Gísli fer til Vals Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 13:13 Gísli Laxdal Unnarsson bætist í leikmannahóp Vals þegar leiktíðinni lýkur, og mögulega strax í næsta mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valsmenn hafa tryggt sér krafta Skagamannsins Gísla Laxdals Unnarssonar sem mun flytja sig yfir á Hlíðarenda í síðasta lagi við lok yfirstandandi keppnistímabils í haust. Samningur Gísla við ÍA rennur út í lok leiktíðar og í samtali við Fótbolta.net staðfesti Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, að Gísli hefði nú skrifað undir samning við Val. Fyrst var greint frá vistaskiptum Gísla í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni. Mögulegt er að Gísli fari til Vals í sumar, þegar félagaskiptaglugginn er opinn frá 18. júlí til 15. ágúst, en Börkur sagði það verða skoðað. Ljóst er að þá þyrftu Valsmenn að semja um kaupverð við ÍA. „Mögulega verður hann tekinn í glugganum ef þeir borga uppsett verð. Það voru mörg lið á eftir honum í haust vissi ég, eftir að Skaginn féll, en hann hefur ákveðið að fara á Hlíðarenda,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni, en þar sáu menn ekki fram á að Gísli fengi stórt hlutverk í Val: „Í fljótu bragði sé ég ekki hvernig hann á að komast að þar. Ég læt mér fróðari menn útskýra það. Hann stóð sig vel með Skaganum í hitteðfyrra, og er hörku kantmaður. Í fyrra átti hann kannski ekkert sitt besta tímabil og í sumar hefur hann ekki verið mjög áberandi í þessu Skagaliði,“ sagði Kristján. Gísli er 22 ára gamall og á að baki einn U21-landsleik. Hann lék alla 27 leiki ÍA í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, og skoraði fimm mörk, en liðið féll niður í Lengjudeildina og er þar nú í 4. sæti. Besta deild karla ÍA Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira
Samningur Gísla við ÍA rennur út í lok leiktíðar og í samtali við Fótbolta.net staðfesti Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, að Gísli hefði nú skrifað undir samning við Val. Fyrst var greint frá vistaskiptum Gísla í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni. Mögulegt er að Gísli fari til Vals í sumar, þegar félagaskiptaglugginn er opinn frá 18. júlí til 15. ágúst, en Börkur sagði það verða skoðað. Ljóst er að þá þyrftu Valsmenn að semja um kaupverð við ÍA. „Mögulega verður hann tekinn í glugganum ef þeir borga uppsett verð. Það voru mörg lið á eftir honum í haust vissi ég, eftir að Skaginn féll, en hann hefur ákveðið að fara á Hlíðarenda,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni, en þar sáu menn ekki fram á að Gísli fengi stórt hlutverk í Val: „Í fljótu bragði sé ég ekki hvernig hann á að komast að þar. Ég læt mér fróðari menn útskýra það. Hann stóð sig vel með Skaganum í hitteðfyrra, og er hörku kantmaður. Í fyrra átti hann kannski ekkert sitt besta tímabil og í sumar hefur hann ekki verið mjög áberandi í þessu Skagaliði,“ sagði Kristján. Gísli er 22 ára gamall og á að baki einn U21-landsleik. Hann lék alla 27 leiki ÍA í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, og skoraði fimm mörk, en liðið féll niður í Lengjudeildina og er þar nú í 4. sæti.
Besta deild karla ÍA Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira