Í lok maí bárust þær fréttir að kaupin væru frágengin, kaupverðið 26 milljónir punda og Neves klár í bátana. Síðan þá eru liðnar um þrjár vikur og Wolves eru orðnir langeygir að klára málið og fá krónur í kassann. Nú virðist vera komin ný vending í málið, risatilboð frá Sádí-Arabíu.
Al Hilal have submitted huge bid to sign Rubén Neves. Negotiations underway as Wolves prefer to sell immediately after long wait for Barcelona
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 18, 2023
Talks are advanced also with Neves as @MatteMoretto reported he agreed personal terms with Barça in May but no green light yet. pic.twitter.com/cW1lGja1Qz
Upphæð tilboðsins fylgir ekki sögunni en Neves virðist vera nokkuð eftirsóttur. Hefur hann meðal annars verið orðaður við Manchester United og Liverpool. Hann hefur leikið með Úlfunum síðan 2017, alls 253 leiki í öllum keppnum og skorað 30 mörk.