Það er ekkert gefið í þessum heimi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 19. júní 2023 08:30 Bríet Bjarnhéðinsdóttir lék gríðarlega stórt hlutverk í því að koma á þessum mikilvægu réttarbótum fyrir konur og efla þannig lýðræðissamfélagið fyrir okkur öll. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928, en markmið þess var að vinna að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi og embættisgengi, og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn. Höldum baráttunni áfram Margt hefur breyst og áunnist á þeim 108 árum sem liðin eru. Við getum jafnvel sagt að lagalegt jafnrétti karla og kvenna, sem Bríet barðist fyrir, sé að mörgu leyti komið. En þó er ljóst að staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn. Við eigum einnig enn eftir að fá allt samfélagið með okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni. Lagaleg réttindi fara ekki alltaf saman við samfélagsstöðu þeirra hópa sem um ræðir. Þau eru mikilvægt skref, en alls ekki eina skrefið. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Þetta sjáum við vestanhafs og austan, þegar horft er til réttinda kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það má með sanni segja að starfi Bríetar verði í raun aldrei lokið og það sé hlutskipti nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins, þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru forstjórar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar. Að berjast fyrir réttindum kvenna þýðir marglaga og fjölþætt barátta, sem þarf að há á mörgum vígstöðum og kallar á samstöðu ólíkra hópa. Í dag sækjum við okkur innblástur og kraft frá Bríet og hennar sögu og nýtum okkur hana sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara borgarsamfélag fyrir okkur öll. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Jafnréttismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Bríet Bjarnhéðinsdóttir lék gríðarlega stórt hlutverk í því að koma á þessum mikilvægu réttarbótum fyrir konur og efla þannig lýðræðissamfélagið fyrir okkur öll. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928, en markmið þess var að vinna að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi og embættisgengi, og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn. Höldum baráttunni áfram Margt hefur breyst og áunnist á þeim 108 árum sem liðin eru. Við getum jafnvel sagt að lagalegt jafnrétti karla og kvenna, sem Bríet barðist fyrir, sé að mörgu leyti komið. En þó er ljóst að staða kynjanna í samfélaginu er enn ójöfn og raunverulegt jafnrétti er ekki í höfn. Við eigum einnig enn eftir að fá allt samfélagið með okkur í lið þegar kemur að fjölbreytileika kynjanna og að víkja frá kynjatvíhyggjunni. Lagaleg réttindi fara ekki alltaf saman við samfélagsstöðu þeirra hópa sem um ræðir. Þau eru mikilvægt skref, en alls ekki eina skrefið. Og allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Þetta sjáum við vestanhafs og austan, þegar horft er til réttinda kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Það má með sanni segja að starfi Bríetar verði í raun aldrei lokið og það sé hlutskipti nýrrar kynslóðar að taka við kyndlinum. Konur tilheyra öllum hópum samfélagsins, þær eru fatlaðar, þær eru trans, þær eru íþróttahetjur, þær eru innflytjendur, þær eru forstjórar, þær eru pankynhneigðar, þær eru fátækar, þær eru gamlar og þær eru ungar. Að berjast fyrir réttindum kvenna þýðir marglaga og fjölþætt barátta, sem þarf að há á mörgum vígstöðum og kallar á samstöðu ólíkra hópa. Í dag sækjum við okkur innblástur og kraft frá Bríet og hennar sögu og nýtum okkur hana sem veganesti í áframhaldandi jafnréttisbaráttu. Höldum áfram að berjast og byggja réttlátara borgarsamfélag fyrir okkur öll. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun