Einkaklefinn, leiðindin við Aron og tímamótin á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2023 08:00 Ronaldo og félagar tóku létta æfingu á Laugardalsvelli í gær. Visir/Vilhelm Frægasti íþróttamaður heims, Cristiano Ronaldo, lenti á Íslandi í gær og heimsækir nú landið í að minnsta kosti þriðja sinn. Fyrir sjö árum skapaði þessi 38 ára Portúgali sér miklar óvinsældir hjá íslensku þjóðinni en óvíst er hvernig honum verður tekið á Laugardalsvelli í kvöld, í sannkölluðum tímamótaleik. Ronaldo er fyrirliði portúgalska landsliðsins og ef Roberto Martínez heldur sig við sitt sterkasta lið mun Ronaldo spila sinn 200. landsleik í kvöld, gegn Íslandi í undankeppni EM. Liðin tvö eru að berjast um að komast í lokakeppni EM í Þýskalandi næsta sumar, en þau mættust einmitt síðast á EM, í fyrsta leik Íslands á stórmóti í St. Etienne í Frakklandi sumarið 2016. Á EM 2016 urðu harkaleg ummæli Ronaldos í garð Íslands að heimsfrétt, en hann sakaði Íslendinga um frekar dapurlegt hugarfar í ljósi þess að þeir fögnuðu ógurlega 1-1 jafntefli. Flestum virtist þykja Ronaldo skilningslaus, að sjá ekki hve stórt afrek það væri fyrir 300.000 manna þjóð að ná jafntefli gegn einu albesta liði heims, liði sem varð einmitt Evrópumeistari. Leiðindin gagnvart Íslandi verða ekki nýtt í dag Og ekki vakti síður athygli að Ronaldo skyldi hafna beiðni Arons Einars Gunnarssonar um treyjuskipti eftir leikinn. „Ég ætlaði bara að fá treyjuna hjá að mínu mati besta leikmanni í heimi, sem aðdáandi Manchester United. Ég ætlaði bara að ná henni, fyrstur. En það bara endaði þannig að ég fékk enga treyju,“ sagði Aron eftir EM á sínum tíma. Hann fékk reyndar Ronaldo-treyju en þá treyju höfðu félagar hans í íslenska landsliðinu útvegað til að grínast í fyrirliðanum sínum, sem hafði ekki undan að svara spurningum um málið á sínum tíma. Sjálfsagt myndu flestir, ef ekki allir, Íslendingar fagna stigi gegn Portúgal í kvöld, sama hvað Ronaldo finnst um það, en Aron segir að „small mentality“-ummæli hans um Ísland hafi þó ekki verið notuð til að gíra menn sérstaklega upp að þessu sinni. „Við nýttum okkur það aðeins á Evrópumótinu sjálfu, en ekki núna. Á þeim tíma var maður smá sjokkeraður yfir þessu, því það var svo stórt fyrir okkur að ná jafntefli á móti svona stóru liði. En við erum ekkert að líta til baka á það núna. Þetta er allt annað dæmi núna og við þurfum að gera allt hundrað prósent til að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Aron á blaðamannafundi í gær. Síðast þegar Ronaldo spilaði hér á landi var það einnig í undankeppni EM, haustið 2010, og þá skoraði hann í 3-1 sigri. Tveir leikmenn úr byrjunarliði Íslands þá eru enn að spila í dag, í Bestu deildinni, þeir Birkir Már Sævarsson og Theodór Elmar Bjarnason. Hvorki einkaklefi þá né nú Orðrómur var um að Ronaldo hefði viljað sérstakan einkabúningsklefa á Laugardalsvelli á þeim tíma, en ekki fengið, samkvæmt grein í The Guardian fyrir EM-ævintýrið 2016. Viðmælendur Vísis kannast þó reyndar ekki við slíka beiðni, og Ronaldo varð að minnsta kosti að sætta sig við löngu úrelta búningsklefa á Laugardalsvelli rétt eins og núna, þrettán árum síðar. Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar af hálfu KSÍ vegna komu Ronaldo frekar en annarra heimsfrægra leikmanna sem hingað koma. Ronaldo kom einnig hingað til lands í mars 2018, í frí með kærustu sinni, Georginu Rodriguez. Þau skelltu sér til að mynda á vélsleða og virtust njóta sín vel í snjónum á Íslandi. Ronaldo kom svo aftur með portúgalska liðinu til landsins síðdegis í gær og tók þátt í æfingu á Laugardalsvelli, eftir að hafa slegið á létta strengi og verið allur hinn almennilegasti á blaðamannafundi í kjallara leikvangsins. Það verður svo að koma í ljós í kvöld hvort að 200. landsleikurinn hans verður á Íslandi. Eitt