á við Akranes og Hvalfjarðarsveit þaðan sem flestir hvalveiðimennirnir koma. Hún á þó ekki von á því að það verði vandamál fyrir fólkið að fá aðra vinnu. Hún hafi nýlega talað símleiðis við kvikmyndaframleiðanda sem þurfti að hætta við að taka upp kvikmynd á Íslandi. Hér hafi hvorki verið til hótelherbergi né mannskapur til þess að aðstoða við framleiðsluna. Dorrit segist heldur ekki hafa skoðun á því hvort að hvalveiðibannið kunni að verða til þess að ríkisstjórnin springi. „Hvenær eru stjórnmálamenn ekki að rífast? En ég veit ekkert hvort að stjórnin springi út af þessu eða ekki,“ segir hún.
Hvalir Hvalveiðar Bretland Dýr Tengdar fréttir Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21. júní 2023 22:48 Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt. 21. júní 2023 21:15 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21. júní 2023 22:48
Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt. 21. júní 2023 21:15