Hinrik Ingi dæmdur fyrir líkamsárás og fjárkúgun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júní 2023 15:51 Hinrik Ingi sparkaði ítrekað í hurð bifreiðar nálægt Kúagerði í Vatnsleysuströnd. Hinrik Ingi Óskarsson, crossfit keppandi og einkaþjálfari, hefur verið dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir uppsöfnuð brot. Lárus Guðmundur Jónsson, félagi hans, hlaut sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómurinn féll þann 13. júní síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjaness en var birtur í dag. Fram kemur að báðir menn hafi játað brot sín skýlaust. Hinrik var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Auto í Lækjargötu í Reykjavík þann 20. mars árið 2022. Hafi hann slegið brotaþola ítrekað í andlitið og skallað hann með þeim afleiðingum að brotaþoli nefbrotnaði. Fyrr á því ári, þann 18. janúar, hafi Hinrik ekið bifreið í veg fyrir aðra á Reykjanesbraut við Kúagerði í Vatnsleysuhreppi, stöðvað umferð á akbrautinni og í kjölfarið sparkað ítrekað í ökumannshurð bifreiðar brotaþola með þeim afleiðingum að hurðin og hliðarspegill skemmdust. Fjárkúgun í Kópavogi Þá var hann dæmdur fyrir fjölmörg umferðarlagabrot. Meðal annars fyrir að hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna og keyrt án ökuleyfis. Auk fangelsisdóms var Hinrik sviptur ökuleyfinu ævilangt. Hinrik og Lárus voru báðir dæmdir fyrir að hafa þann 20. október árið 2021 farið inn á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi og reynt að hafa af fólki fjármuni. Beittu þeir hótunum, svo sem að drepa brotaþola, fjölskyldur þeirra og kveikja í húsnæði umrædds fyrirtækis. Upphæðin sem þeir kröfðust var 200 þúsund krónur. Dómsmál CrossFit Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dómurinn féll þann 13. júní síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjaness en var birtur í dag. Fram kemur að báðir menn hafi játað brot sín skýlaust. Hinrik var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Auto í Lækjargötu í Reykjavík þann 20. mars árið 2022. Hafi hann slegið brotaþola ítrekað í andlitið og skallað hann með þeim afleiðingum að brotaþoli nefbrotnaði. Fyrr á því ári, þann 18. janúar, hafi Hinrik ekið bifreið í veg fyrir aðra á Reykjanesbraut við Kúagerði í Vatnsleysuhreppi, stöðvað umferð á akbrautinni og í kjölfarið sparkað ítrekað í ökumannshurð bifreiðar brotaþola með þeim afleiðingum að hurðin og hliðarspegill skemmdust. Fjárkúgun í Kópavogi Þá var hann dæmdur fyrir fjölmörg umferðarlagabrot. Meðal annars fyrir að hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna og keyrt án ökuleyfis. Auk fangelsisdóms var Hinrik sviptur ökuleyfinu ævilangt. Hinrik og Lárus voru báðir dæmdir fyrir að hafa þann 20. október árið 2021 farið inn á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi og reynt að hafa af fólki fjármuni. Beittu þeir hótunum, svo sem að drepa brotaþola, fjölskyldur þeirra og kveikja í húsnæði umrædds fyrirtækis. Upphæðin sem þeir kröfðust var 200 þúsund krónur.
Dómsmál CrossFit Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira