„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 11:18 Guðrún Hafsteinsdóttir er tekin við völdum. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. Guðrún tók undir orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að landið væri komið að þolmörkum þegar kemur að móttöku innflytjenda og flóttafólks. Jón Gunnarsson hafi fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokkinum. „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins,“ sagði Guðrún þegar hún ræddi við fréttamenn á tröppum Bessastaða eftir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Lengi beðið eftir lyklaskiptunum „Ég finn fyrir mjög góðum stuðningi víðsvegar að úr samfélaginu og líka meðal minna flokksfélaga og það er gott og það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi, sérstaklega á meðal minna stuðningsmanna, og það er líka gott og jákvætt. Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég finn,“ sagði Guðrún. Fyrstu skref Guðrúnar verða lyklaskipti í dómsmálaráðuneytinu klukkan 13. „Síðan mun ég setjast niður með ráðuneytisstjóra og starfsmönnum ráðuneytisins í beinu framhaldi og fara yfir málin og hvað er þar efst á baugi og brýnast.“ Guðrún sagði útlendingamálin brýnust og nefndi einnig lögreglulög og áfengislög. Samfélagið þróist og lögin þurfi að gera það með. Til dæmis sé engin löggjöf um netsölu með áfengi, sem sé þó þegar hafin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Guðrún tók undir orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að landið væri komið að þolmörkum þegar kemur að móttöku innflytjenda og flóttafólks. Jón Gunnarsson hafi fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokkinum. „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins,“ sagði Guðrún þegar hún ræddi við fréttamenn á tröppum Bessastaða eftir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Lengi beðið eftir lyklaskiptunum „Ég finn fyrir mjög góðum stuðningi víðsvegar að úr samfélaginu og líka meðal minna flokksfélaga og það er gott og það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi, sérstaklega á meðal minna stuðningsmanna, og það er líka gott og jákvætt. Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég finn,“ sagði Guðrún. Fyrstu skref Guðrúnar verða lyklaskipti í dómsmálaráðuneytinu klukkan 13. „Síðan mun ég setjast niður með ráðuneytisstjóra og starfsmönnum ráðuneytisins í beinu framhaldi og fara yfir málin og hvað er þar efst á baugi og brýnast.“ Guðrún sagði útlendingamálin brýnust og nefndi einnig lögreglulög og áfengislög. Samfélagið þróist og lögin þurfi að gera það með. Til dæmis sé engin löggjöf um netsölu með áfengi, sem sé þó þegar hafin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19