Kennir Willum og Herði ekki um: „Portúgalinn oflék þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2023 22:03 Åge Hareide í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide segir það ekki hafa verið Herði Björgvini Magnússyni að kenna að Portúgalar skyldu sleppa við rangstöðu í markinu gegn Íslandi í kvöld, og að Willum Þór Willumsson hafi ekki verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk. „Ég er mjög vonsvikinn því ég taldi leikmennina gera mjög vel varnarlega og leggja hart að sér. Þetta var erfitt í lokin, með 10 menn inn á, og við þurftum að gera skiptingar. Við þurftum að verja meira svæði, sérstaklega á miðjunni, og við féllum á því,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi eftir 1-0 tapið gegn Portúgal í kvöld. „Við vorum svolítið óheppnir með þessa stöðu. Það var harkalegt gagnvart Willum að hann fengi tvö gul spjöld þarna, og þar með var þetta mjög erfitt fyrir strákana. Þeir börðust samt allan tímann og stóðu sig frábærlega. Við unnum með þeim í þessu verkefni og þeir hafa aðlagast vel, voru vel skipulagðir og unnu mikið hver fyrir annan. Það skipti auðvitað máli að Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson og Birkir Bjarnason gætu ekki spilað vegna meiðsla. Þetta voru slæm úrslit en góðar frammistöður. Við áttum að vinna Slóvakíu og í staðinn fyrir 4 stig fengum við 0, en nú eru strákarnir tilbúnir og við hlökkum til. Við ætlum að losna við óheppnina og fá heppni,“ sagði Hareide. Aðspurður um sigurmark Portúgals, þar sem Portúgalar rétt sluppu við rangstöðu vegna staðsetningar Harðar Björgvins, sagði Hareide: „Þegar maður sér myndir af þessu þá ýtti [Diogo] Dalot honum í þessa stöðu. Við þurfum að vera tilbúnir í það. Það þarf að spyrja Hörð hvort hann hafi getað gert eitthvað í þessu en ég held að honum hafi verið ýtt úr jafnvægi. Það sýna myndirnar. Ég held að Hörður hafi ekkert sofnað Það er auðveldlega hægt að segja að þetta hafi verið brot en dómarinn gaf okkur ekkert í þessum leik. Maður þarf að vara sig í svona stöðu.“ Willum Þór Willumsson fékk sitt seinna gula spjald og þar með rautt fyrir þessa tæklingu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Auðvelt að gefa spjald út af öskrum frá Portúgölum Hareide hrósaði íslenska liðinu í hástert eftir leikinn og hafði ekkert út á leik þess að setja í kvöld. Hann var spurður sérstaklega út í leik miðvarða Íslands og Arnór Ingva Traustason, hrósaði þeim mjög og bætti Rúnari Alex Rúnarssyni við. Aðspurður frekar út í rauða spjaldið á Willum sagðist Hareide ekki telja að Willum verðskuldaði seinna gula spjaldið sem hann fékk, fyrir brot á Goncalo Inácio úti við hliðarlínu: „Hann reyndi við boltann, fór í boltann og Portúgalinn oflék þetta. Hann var ekki svona meiddur. Boltinn var á milli og þegar svo er… þetta leit hættulegar út en þetta var. En dómarinn átti auðvelt með að gefa gult spjald því Portúgalarnir öskruðu á það af bekknum. Þeir setja alltaf pressu á dómarana. Hann [Willum] hefði getað haldið ró sinni betur en ég kenni honum engan veginn um. Hann var að reyna að vinna boltann.“ EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Valgeir: Gæti hafa verið rangstaða „Ég held að svekkelsið gæti ekki verið meira, að fá þetta svona í andlitið á 90. mínútu eftir alla þessa vinnu á móti þessu liði. Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir tapið gegn Portúgal í kvöld. 20. júní 2023 21:47 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld. 20. júní 2023 21:08 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
„Ég er mjög vonsvikinn því ég taldi leikmennina gera mjög vel varnarlega og leggja hart að sér. Þetta var erfitt í lokin, með 10 menn inn á, og við þurftum að gera skiptingar. Við þurftum að verja meira svæði, sérstaklega á miðjunni, og við féllum á því,“ sagði landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi eftir 1-0 tapið gegn Portúgal í kvöld. „Við vorum svolítið óheppnir með þessa stöðu. Það var harkalegt gagnvart Willum að hann fengi tvö gul spjöld þarna, og þar með var þetta mjög erfitt fyrir strákana. Þeir börðust samt allan tímann og stóðu sig frábærlega. Við unnum með þeim í þessu verkefni og þeir hafa aðlagast vel, voru vel skipulagðir og unnu mikið hver fyrir annan. Það skipti auðvitað máli að Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson og Birkir Bjarnason gætu ekki spilað vegna meiðsla. Þetta voru slæm úrslit en góðar frammistöður. Við áttum að vinna Slóvakíu og í staðinn fyrir 4 stig fengum við 0, en nú eru strákarnir tilbúnir og við hlökkum til. Við ætlum að losna við óheppnina og fá heppni,“ sagði Hareide. Aðspurður um sigurmark Portúgals, þar sem Portúgalar rétt sluppu við rangstöðu vegna staðsetningar Harðar Björgvins, sagði Hareide: „Þegar maður sér myndir af þessu þá ýtti [Diogo] Dalot honum í þessa stöðu. Við þurfum að vera tilbúnir í það. Það þarf að spyrja Hörð hvort hann hafi getað gert eitthvað í þessu en ég held að honum hafi verið ýtt úr jafnvægi. Það sýna myndirnar. Ég held að Hörður hafi ekkert sofnað Það er auðveldlega hægt að segja að þetta hafi verið brot en dómarinn gaf okkur ekkert í þessum leik. Maður þarf að vara sig í svona stöðu.“ Willum Þór Willumsson fékk sitt seinna gula spjald og þar með rautt fyrir þessa tæklingu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Auðvelt að gefa spjald út af öskrum frá Portúgölum Hareide hrósaði íslenska liðinu í hástert eftir leikinn og hafði ekkert út á leik þess að setja í kvöld. Hann var spurður sérstaklega út í leik miðvarða Íslands og Arnór Ingva Traustason, hrósaði þeim mjög og bætti Rúnari Alex Rúnarssyni við. Aðspurður frekar út í rauða spjaldið á Willum sagðist Hareide ekki telja að Willum verðskuldaði seinna gula spjaldið sem hann fékk, fyrir brot á Goncalo Inácio úti við hliðarlínu: „Hann reyndi við boltann, fór í boltann og Portúgalinn oflék þetta. Hann var ekki svona meiddur. Boltinn var á milli og þegar svo er… þetta leit hættulegar út en þetta var. En dómarinn átti auðvelt með að gefa gult spjald því Portúgalarnir öskruðu á það af bekknum. Þeir setja alltaf pressu á dómarana. Hann [Willum] hefði getað haldið ró sinni betur en ég kenni honum engan veginn um. Hann var að reyna að vinna boltann.“
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Valgeir: Gæti hafa verið rangstaða „Ég held að svekkelsið gæti ekki verið meira, að fá þetta svona í andlitið á 90. mínútu eftir alla þessa vinnu á móti þessu liði. Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir tapið gegn Portúgal í kvöld. 20. júní 2023 21:47 Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld. 20. júní 2023 21:08 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Valgeir: Gæti hafa verið rangstaða „Ég held að svekkelsið gæti ekki verið meira, að fá þetta svona í andlitið á 90. mínútu eftir alla þessa vinnu á móti þessu liði. Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir tapið gegn Portúgal í kvöld. 20. júní 2023 21:47
Twitter eftir grátlegt tap gegn Portúgal: „Súrasta helvíti eftir geggjaða frammistöðu“ Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma. 20. júní 2023 21:21
Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld. 20. júní 2023 21:08
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti