Fyrrverandi leikmaður Stoke og Newcastle til Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2023 14:31 Joselu [til hægri] skoraði 7 mörk í 52 leikjum fyrir Newcastle. Hann er í dag leikmaður Real Madríd. Vísir/Getty Images José Luis Mato Sanmartín, betur þekktur sem Joselu, er genginn í raðir Real Madríd á láni frá Espanyol. Framherjinn hefur komið víða við á ferli sínum og spilaði meðal annars með Stoke City og Newcastle United á Englandi. Segja má að ferill Joselu hafi farið á flug með B-liði Real Madríd á árunum 2009 til 2012. Þá lék hann einn deildarleik, og skoraði eitt mark, fyrir aðallið Real tímabilið 2011 til 2012. ¿Debutar marcando? ¡Déjamelo a mí! 21/05/2011#JoseluIsBack | @JoseluMato9 pic.twitter.com/3YjUCZlP5x— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Síðan þá hefur hann spilað með Hoffenheim, Eintracht Frankfurt og Hoffenheim í Þýskalandi, Stoke og Newcastle í Englandi ásamt Deportivo, Alavés og Espanyol á Spáni. Síðastnefnda liðið féll úr La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, á síðustu leiktíð og því fékk Joselu leyfi til að fara á láni. Real var í leit að framherja eftir að Karim Benzema hélt á vit ævintýranna, og peninganna, í Sádi-Arabíu. Hinn 33 ára gamli Joselu er ef til vill ekki sá framherji sem fjölmiðlar giskuðu á að myndi fylla skarð Benzema en hann er mættur til Madrídar og mun eins og staðan er í dag leiða framlínu félagsins á næstu leiktíð. Rivales Compañeros #JoseluIsBack pic.twitter.com/tT6MX1Pxtj— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Joselu á að baki 4 A-landsleiki fyrir Spán og hefur skorað 3 mörk. Tveir af þessum leikjum komu nú á síðustu dögum þegar Spánn sigraði Þjóðadeild UEFA. Sama er að segja um eitt af mörkunum en Joselu skoraði sigurmarkið gegn Ítalíu í undanúrslitum. Lánssamningur Joselu gildir út næstu leiktíð og Real er ekki skuldbundið til að kaupa leikmanninn að honum loknum. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 18. júní 2023 21:28 Síðbúið mark frá varamanninum Joselu tryggði Spáni sæti í úrslitum Spánverjar eru á leið í úrslitaleik Þjóðadeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Ítalíu í kvöld. Varamaðurinn Joselu tryggði Spánverjum sigurinn með marki á 88. mínútu í aðeins sínum þriðja landsleik. 15. júní 2023 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Segja má að ferill Joselu hafi farið á flug með B-liði Real Madríd á árunum 2009 til 2012. Þá lék hann einn deildarleik, og skoraði eitt mark, fyrir aðallið Real tímabilið 2011 til 2012. ¿Debutar marcando? ¡Déjamelo a mí! 21/05/2011#JoseluIsBack | @JoseluMato9 pic.twitter.com/3YjUCZlP5x— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Síðan þá hefur hann spilað með Hoffenheim, Eintracht Frankfurt og Hoffenheim í Þýskalandi, Stoke og Newcastle í Englandi ásamt Deportivo, Alavés og Espanyol á Spáni. Síðastnefnda liðið féll úr La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, á síðustu leiktíð og því fékk Joselu leyfi til að fara á láni. Real var í leit að framherja eftir að Karim Benzema hélt á vit ævintýranna, og peninganna, í Sádi-Arabíu. Hinn 33 ára gamli Joselu er ef til vill ekki sá framherji sem fjölmiðlar giskuðu á að myndi fylla skarð Benzema en hann er mættur til Madrídar og mun eins og staðan er í dag leiða framlínu félagsins á næstu leiktíð. Rivales Compañeros #JoseluIsBack pic.twitter.com/tT6MX1Pxtj— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023 Joselu á að baki 4 A-landsleiki fyrir Spán og hefur skorað 3 mörk. Tveir af þessum leikjum komu nú á síðustu dögum þegar Spánn sigraði Þjóðadeild UEFA. Sama er að segja um eitt af mörkunum en Joselu skoraði sigurmarkið gegn Ítalíu í undanúrslitum. Lánssamningur Joselu gildir út næstu leiktíð og Real er ekki skuldbundið til að kaupa leikmanninn að honum loknum.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 18. júní 2023 21:28 Síðbúið mark frá varamanninum Joselu tryggði Spáni sæti í úrslitum Spánverjar eru á leið í úrslitaleik Þjóðadeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Ítalíu í kvöld. Varamaðurinn Joselu tryggði Spánverjum sigurinn með marki á 88. mínútu í aðeins sínum þriðja landsleik. 15. júní 2023 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Unai Simon hetja Spánverja þegar liðið vann Þjóðadeildina Spánn bar sigurorð af Króatíu þegar liðin mættust í úrslitum Þjóðadeildar UEFA í fótbolta karla á De Kuip í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þar af leiðandi réðust úrslitin í vítaspyurnukeppni. 18. júní 2023 21:28
Síðbúið mark frá varamanninum Joselu tryggði Spáni sæti í úrslitum Spánverjar eru á leið í úrslitaleik Þjóðadeildar UEFA eftir 2-1 sigur á Ítalíu í kvöld. Varamaðurinn Joselu tryggði Spánverjum sigurinn með marki á 88. mínútu í aðeins sínum þriðja landsleik. 15. júní 2023 21:00