33 milljónir flaskna af íslensku vatni til Bandaríkjanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júní 2023 13:30 Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, sem segir að íslenska vatnið verði okkar olía Íslendinga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sala á íslensku vatni úr landi hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og um þessar mundir enda hafa vélarnar hjá Ölgerðinni ekki undan að tappa vatninu í flöskur þrátt fyrir að vera að störfum allan sólarhringinn. Á síðasta ári seldi fyrirtækið 33 milljónir flaskna í tvö þúsund og fimm hundruð gámum, sem fóru aðallega til Bandaríkjanna. Útflutningur á íslensku vatni er vaxandi hluti í starfsemi Ölgerðarinnar enda hafa vélarnar varla undan við að koma vatninu í flöskur. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar er að sjálfsögðu kampakátur hvað vatnsútflutningurinn gengur vel. „Þetta er nú loksins orðið arðbært en við erum búin að vera í þessu í rúm tuttugu ár og það má segja að það sé að rætast núna spá, sem er áratuga gömul að vatnið verða okkar olía Íslendinga.Ég held að það séu miklir möguleikar með íslenska vatnið og þetta sé bara rétt byrjunin,“ segir Andri. Andri segir að unnið sé allan sólarhringinn í kringum vatnið og að afkastageta fyrirtækisins sé að verða uppurinn vegna vinsælda íslenska vatnsins. „Við erum með án efa eitt hreinasta vatn í heimi og það sem er líka kannski ólíkt venjulegu vatni ef við getum orðað það þannig, að við erum með tiltölulega hátt PH gildi, 8,88 í okkar vatni, sem er þá næstum basískt og það þykir mjög eftirsóknarvert,“ segir Andri. Sala á íslensku vatni erlendis, aðallega til Bandaríkjanna hefur aldrei verið eins mikil og á síðasta ári hjá Ölgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar fær Ölgerðin allt þetta vatn? „Það kemur úr okkar eigin borholu í Gvendarbrunni, sem er merkt V11 og er leidd hérna í lögn alla leið þaðan og inn í verksmiðjuna hjá okkur og það er engin annar, sem notar þetta vatn nema Iceland Spring vatnið okkar,“ segir Andri Þór. Vélarnar hjá Ölgerðinni eru í gangi allan sólarhringinn og þær hafa varla undan þegar íslenska vatnið er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Útflutningur á íslensku vatni er vaxandi hluti í starfsemi Ölgerðarinnar enda hafa vélarnar varla undan við að koma vatninu í flöskur. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar er að sjálfsögðu kampakátur hvað vatnsútflutningurinn gengur vel. „Þetta er nú loksins orðið arðbært en við erum búin að vera í þessu í rúm tuttugu ár og það má segja að það sé að rætast núna spá, sem er áratuga gömul að vatnið verða okkar olía Íslendinga.Ég held að það séu miklir möguleikar með íslenska vatnið og þetta sé bara rétt byrjunin,“ segir Andri. Andri segir að unnið sé allan sólarhringinn í kringum vatnið og að afkastageta fyrirtækisins sé að verða uppurinn vegna vinsælda íslenska vatnsins. „Við erum með án efa eitt hreinasta vatn í heimi og það sem er líka kannski ólíkt venjulegu vatni ef við getum orðað það þannig, að við erum með tiltölulega hátt PH gildi, 8,88 í okkar vatni, sem er þá næstum basískt og það þykir mjög eftirsóknarvert,“ segir Andri. Sala á íslensku vatni erlendis, aðallega til Bandaríkjanna hefur aldrei verið eins mikil og á síðasta ári hjá Ölgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar fær Ölgerðin allt þetta vatn? „Það kemur úr okkar eigin borholu í Gvendarbrunni, sem er merkt V11 og er leidd hérna í lögn alla leið þaðan og inn í verksmiðjuna hjá okkur og það er engin annar, sem notar þetta vatn nema Iceland Spring vatnið okkar,“ segir Andri Þór. Vélarnar hjá Ölgerðinni eru í gangi allan sólarhringinn og þær hafa varla undan þegar íslenska vatnið er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira