Krakkar biðu í ofvæni við hótel Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2023 16:08 Aðdáendur Ronaldo bíða fyrir utan hótel hans Grand Hótel fyrir leik Íslands og Portúgals í undakeppni EM VÍSIR/VILHELM Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis smellti meðfylgjandi myndum af hópnum sem nú bíður spenntur við hótelið, þegar innan við þrjár klukkustundir eru þar til að flautað verður til leiks Íslands og Portúgals á Laugardalsvelli. Þrátt fyrir að leiðin frá Grand Hótel á Laugardalsvöll sé örstutt, eða um 700 metrar, þá mun portúgalska liðið ferðast á milli staða í rútu, í lögreglufylgd, inn fyrir girðinguna á Laugardalsvelli. Það er því ekki nema að Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Diogo Jota og félagar í portúgalska liðinu kjósi það sérstaklega, sem að aðdáendurnir fá að komast í tæri við þá. Cristiano Ronaldo virtist trekkja sérstaklega að, á Grand Hótel í dag.VÍSIR/VILHELM Uppselt varð á leikinn um leið og miðasala hófst, fyrr í þessum mánuði, og hefur síminn hjá KSÍ vart stoppað vegna fólks í leit að miðum sem einfaldlega eru ekki í boði. Stuðningsmenn Íslands eru hvattir til að mæta snemma á leikinn til að forðast biðraðir. Stuðningsmannasvæðið við Laugardalsvöll opnaði klukkan 15 og leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Öryggisverðir gættu þess að aðdáendurnir kæmust ekki inn á hótelið.VÍSIR/VILHELM Stór hópur vonast til þess að fá að hitta Cristiano Ronaldo og félaga í dag og mun færri komast að á leikinn í kvöld en vilja.vísir/vilhelm Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli og verður ítarlega fjallað um hann á Vísi í dag og í kvöld. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis smellti meðfylgjandi myndum af hópnum sem nú bíður spenntur við hótelið, þegar innan við þrjár klukkustundir eru þar til að flautað verður til leiks Íslands og Portúgals á Laugardalsvelli. Þrátt fyrir að leiðin frá Grand Hótel á Laugardalsvöll sé örstutt, eða um 700 metrar, þá mun portúgalska liðið ferðast á milli staða í rútu, í lögreglufylgd, inn fyrir girðinguna á Laugardalsvelli. Það er því ekki nema að Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Diogo Jota og félagar í portúgalska liðinu kjósi það sérstaklega, sem að aðdáendurnir fá að komast í tæri við þá. Cristiano Ronaldo virtist trekkja sérstaklega að, á Grand Hótel í dag.VÍSIR/VILHELM Uppselt varð á leikinn um leið og miðasala hófst, fyrr í þessum mánuði, og hefur síminn hjá KSÍ vart stoppað vegna fólks í leit að miðum sem einfaldlega eru ekki í boði. Stuðningsmenn Íslands eru hvattir til að mæta snemma á leikinn til að forðast biðraðir. Stuðningsmannasvæðið við Laugardalsvöll opnaði klukkan 15 og leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Öryggisverðir gættu þess að aðdáendurnir kæmust ekki inn á hótelið.VÍSIR/VILHELM Stór hópur vonast til þess að fá að hitta Cristiano Ronaldo og félaga í dag og mun færri komast að á leikinn í kvöld en vilja.vísir/vilhelm Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli og verður ítarlega fjallað um hann á Vísi í dag og í kvöld.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira