107 kýr í nýju og glæsilegu fjósi í Þrándarholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júní 2023 21:06 Bræðurnir og kúabændurnir í Þrándarholti, Arnór Hans (t.v.) og Ingvar. Þeir eru báðir smiðir og unnu því mjög mikið við að koma fjósinu upp. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt og glæsilegt fjós hefur verið tekið í notkun á bænum Þrándarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi fyrir 107 kýr. Tveir mjólkurróbótar eru í fjósinu. Bændurnir í Þrándarholti voru með opið fjós í nýja fjósinu á föstudaginn þar sem fjöldi fólks mætti til að sýna sig og sjá aðra. Það var samdóma álit allra að fjósið væri allt hið glæsilegasta og einstaklega vel hannað. Bræðurnir í Þrándarholti, ásamt konum sínum, þeim Sigríði Björk Marinósdóttur og Magneu Gunnarsdóttur, eiga heiðurinn af nýja fjósinu, sem kostaði um 250 milljónir króna. „Húsið er límtréshús frá Flúðum og steinullareiningar frá Flúðum líka. Það eru 107 básar og tveir róbótar, bara hefðbundið nýtísku fjós myndi ég segja,“ segir Ingvar Þrándarson, kúabóndi. Eruð þið ekki bara ánægðir með útkomuna? „Jú, mjög, þetta er liggur við betra en maður þorði að vona enda nóg pláss fyrir kýrnar og allt til alls í fjósinu,“ segir Arnór Hans Þrándarson, kúabóndi i Þrándarholti. Kýrnar eru mjög sáttar í nýja fjósinu enda er það glæsilegt í alla staði og vel hannað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótarnir eru af fullkomnustu gerð og þá fer mjög vel um kálfana í stíunum sínum. Drekkið þið mikla mjólk sjálfir? „Já, já, enda sérðu hvernig við lítum út, það er ekki hægt öðruvísi, spengilegir og fallegir,“ segir Arnór Hans hlægjandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna lét sig ekki vanta í opna fjósið. „Þetta algjörlega frábær aðstaða og auðsjáanlegt að skepnunum líður vel hérna. Þetta er alveg til fyrirmyndar, alveg frábært og öll aðstaða hér í kring alveg til fyrirmyndar líka,“ segir Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem er yfir sig hrifin af nýja fjósinu í Þrándarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi fólks mætti í opna fjósið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Bændurnir í Þrándarholti voru með opið fjós í nýja fjósinu á föstudaginn þar sem fjöldi fólks mætti til að sýna sig og sjá aðra. Það var samdóma álit allra að fjósið væri allt hið glæsilegasta og einstaklega vel hannað. Bræðurnir í Þrándarholti, ásamt konum sínum, þeim Sigríði Björk Marinósdóttur og Magneu Gunnarsdóttur, eiga heiðurinn af nýja fjósinu, sem kostaði um 250 milljónir króna. „Húsið er límtréshús frá Flúðum og steinullareiningar frá Flúðum líka. Það eru 107 básar og tveir róbótar, bara hefðbundið nýtísku fjós myndi ég segja,“ segir Ingvar Þrándarson, kúabóndi. Eruð þið ekki bara ánægðir með útkomuna? „Jú, mjög, þetta er liggur við betra en maður þorði að vona enda nóg pláss fyrir kýrnar og allt til alls í fjósinu,“ segir Arnór Hans Þrándarson, kúabóndi i Þrándarholti. Kýrnar eru mjög sáttar í nýja fjósinu enda er það glæsilegt í alla staði og vel hannað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótarnir eru af fullkomnustu gerð og þá fer mjög vel um kálfana í stíunum sínum. Drekkið þið mikla mjólk sjálfir? „Já, já, enda sérðu hvernig við lítum út, það er ekki hægt öðruvísi, spengilegir og fallegir,“ segir Arnór Hans hlægjandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna lét sig ekki vanta í opna fjósið. „Þetta algjörlega frábær aðstaða og auðsjáanlegt að skepnunum líður vel hérna. Þetta er alveg til fyrirmyndar, alveg frábært og öll aðstaða hér í kring alveg til fyrirmyndar líka,“ segir Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem er yfir sig hrifin af nýja fjósinu í Þrándarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi fólks mætti í opna fjósið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira