Biðu í margar klukkustundir eftir Ronaldo: „Má ég fá treyjuna þína“ Aron Guðmundsson skrifar 21. júní 2023 14:01 Þessi ungi íslenski stuðningsmaður Ronaldo hafði lagt mikið á sig Vísir/Samsett mynd Segja má að algjört Ronaldo-æði hafi gripið um sig í Reykjavík í gær í tengslum við leik portúgalska landsliðsins við það íslenska í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli. Nokkrum klukkustundum áður en flautað var til leiks höfðu ungir íslenskir aðdáendur porúgölsku knattspyrnugoðsagnarinnar Cristiano Ronaldo komið sér fyrir utan Grand Hótel í Reykjavík, þar sem portúgalska landsliðið hélt til á meðan á dvöl liðsins á Íslandi stóð, í von um að bera leikmanninn augum. Einn þessara aðdáanda hafði lagt mikið á sig, sá skartaði Real Madrid treyju sem var merkt Ronaldo en leikmaðurinn er goðsögn í sögu félagsins eftir tíma sinn þar. Þessir ungu menn höfðu beðið í yfir fjórar klukkustundir eftir Ronaldo fyrir utan Grand HótelVísir/Sigurjón Ólason Þessi ungi stuðningsmaður hafði lagt mikið á sig til þess að reyna fá treyju frá leikmanninum, búið til heimagert skilti á portúgölsku og skilaboðin voru einföld: „Má ég fá treyjuna þína Ronaldo“ Slík eru áhrif portúgölsku stjörnunnar að margir af þessum ungu íslenskum stuðningsmönnum héldu bara alls ekki með Íslandi í leik liðanna í gærkvöldi. Leiknum lauk með 1-0 sigri Portúgal og var það téður Ronaldo sem skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Þetta var 200. leikur Ronaldo fyrir portúgalska landsliðið og með því setti hann heimsmet í karlaflokki yfir flesta spilaða A-landsleiki í fótbolta. Fyrir leik var mikil athöfn þar sem fulltrúar portúgalska og íslenska knattspyrnusambandsins færðu Ronaldo gjöf á tímamótunum, þá hlaut hann staðfestingu frá Heimsmetabók Guiness á heimsmeti sínu. Portúgal EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12 Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld. 20. júní 2023 19:06 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjá meira
Nokkrum klukkustundum áður en flautað var til leiks höfðu ungir íslenskir aðdáendur porúgölsku knattspyrnugoðsagnarinnar Cristiano Ronaldo komið sér fyrir utan Grand Hótel í Reykjavík, þar sem portúgalska landsliðið hélt til á meðan á dvöl liðsins á Íslandi stóð, í von um að bera leikmanninn augum. Einn þessara aðdáanda hafði lagt mikið á sig, sá skartaði Real Madrid treyju sem var merkt Ronaldo en leikmaðurinn er goðsögn í sögu félagsins eftir tíma sinn þar. Þessir ungu menn höfðu beðið í yfir fjórar klukkustundir eftir Ronaldo fyrir utan Grand HótelVísir/Sigurjón Ólason Þessi ungi stuðningsmaður hafði lagt mikið á sig til þess að reyna fá treyju frá leikmanninum, búið til heimagert skilti á portúgölsku og skilaboðin voru einföld: „Má ég fá treyjuna þína Ronaldo“ Slík eru áhrif portúgölsku stjörnunnar að margir af þessum ungu íslenskum stuðningsmönnum héldu bara alls ekki með Íslandi í leik liðanna í gærkvöldi. Leiknum lauk með 1-0 sigri Portúgal og var það téður Ronaldo sem skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Þetta var 200. leikur Ronaldo fyrir portúgalska landsliðið og með því setti hann heimsmet í karlaflokki yfir flesta spilaða A-landsleiki í fótbolta. Fyrir leik var mikil athöfn þar sem fulltrúar portúgalska og íslenska knattspyrnusambandsins færðu Ronaldo gjöf á tímamótunum, þá hlaut hann staðfestingu frá Heimsmetabók Guiness á heimsmeti sínu.
Portúgal EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12 Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld. 20. júní 2023 19:06 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjá meira
Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi. 20. júní 2023 22:12
Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga. 20. júní 2023 22:03
Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21
Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld. 20. júní 2023 19:06