Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júní 2023 12:41 Mikill hiti hefur verið í málinu og hvöss orð látin falla. EPA Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. Máli Örnu Rúnarsdóttur og Rúnu Helgadóttur gegn HRFÍ hefur í tvígang verið vísað frá héraðsdómi áður. Auður Björg Jónsdóttir, nýr lögmaður mæðgnanna, segir helstu breytinguna lúta að aðild málsins. Áður hafði stjórnarmönnum HRFÍ verið stefnt en félaginu til vara en nú er aðeins félaginu stefnt. „Málið snýst eftir sem áður um þennan úrskurð siðanefndar HRFÍ. Þar sem mæðgunum var vísað úr félaginu í fimmtán ár,“ segir Auður. Ærumeiðingar og kosningasvindl Úrskurðurinn sem Auður nefnir féll þann 25. janúar árið 2022 og laut að sex meintum brotum. Þau voru eftirfarandi: 1. Að hafa vísvitandi skráð ranga ræktunartík á allt að þrjú pörunarvottorð við ættbókarskráningu. 2. Að mæta ekki með hunda í lífssýnatöku til sönnunar á ætterni. 3. Að neita að svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra HRFÍ. 4. Að hafa beitt fölsun og kosningasvindli í Schäfer-deild HRFÍ með því að tilkynna eigendaskipti á dauðri tík. 5. Að hafa uppi meiðyrði gagnvart framkvæmdastjóra HRFÍ í tölvupósti. 6. Að hafa ætlað að para undaneldishund við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Voru mæðgurnar áminntar, vísað úr HRFÍ í fimmtán ár, útilokaðar frá öllu starfi og rétti til að fá ættbókarskírteini og sviptar ræktunarnafninu Gjósku. Mæðgurnar gáfu út yfirlýsingu á sínum tíma þar sem ásökununum var hafnað. Allt hafi verið fært rétt til bókar og breyting á DNA í einu goti sé eðlileg þróun tegundar. Var nefndin sökuð um hroka, yfirgang og dónaskap. „Þessi málsmeðferð er þeim til ævarandi skammar og geri þetta félag óaðlaðandi kost fyrir hundaeigendur,“ sagði í yfirlýsingunni. Mikill hiti í málinu Hitinn var ekki minni þegar málið var komið inn á borð Héraðsdóms Reykjavíkur eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. Í meðferð frávísunarmáls í október síðastliðnum fóru hvöss ummæli á milli lögmanna. Sagði Jón Egilsson, þáverandi lögmaður mæðgnanna, Örnu gæti ekki stundað atvinnu sína í dag því ræktendur þyrftu að vera meðlimir í HRFÍ til að geta tekið þátt í sýningum. Bæði æran og fjármunir væru undir í málinu. Jónas Friðrik segir að HRFÍ geri ekki frávísunarkröfu í þetta skiptið.Vísir/Vilhelm „Stefndu fóru í fjölmiðla og sögðu mæðgurnar mestu svindlara í hundarækt á Íslandi,“ sagði Jón. Ástæðan fyrir málinu öllu væri að mæðgurnar hefðu „komist upp á kant við liðið“ eftir að þær hefðu fundið að því að ræktendur tengdir stjórninni væru að klippa rófur af hundum til fegrunar. „Fullyrðingar, fullyrðingar og fullyrðingar en engin gögn sem styðja þær,“ sagði Jónas Friðrik Jónsson, lögmaður HRFÍ sem sagði slíka ágalla á málatilbúnaðinum að það væri ódómtækt. Á það féllst héraðsdómur í úrskurði í nóvember. Engar bótakröfur Jónas segir nú að ekki sé gerð frávísunarkrafa í málinu. „Málatilbúnaðurinn er ekki stórgallaður eins og áður,“ segir hann. Hann segir að HRFÍ krefjist sýknu í málinu. Auður segir mæðgurnar vilja komast aftur inn í félagið en engar bótakröfur séu gerðar í málinu.Vísir/Sigurjón Á morgun fer fram þinghald í málinu þar sem tekist verður um hvort taka megi skýrslu af ákveðnum vitnum. Þá verður einnig fundinn tími fyrir aðalmeðferð. „Krafan er sú að þessi úrskurður verði ógildur,“ segir Auður. „En til vara að þessi viðurlög verði milduð því þau eru í engu samræmi við það sem verið hefur.“ Ekki eru gerðar neinar bótakröfur í málinu. Dýr Dómsmál Hundar Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Máli Örnu Rúnarsdóttur og Rúnu Helgadóttur gegn HRFÍ hefur í tvígang verið vísað frá héraðsdómi áður. Auður Björg Jónsdóttir, nýr lögmaður mæðgnanna, segir helstu breytinguna lúta að aðild málsins. Áður hafði stjórnarmönnum HRFÍ verið stefnt en félaginu til vara en nú er aðeins félaginu stefnt. „Málið snýst eftir sem áður um þennan úrskurð siðanefndar HRFÍ. Þar sem mæðgunum var vísað úr félaginu í fimmtán ár,“ segir Auður. Ærumeiðingar og kosningasvindl Úrskurðurinn sem Auður nefnir féll þann 25. janúar árið 2022 og laut að sex meintum brotum. Þau voru eftirfarandi: 1. Að hafa vísvitandi skráð ranga ræktunartík á allt að þrjú pörunarvottorð við ættbókarskráningu. 2. Að mæta ekki með hunda í lífssýnatöku til sönnunar á ætterni. 3. Að neita að svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra HRFÍ. 4. Að hafa beitt fölsun og kosningasvindli í Schäfer-deild HRFÍ með því að tilkynna eigendaskipti á dauðri tík. 5. Að hafa uppi meiðyrði gagnvart framkvæmdastjóra HRFÍ í tölvupósti. 6. Að hafa ætlað að para undaneldishund við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Voru mæðgurnar áminntar, vísað úr HRFÍ í fimmtán ár, útilokaðar frá öllu starfi og rétti til að fá ættbókarskírteini og sviptar ræktunarnafninu Gjósku. Mæðgurnar gáfu út yfirlýsingu á sínum tíma þar sem ásökununum var hafnað. Allt hafi verið fært rétt til bókar og breyting á DNA í einu goti sé eðlileg þróun tegundar. Var nefndin sökuð um hroka, yfirgang og dónaskap. „Þessi málsmeðferð er þeim til ævarandi skammar og geri þetta félag óaðlaðandi kost fyrir hundaeigendur,“ sagði í yfirlýsingunni. Mikill hiti í málinu Hitinn var ekki minni þegar málið var komið inn á borð Héraðsdóms Reykjavíkur eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. Í meðferð frávísunarmáls í október síðastliðnum fóru hvöss ummæli á milli lögmanna. Sagði Jón Egilsson, þáverandi lögmaður mæðgnanna, Örnu gæti ekki stundað atvinnu sína í dag því ræktendur þyrftu að vera meðlimir í HRFÍ til að geta tekið þátt í sýningum. Bæði æran og fjármunir væru undir í málinu. Jónas Friðrik segir að HRFÍ geri ekki frávísunarkröfu í þetta skiptið.Vísir/Vilhelm „Stefndu fóru í fjölmiðla og sögðu mæðgurnar mestu svindlara í hundarækt á Íslandi,“ sagði Jón. Ástæðan fyrir málinu öllu væri að mæðgurnar hefðu „komist upp á kant við liðið“ eftir að þær hefðu fundið að því að ræktendur tengdir stjórninni væru að klippa rófur af hundum til fegrunar. „Fullyrðingar, fullyrðingar og fullyrðingar en engin gögn sem styðja þær,“ sagði Jónas Friðrik Jónsson, lögmaður HRFÍ sem sagði slíka ágalla á málatilbúnaðinum að það væri ódómtækt. Á það féllst héraðsdómur í úrskurði í nóvember. Engar bótakröfur Jónas segir nú að ekki sé gerð frávísunarkrafa í málinu. „Málatilbúnaðurinn er ekki stórgallaður eins og áður,“ segir hann. Hann segir að HRFÍ krefjist sýknu í málinu. Auður segir mæðgurnar vilja komast aftur inn í félagið en engar bótakröfur séu gerðar í málinu.Vísir/Sigurjón Á morgun fer fram þinghald í málinu þar sem tekist verður um hvort taka megi skýrslu af ákveðnum vitnum. Þá verður einnig fundinn tími fyrir aðalmeðferð. „Krafan er sú að þessi úrskurður verði ógildur,“ segir Auður. „En til vara að þessi viðurlög verði milduð því þau eru í engu samræmi við það sem verið hefur.“ Ekki eru gerðar neinar bótakröfur í málinu.
Dýr Dómsmál Hundar Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19