Kristján sé rökþrota og staðfesti niðurstöðu um hvalveiðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2023 14:41 Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals og Henry Alexander Henrysson fulltrúi Siðfræðistofnunar í fagráði um velferð dýra. vísir Fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands í fagráði um velferð dýra vísar ásökunum um vanhæfi sitt á bug. Framkvæmdastjóri Hvals hf. segir álit fagráðsins hluta af leikriti sem sett var upp af matvælaráðherra. Á þriðjudag kynnti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra þá ákvörðun sína að heimila ekki hvalveiðar í sumar. Ráðherra byggði þá ákvörðun á áliti fagráðs um velferð dýra, sem kom út daginn áður. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, lýsir þeirri skoðun sinni í viðtali við Morgunblaðið í dag að fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem er annar talsmanna ráðsins í málinu, væri vanhæfur til að fjalla um málið, vegna fyrri skrifa sinna um veiðarnar. Þessu vísar fulltrúi stofnunarinnar á bug. Sjá einnig: Kristján kallar Svandísi öfgafullan kommúnista „Kristján gefur sér einhverjar forsendur þarna sem ég veit ekki alveg hvaðan hann hefur. Ég hef ekki skrifað greinar gegn hvalveiðum á samfélagsmiðlum, til dæmis. En hitt er alveg rétt að ég tók þátt í málþingi í apríl, held ég að það hafi verið, þar sem var fjallað um hvalveiðar og ég fór yfir stöðuna og rök með og á móti hvalveiðum,“ segir Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Siðfræðistofnunar í fagráðinu. Málþingið hafi farið fram áður en eftirlitsskýrsla MAST um veiðarnar kom út í maí, en fagráðinu var falið að meta hvort veiðar á langreyði gætu farið fram með mannúðlegum hætti, út frá niðurstöðum skýrslunnar. Út úr því ferli kom álitið sem matvælaráðherra byggði ákvörðun sína á. „Svo átti fagráð um velferð dýra einfaldlega að fjalla um þessa eftirlitsskýrslu og gögn sem komu fram í henni og kynna sér önnur gögn. Þannig að það var bara framhald af þessu máli. Ég kannast ekki við að ég sé yfirlýstur andstæðingur hvalveiða.“ Þannig að þú ert ekki vanhæfur til að fjalla um þessi mál? „Nei. Ég er nú bara þannig gerður að ég hlíti nú bara rökum og ef það heðfi komið eitthvað upp í meðferð ráðsins, rök fyrir því að það sé hægt að tryggja mannúðlegt dráp á langreyði þá hefði ég bara skipt um skoðun. En það komu engin ný gögn fram og við fórum vel yfir málið. Þetta var niðurstaða fagráðsins og ég kannast ekkert við að hafa verið vanhæfur í þessu þó ég hafi haldið erindi um hvalveiðar, byggt á þeim gögnum sem voru þekkt í apríl,“ segir Henry. Álit fagráðsins annars eðlis en skýrsla MAST Henry segir mikilvægt sé að hafa í huga að skýrsla MAST sé eftirlitsskýrsla, og því erfitt fyrir ráðherra að byggja ákvörðun sína eingöngu á henni. „Ekki dregnar miklar ályktanir, heldur frekar verið að lýsa því hvað kom í ljós við eftirlit á veiðunum. Þá var fagráðinu falið að fara vel í málið og svara einfaldri spurningu: Hvort það sé hægt að tryggja mannúðlegt dráp á stórhvelum. Við komumst að þeirri niðurstöðu eftir mikla yfirlegu að, nei, það er ekki hægt að tryggja það.“ Svarið hafi farið til MAST og síðan til ráðherra. „Við tökum engar ákvarðanir og erum ekki stjórnvald.“ Svar fagráðsins sé vel rökstutt en Henry telur að umræða síðustu daga hafi einkennst af einhverju öðru en rökum. „Viðtalið við Kristján í Morgunblaðinu í morgun er einmitt dæmi um það. Hann fer að tala um eitthvað allt annað heldur en rök okkar, en ég held að hann ætti kannski frekar að skoða þau. Að sumu leyti finnst mér einfaldlega, ef hann getur ekki komið með neitt betra eftir tvo daga, að þá sé hann að staðfesta niðurstöðu okkar,“ segir Henry. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu síðustu daga. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22. júní 2023 09:46 Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21. júní 2023 22:48 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Á þriðjudag kynnti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra þá ákvörðun sína að heimila ekki hvalveiðar í sumar. Ráðherra byggði þá ákvörðun á áliti fagráðs um velferð dýra, sem kom út daginn áður. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, lýsir þeirri skoðun sinni í viðtali við Morgunblaðið í dag að fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem er annar talsmanna ráðsins í málinu, væri vanhæfur til að fjalla um málið, vegna fyrri skrifa sinna um veiðarnar. Þessu vísar fulltrúi stofnunarinnar á bug. Sjá einnig: Kristján kallar Svandísi öfgafullan kommúnista „Kristján gefur sér einhverjar forsendur þarna sem ég veit ekki alveg hvaðan hann hefur. Ég hef ekki skrifað greinar gegn hvalveiðum á samfélagsmiðlum, til dæmis. En hitt er alveg rétt að ég tók þátt í málþingi í apríl, held ég að það hafi verið, þar sem var fjallað um hvalveiðar og ég fór yfir stöðuna og rök með og á móti hvalveiðum,“ segir Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Siðfræðistofnunar í fagráðinu. Málþingið hafi farið fram áður en eftirlitsskýrsla MAST um veiðarnar kom út í maí, en fagráðinu var falið að meta hvort veiðar á langreyði gætu farið fram með mannúðlegum hætti, út frá niðurstöðum skýrslunnar. Út úr því ferli kom álitið sem matvælaráðherra byggði ákvörðun sína á. „Svo átti fagráð um velferð dýra einfaldlega að fjalla um þessa eftirlitsskýrslu og gögn sem komu fram í henni og kynna sér önnur gögn. Þannig að það var bara framhald af þessu máli. Ég kannast ekki við að ég sé yfirlýstur andstæðingur hvalveiða.“ Þannig að þú ert ekki vanhæfur til að fjalla um þessi mál? „Nei. Ég er nú bara þannig gerður að ég hlíti nú bara rökum og ef það heðfi komið eitthvað upp í meðferð ráðsins, rök fyrir því að það sé hægt að tryggja mannúðlegt dráp á langreyði þá hefði ég bara skipt um skoðun. En það komu engin ný gögn fram og við fórum vel yfir málið. Þetta var niðurstaða fagráðsins og ég kannast ekkert við að hafa verið vanhæfur í þessu þó ég hafi haldið erindi um hvalveiðar, byggt á þeim gögnum sem voru þekkt í apríl,“ segir Henry. Álit fagráðsins annars eðlis en skýrsla MAST Henry segir mikilvægt sé að hafa í huga að skýrsla MAST sé eftirlitsskýrsla, og því erfitt fyrir ráðherra að byggja ákvörðun sína eingöngu á henni. „Ekki dregnar miklar ályktanir, heldur frekar verið að lýsa því hvað kom í ljós við eftirlit á veiðunum. Þá var fagráðinu falið að fara vel í málið og svara einfaldri spurningu: Hvort það sé hægt að tryggja mannúðlegt dráp á stórhvelum. Við komumst að þeirri niðurstöðu eftir mikla yfirlegu að, nei, það er ekki hægt að tryggja það.“ Svarið hafi farið til MAST og síðan til ráðherra. „Við tökum engar ákvarðanir og erum ekki stjórnvald.“ Svar fagráðsins sé vel rökstutt en Henry telur að umræða síðustu daga hafi einkennst af einhverju öðru en rökum. „Viðtalið við Kristján í Morgunblaðinu í morgun er einmitt dæmi um það. Hann fer að tala um eitthvað allt annað heldur en rök okkar, en ég held að hann ætti kannski frekar að skoða þau. Að sumu leyti finnst mér einfaldlega, ef hann getur ekki komið með neitt betra eftir tvo daga, að þá sé hann að staðfesta niðurstöðu okkar,“ segir Henry. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu síðustu daga.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22. júní 2023 09:46 Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21. júní 2023 22:48 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22. júní 2023 09:46
Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21. júní 2023 22:48