er víst að því miður fyrir íslenska landsliðið er hann aðeins einn af mörgum knattspyrnusnillingum sem okkar menn þurfa að stöðva í kvöld, í von um að auka möguleikana á að komast á stórmót í þriðja sinn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Ronaldo er fyrirliði portúgalska landsliðsins og ef Roberto Martínez heldur sig við sitt sterkasta lið mun Ronaldo spila sinn 200. landsleik í kvöld, gegn Íslandi í undankeppni EM. Liðin tvö eru að berjast um að komast í lokakeppni EM í Þýskalandi næsta sumar, en þau mættust einmitt síðast á EM, í fyrsta leik Íslands á stórmóti í St. Etienne í Frakklandi sumarið 2016. Á EM 2016 urðu harkaleg ummæli Ronaldos í garð Íslands að heimsfrétt, en hann sakaði Íslendinga um frekar dapurlegt hugarfar í ljósi þess að þeir fögnuðu ógurlega 1-1 jafntefli. Flestum virtist þykja Ronaldo skilningslaus, að sjá ekki hve stórt afrek það væri fyrir 300.000 manna þjóð að ná jafntefli gegn einu albesta liði heims, liði sem varð einmitt Evrópumeistari. Leiðindin gagnvart Íslandi verða ekki nýtt í dag Og ekki vakti síður athygli að Ronaldo skyldi hafna beiðni Arons Einars Gunnarssonar um treyjuskipti eftir leikinn. „Ég ætlaði bara að fá treyjuna hjá að mínu mati besta leikmanni í heimi, sem aðdáandi Manchester United. Ég ætlaði bara að ná henni, fyrstur. En það bara endaði þannig að ég fékk enga treyju,“ sagði Aron eftir EM á sínum tíma. Hann fékk reyndar Ronaldo-treyju en þá treyju höfðu félagar hans í íslenska landsliðinu útvegað til að grínast í fyrirliðanum sínum, sem hafði ekki undan að svara spurningum um málið á sínum tíma. Sjálfsagt myndu flestir, ef ekki allir, Íslendingar fagna stigi gegn Portúgal í kvöld, sama hvað Ronaldo finnst um það, en Aron segir að „small mentality“-ummæli hans um Ísland hafi þó ekki verið notuð til að gíra menn sérstaklega upp að þessu sinni. „Við nýttum okkur það aðeins á Evrópumótinu sjálfu, en ekki núna. Á þeim tíma var maður smá sjokkeraður yfir þessu, því það var svo stórt fyrir okkur að ná jafntefli á móti svona stóru liði. En við erum ekkert að líta til baka á það núna. Þetta er allt annað dæmi núna og við þurfum að gera allt hundrað prósent til að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Aron á blaðamannafundi í gær. Síðast þegar Ronaldo spilaði hér á landi var það einnig í undankeppni EM, haustið 2010, og þá skoraði hann í 3-1 sigri. Tveir leikmenn úr byrjunarliði Íslands þá eru enn að spila í dag, í Bestu deildinni, þeir Birkir Már Sævarsson og Theodór Elmar Bjarnason. Hvorki einkaklefi þá né nú Orðrómur var um að Ronaldo hefði viljað sérstakan einkabúningsklefa á Laugardalsvelli á þeim tíma, en ekki fengið, samkvæmt grein í The Guardian fyrir EM-ævintýrið 2016. Viðmælendur Vísis kannast þó reyndar ekki við slíka beiðni, og Ronaldo varð að minnsta kosti að sætta sig við löngu úrelta búningsklefa á Laugardalsvelli rétt eins og núna, þrettán árum síðar. Engar sérstakar ráðstafanir eru gerðar af hálfu KSÍ vegna komu Ronaldo frekar en annarra heimsfrægra leikmanna sem hingað koma. Ronaldo kom einnig hingað til lands í mars 2018, í frí með kærustu sinni, Georginu Rodriguez. Þau skelltu sér til að mynda á vélsleða og virtust njóta sín vel í snjónum á Íslandi. Ronaldo kom svo aftur með portúgalska liðinu til landsins síðdegis í gær og tók þátt í æfingu á Laugardalsvelli, eftir að hafa slegið á létta strengi og verið allur hinn almennilegasti á blaðamannafundi í kjallara leikvangsins. Það verður svo að koma í ljós í kvöld hvort að 200. landsleikurinn hans verður á Íslandi. Eitt er víst að því miður fyrir íslenska landsliðið er hann aðeins einn af mörgum knattspyrnusnillingum sem okkar menn þurfa að stöðva í kvöld, í von um að auka möguleikana á að komast á stórmót í þriðja sinn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira