Skoska rigningin setti strik í reikninginn og tafði leik um níutíu mínútur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 09:30 Skoska rigningin gerði leikmönnum afar erfitt fyrir á Hampden Park í gær. Ian MacNicol/Getty Images Skotar eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í A-riðli undankeppni EM 2024 eftir 2-0 sigur gegn Georgíu í gærkvöldi. Það var þó frekar skoska rigningin en liðið sem stal fyrirsögnum eftir leik gærkvöldsins. Callum McGregor kom Skotum í forystu strax á sjöttu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Lyndon Dykes. Dómari leiksins, Istvan Vad, sá þó engra annarra kosta völ en að gera hlé á leiknum eftir að markið var skorað vegna rigningar. Leikið var á Hampden Park, þjóðarleikvangi Skotlands, og var völlurinn orðinn gegnsósa af vatni. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir Twitter-færslunni hér fyrir neðan voru aðstæður langt frá því að vera landsliðum í undankeppni EM sæmandi. Look at this pitch at Hampden Park between Scotland and Georgia #SCOGEO🤣🤣🤣pic.twitter.com/nQAxA10AU6— xG Form (@xgform) June 20, 2023 Alls var gert um níutíu mínútna langt hlé á leiknum á meðan beðið var eftir því að rigningin myndi minnka og vallarstarfsmenn hreinsuðu vatn af vellinum. Leikurinn fór þó að lokum af stað á ný og Scott McTominay tvöfaldaði forystu heimamanna snemma í síðari hálfleik. Georgíumenn fengu tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum í uppbótartíma, en Khvicha Kvaratskhelia misnotaði spyrnuna. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur Skota sem tróna á toppi A-riðils með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Georgíumenn sitja hins vegar í öðru sæti riðilsins með fjögur stig. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Callum McGregor kom Skotum í forystu strax á sjöttu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Lyndon Dykes. Dómari leiksins, Istvan Vad, sá þó engra annarra kosta völ en að gera hlé á leiknum eftir að markið var skorað vegna rigningar. Leikið var á Hampden Park, þjóðarleikvangi Skotlands, og var völlurinn orðinn gegnsósa af vatni. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir Twitter-færslunni hér fyrir neðan voru aðstæður langt frá því að vera landsliðum í undankeppni EM sæmandi. Look at this pitch at Hampden Park between Scotland and Georgia #SCOGEO🤣🤣🤣pic.twitter.com/nQAxA10AU6— xG Form (@xgform) June 20, 2023 Alls var gert um níutíu mínútna langt hlé á leiknum á meðan beðið var eftir því að rigningin myndi minnka og vallarstarfsmenn hreinsuðu vatn af vellinum. Leikurinn fór þó að lokum af stað á ný og Scott McTominay tvöfaldaði forystu heimamanna snemma í síðari hálfleik. Georgíumenn fengu tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum í uppbótartíma, en Khvicha Kvaratskhelia misnotaði spyrnuna. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur Skota sem tróna á toppi A-riðils með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Georgíumenn sitja hins vegar í öðru sæti riðilsins með fjögur stig.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira