Öðlaðist von um að geta sigrað stríðið gegn ofsakvíðanum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. júní 2023 17:00 Tónlistarkonan Katrín Myrra var að senda frá sér plötuna Skuggar, þar sem hún segir frá ofsakvíða sem hún glímir við. Lag af plötunni, Ljósið, var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Kristján Ingólfsson „Lífinu sem ég hafði þekkt var kippt undan mér og ég þurfti að læra upp á nýtt að lifa með miklum kvíða og vanlíðan, sem var ákveðið áfall fyrir mig,“ segir tónlistarkonan Katrín Myrra. Hún sendi nýverið frá sér smáskífuna Skuggar og er þar að finna lagið Ljósið, sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Blaðamaður ræddi við Katrínu um tengslin á milli tónlistarinnar hennar og tilverunnar. „Amma mín, Gríma Thoroddsen, talar um veikindi sín og drauma í upphafsstefi plötunnar, Árfarvegir Lífsins. Mér þykir ótrúlega vænt um það, mér leið eins og hún hafi verið með mér í anda í gegnum þetta ferli og ég veit að hún er ein af mínum verndarenglum,“ segir Katrín en auk upphafsstefsins býr platan yfir þremur lögum. Katrín Myrra ásamt ömmu sinni, Grímu Thoroddsen. Aðsend Hér má heyra lagið Ljósið: Klippa: Katrín Myrra - Ljósið Allt breyttist í kjölfar ofsakvíðakasts Fyrir rúmlega einu og hálfu ári fékk Katrín Myrra sitt fyrsta ofsakvíðakast og greindist í kjölfarið með felmtursröskun (e. panic disorder). „Lífinu sem ég hafði þekkt var kippt undan mér og ég þurfti að læra upp á nýtt að lifa með miklum kvíða og vanlíðan, sem var ákveðið áfall fyrir mig. Ég var stelpan sem hafði aldrei upplifað erfiðleika í sambandi við geðheilsu og fannst alltaf gott að vera ein með hugsununum mínum og hélt að þetta gæti aldrei komið fyrir mig.“ Plötuumslagið fyrir smáskífuna Skuggar.Kristján Ingólfsson Vonin besta vopnið Hún segist hafa átt erfitt við að leita sér aðstoðar í byrjun. „Vonleysið og skömmin sem ég upplifði við það að þurfa hjálp hvatti mig til þess að opna mig og semja tónlist um veikindin mín. Ég gat þó ekki hugsað mér að gera það fyrr en ég var komin með ágæta stjórn á kvíðanum, af því ég átti svo auðvelt með að triggerast. Lagið Ljósið er tengt tímapunkti þar sem ég ákvað að treysta sjálfri mér og öðlaðist von um að ég gæti sigrað stríðið gegn ofsakvíða. Ég hélt fast í þessa von sem hefur leitt mig á betri stað í dag og ég trúi því að vonin sé besta vopnið, því það var það eina sem ég hafði á mínum erfiðustu tímum.“ Katrín Myrra segir vonina sterkasta vopnið.Kristján Ingólfsson Vill deila sögu sinni í von um að hjálpa öðrum Katrín Myrra mun senda frá sér tónlistarmyndband við lagið á næstu vikum. „Ég og kærastinn minn Kristján Ingólfsson erum búin að vera vinna að því saman og er ég ekkert smá spennt fyrir því.“ Hún segir einstaklega mikilvægt að opna stöðugt á umræðuna um andleg veikindi. „Ég hef séð það í gegnum tíðina hvað heilbrigðiskerfið okkar hefur oft brugðist þeim sem eru andlega veikir og langaði mig að varpa ljósi á það. Það er mjög erfitt að vera andlega veikur og ég held að flestir sem hafa ekki upplifað það geti ómögulega skilið styrkinn sem þarf til þess að komast í gegnum það. Mig langaði því til að deila sögunni minni í von um að hjálpa öðrum.“ Käärijä á toppi Íslenska listans á FM Käärijä situr staðfastur á toppi Íslenska listans á FM í þessari viku með finnska Eurovision lagið Cha Cha Cha. Eurovision stjarna okkar Íslendinga, Diljá, fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið Crazy og Emmsjé Gauti stekkur upp í þriðja sætið með Þjóðhátíðarlagið í ár, Þúsund hjörtu. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Íslenska listann í heild sinni: Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjallar um eigið tilfinningalíf og krísur Tónlistarkonan Róshildur var að senda frá sér lagið Fólk í blokk (v2,3) en lagið var í dag kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957. 17. júní 2023 17:01 Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3. júní 2023 17:00 Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 27. maí 2023 17:01 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Amma mín, Gríma Thoroddsen, talar um veikindi sín og drauma í upphafsstefi plötunnar, Árfarvegir Lífsins. Mér þykir ótrúlega vænt um það, mér leið eins og hún hafi verið með mér í anda í gegnum þetta ferli og ég veit að hún er ein af mínum verndarenglum,“ segir Katrín en auk upphafsstefsins býr platan yfir þremur lögum. Katrín Myrra ásamt ömmu sinni, Grímu Thoroddsen. Aðsend Hér má heyra lagið Ljósið: Klippa: Katrín Myrra - Ljósið Allt breyttist í kjölfar ofsakvíðakasts Fyrir rúmlega einu og hálfu ári fékk Katrín Myrra sitt fyrsta ofsakvíðakast og greindist í kjölfarið með felmtursröskun (e. panic disorder). „Lífinu sem ég hafði þekkt var kippt undan mér og ég þurfti að læra upp á nýtt að lifa með miklum kvíða og vanlíðan, sem var ákveðið áfall fyrir mig. Ég var stelpan sem hafði aldrei upplifað erfiðleika í sambandi við geðheilsu og fannst alltaf gott að vera ein með hugsununum mínum og hélt að þetta gæti aldrei komið fyrir mig.“ Plötuumslagið fyrir smáskífuna Skuggar.Kristján Ingólfsson Vonin besta vopnið Hún segist hafa átt erfitt við að leita sér aðstoðar í byrjun. „Vonleysið og skömmin sem ég upplifði við það að þurfa hjálp hvatti mig til þess að opna mig og semja tónlist um veikindin mín. Ég gat þó ekki hugsað mér að gera það fyrr en ég var komin með ágæta stjórn á kvíðanum, af því ég átti svo auðvelt með að triggerast. Lagið Ljósið er tengt tímapunkti þar sem ég ákvað að treysta sjálfri mér og öðlaðist von um að ég gæti sigrað stríðið gegn ofsakvíða. Ég hélt fast í þessa von sem hefur leitt mig á betri stað í dag og ég trúi því að vonin sé besta vopnið, því það var það eina sem ég hafði á mínum erfiðustu tímum.“ Katrín Myrra segir vonina sterkasta vopnið.Kristján Ingólfsson Vill deila sögu sinni í von um að hjálpa öðrum Katrín Myrra mun senda frá sér tónlistarmyndband við lagið á næstu vikum. „Ég og kærastinn minn Kristján Ingólfsson erum búin að vera vinna að því saman og er ég ekkert smá spennt fyrir því.“ Hún segir einstaklega mikilvægt að opna stöðugt á umræðuna um andleg veikindi. „Ég hef séð það í gegnum tíðina hvað heilbrigðiskerfið okkar hefur oft brugðist þeim sem eru andlega veikir og langaði mig að varpa ljósi á það. Það er mjög erfitt að vera andlega veikur og ég held að flestir sem hafa ekki upplifað það geti ómögulega skilið styrkinn sem þarf til þess að komast í gegnum það. Mig langaði því til að deila sögunni minni í von um að hjálpa öðrum.“ Käärijä á toppi Íslenska listans á FM Käärijä situr staðfastur á toppi Íslenska listans á FM í þessari viku með finnska Eurovision lagið Cha Cha Cha. Eurovision stjarna okkar Íslendinga, Diljá, fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið Crazy og Emmsjé Gauti stekkur upp í þriðja sætið með Þjóðhátíðarlagið í ár, Þúsund hjörtu. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Íslenska listann í heild sinni: Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjallar um eigið tilfinningalíf og krísur Tónlistarkonan Róshildur var að senda frá sér lagið Fólk í blokk (v2,3) en lagið var í dag kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957. 17. júní 2023 17:01 Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3. júní 2023 17:00 Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 27. maí 2023 17:01 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fjallar um eigið tilfinningalíf og krísur Tónlistarkonan Róshildur var að senda frá sér lagið Fólk í blokk (v2,3) en lagið var í dag kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957. 17. júní 2023 17:01
Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3. júní 2023 17:00
Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 27. maí 2023 17:01