Hræðist ekki kaldara loftslag í Reykjavík: „Mikil spenna fyrir þessu verkefni“ Aron Guðmundsson skrifar 20. júní 2023 12:01 Hallgrímur Jónasson er þjálfari KA Hulda Margrét Það skýrist í dag hvaða liði KA mætir í fyrstu viðureign sinni í rúm tuttugu ár í Evrópukeppni í fótbolta. Liðið mun þurfa að leika Evrópuleiki sína í Reykjavík og ríkir mikil spenna hjá KA-fólki fyrir drætti dagsins. Dregið verður í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA í fótbolta klukkan 13:00 og eru tvö lið í pottinum, Víkingur Reykjavík og KA sem horfir fram á fyrstu leiki sína í Evrópukeppni í rúm tuttugu ár. „Stemningin er gríðarlega góð fyrir þessu, við erum í fyrsta skipti í Evrópukeppni í einhver tuttugu ár og það ríkir mikil spenna fyrir þessu verkefni,“ segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í samtali við Vísi. „Við bíðum eftir því að sjá hvaða lið kemur upp úr hattinum og fram undan er spennandi mánuður fyrir okkur á öllum vígstöðvum. Við verðum að spila í Bestu deildinni, undanúrslitum bikarsins og svo kemur Evrópukeppnin þarna inn í. Það er því gríðarlega spennandi og mikilvægur mánuður fram undan.“ Frá leik KA í Bestu deildinni í sumarVísir/Hulda Margrét En hver eru markmið KA í Evrópu? „Evrópukeppnin er nú bara þannig að gæðin á þeim liðum sem við getum mætt eru mjög misjöfn. Við hugsum þetta bara eina umferð í einu, við ætlum okkur bara alltaf fara áfram og teljum, miðað við þessi fimm lið sem við getum mætt í þessari fyrstu umferð, að það sé ekkert lið sem við getum ekki unnið. Án þess að ég þekki öll þessi lið inn og út myndi ég segja að það séu tvö lið þarna sem gætu verið svipað sterk og okkar lið á pappírnum. Við ættum svo að vera sterkari en restin af liðunum.“ Liðin sem KA getur dregist á móti á eftir eru eftirfarandi: Linfield FC (N-Írland), Dundalk FC (Írland), Connah´s Quay Nomads FC (Wales), FC Progrés Niederkorn (Luxemborg) og Inter Club d´Escaldes (Andorra). „Ég held það sé fínn möguleiki í þessu fyrir okkur að komast áfram í næstu umferð og þá erum við komnir á allt annað stig, þá vitum við ekkert hvort við mætum liði sem er mörgum sinnum stærra en við eða svipað. Stefnan er hins vegar sú að fara í Evrópuævintýri með KA.“ Kaldara loftslag í Reykjavík trufli ekki Heimavöllur KA er því miður ekki löglegur í komandi Evrópukeppni en fram undan er mikil uppbygging á knattspyrnuaðstöðunni hjá félaginu á Akureyri sem mun sjá til þess að félagið geti spilað mögulega leiki sína í Evrópu í heimahögunum á allra næstu árum. KA mun þess í stað spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum. Það hefur vart farið fram hjá landanum að mikil veðurblíða hefur verið ráðandi á Akureyri í sumar, slíkt hið sama er ekki að segja um veðurtíðina í Reykjavík. Hvernig verður það fyrir ykkur Norðanmenn að koma suður og spila í allt öðru loftslagi? „Við erum nú vanir því að koma suður og spila útileiki. Leikirnir fyrir Evrópuleikina eru akkúrat útileikir gegn KR og ÍBV. Svo eigum við Keflavík úti þannig við verðum búnir að venjast þessu,“ segir Hallgrímur og hlær. „Sumarið kemur nú yfirleitt þarna júní júlí.“ Akureyringar á faraldsdæti En á alvarlegri nótum segir Hallgrímur það auðvitað svekkjandi að geta ekki leikið Evrópuleikina á Akureyri. „Það er alveg hundleiðinlegt að við getum ekki gefið fólkinu okkar Evrópukeppni fyrir norðan þegar að svona langt hefur liðið frá síðustu Evrópuleikjum liðsins. Nýji leikvangurinn verður þó tilbúinn hjá okkur á næstu árum. Á hinn bóginn erum við gríðarlega ánægðir með að hafa fengið inn á Framvellinum. Það er flottur leikvangur og erum við þakklátir fyrir að það hafi gengið upp. Þetta er hörkuspennandi vegferð og svo þurfum við bara að vera duglegir við að trekkja að fólk á völlinn.“ Hann hefur engar áhyggjur af því að KA-fólk láti ekki sjá sig. „Ég skynja stemninguna þannig að fólk muni leggja það á sig að koma suður og styðja við bakið á okkur. Svo er náttúrulega alveg fullt af Akureyringum sem búa í bænum og þeir munu flykkjast á völlinn miðað við það sem ég hef heyrt.“ Hægt er að fylgjast með drættinum í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA hér. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Dregið verður í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA í fótbolta klukkan 13:00 og eru tvö lið í pottinum, Víkingur Reykjavík og KA sem horfir fram á fyrstu leiki sína í Evrópukeppni í rúm tuttugu ár. „Stemningin er gríðarlega góð fyrir þessu, við erum í fyrsta skipti í Evrópukeppni í einhver tuttugu ár og það ríkir mikil spenna fyrir þessu verkefni,“ segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í samtali við Vísi. „Við bíðum eftir því að sjá hvaða lið kemur upp úr hattinum og fram undan er spennandi mánuður fyrir okkur á öllum vígstöðvum. Við verðum að spila í Bestu deildinni, undanúrslitum bikarsins og svo kemur Evrópukeppnin þarna inn í. Það er því gríðarlega spennandi og mikilvægur mánuður fram undan.“ Frá leik KA í Bestu deildinni í sumarVísir/Hulda Margrét En hver eru markmið KA í Evrópu? „Evrópukeppnin er nú bara þannig að gæðin á þeim liðum sem við getum mætt eru mjög misjöfn. Við hugsum þetta bara eina umferð í einu, við ætlum okkur bara alltaf fara áfram og teljum, miðað við þessi fimm lið sem við getum mætt í þessari fyrstu umferð, að það sé ekkert lið sem við getum ekki unnið. Án þess að ég þekki öll þessi lið inn og út myndi ég segja að það séu tvö lið þarna sem gætu verið svipað sterk og okkar lið á pappírnum. Við ættum svo að vera sterkari en restin af liðunum.“ Liðin sem KA getur dregist á móti á eftir eru eftirfarandi: Linfield FC (N-Írland), Dundalk FC (Írland), Connah´s Quay Nomads FC (Wales), FC Progrés Niederkorn (Luxemborg) og Inter Club d´Escaldes (Andorra). „Ég held það sé fínn möguleiki í þessu fyrir okkur að komast áfram í næstu umferð og þá erum við komnir á allt annað stig, þá vitum við ekkert hvort við mætum liði sem er mörgum sinnum stærra en við eða svipað. Stefnan er hins vegar sú að fara í Evrópuævintýri með KA.“ Kaldara loftslag í Reykjavík trufli ekki Heimavöllur KA er því miður ekki löglegur í komandi Evrópukeppni en fram undan er mikil uppbygging á knattspyrnuaðstöðunni hjá félaginu á Akureyri sem mun sjá til þess að félagið geti spilað mögulega leiki sína í Evrópu í heimahögunum á allra næstu árum. KA mun þess í stað spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum. Það hefur vart farið fram hjá landanum að mikil veðurblíða hefur verið ráðandi á Akureyri í sumar, slíkt hið sama er ekki að segja um veðurtíðina í Reykjavík. Hvernig verður það fyrir ykkur Norðanmenn að koma suður og spila í allt öðru loftslagi? „Við erum nú vanir því að koma suður og spila útileiki. Leikirnir fyrir Evrópuleikina eru akkúrat útileikir gegn KR og ÍBV. Svo eigum við Keflavík úti þannig við verðum búnir að venjast þessu,“ segir Hallgrímur og hlær. „Sumarið kemur nú yfirleitt þarna júní júlí.“ Akureyringar á faraldsdæti En á alvarlegri nótum segir Hallgrímur það auðvitað svekkjandi að geta ekki leikið Evrópuleikina á Akureyri. „Það er alveg hundleiðinlegt að við getum ekki gefið fólkinu okkar Evrópukeppni fyrir norðan þegar að svona langt hefur liðið frá síðustu Evrópuleikjum liðsins. Nýji leikvangurinn verður þó tilbúinn hjá okkur á næstu árum. Á hinn bóginn erum við gríðarlega ánægðir með að hafa fengið inn á Framvellinum. Það er flottur leikvangur og erum við þakklátir fyrir að það hafi gengið upp. Þetta er hörkuspennandi vegferð og svo þurfum við bara að vera duglegir við að trekkja að fólk á völlinn.“ Hann hefur engar áhyggjur af því að KA-fólk láti ekki sjá sig. „Ég skynja stemninguna þannig að fólk muni leggja það á sig að koma suður og styðja við bakið á okkur. Svo er náttúrulega alveg fullt af Akureyringum sem búa í bænum og þeir munu flykkjast á völlinn miðað við það sem ég hef heyrt.“ Hægt er að fylgjast með drættinum í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA hér.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira