Markaður mannaflsins Erna Mist skrifar 18. júní 2023 12:01 Óháð stöðu manns í stéttaskipulagi samfélagsins eða staðsetningu á hinum hugmyndafræðilega áttavita er öllum í hag að félagslegur hreyfanleiki lifi komandi kynslóðaskipti af. Óháð viðhorfi okkar til ríkisafskipta eða skoðun okkar á skattkerfinu sammælumst við um að vilja hæfustu læknana til að standa vörð um heilsu landsmanna, hæfustu kennarana til að viðhalda vitsmunalegum þroska þjóðarinnar, og hæfustu iðnaðarmennina til að varðveita lífsgæðastaðalinn sem síðustu áratugir hafa leitt af sér. Við viljum að grínþættirnir séu framleiddir af fyndnasta fólkinu og að bækurnar séu skrifaðar af skörpustu pennunum. Við viljum að söfnin geymi verk eftir frumlegustu listamennina og að næmasta fólkið sé fengið til að annast þau sem geta ekki séð um sig sjálf. Við viljum að þingið samanstandi af beittum ræðumönnum og lausnamiðuðum leiðtogum, ekki tækifærissinnum hvers eina raunverulega stefnumál er að halda starfinu. Við viljum að markaður mannaflsins sé frjáls og óhlekkjaður við tilefnislausar vinsældir; hagkerfi þar sem virði fólks er metið í verðleikum frekar en ættfræðilegum tilviljunum. Munurinn á elítu og klíku er sá að elítan inngildir hæfasta fólkið og útilokar afganginn, á meðan klíkan útilokar nýtt fólk almennt af ótta við að raska valddreifingunni innan hennar. Elítur myndast á grundvelli sérfræðiþekkingar - klíkur myndast á grundvelli valdafíknar. Í klíkukenndu samfélagi víkja draumar fyrir afturhaldi og valmöguleikar fyrir nauðhyggju; þar sem börn breytast í foreldra sína í stað þess að verða að sjálfstæðum einstaklingum. Enginn leitar flóttaleiða fyrr en aðstæður neyða mann til þess. Flóttaleiðir á borð við skjáfíkn, lyfjafíkn og matarfíkn eru ekki óhjákvæmilegir sjúkdómar, heldur afleiðingar ófrelsis, vandamáls sem klíkan leysir ekki af ótta við að leysast upp sjálf. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Erna Mist Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Óháð stöðu manns í stéttaskipulagi samfélagsins eða staðsetningu á hinum hugmyndafræðilega áttavita er öllum í hag að félagslegur hreyfanleiki lifi komandi kynslóðaskipti af. Óháð viðhorfi okkar til ríkisafskipta eða skoðun okkar á skattkerfinu sammælumst við um að vilja hæfustu læknana til að standa vörð um heilsu landsmanna, hæfustu kennarana til að viðhalda vitsmunalegum þroska þjóðarinnar, og hæfustu iðnaðarmennina til að varðveita lífsgæðastaðalinn sem síðustu áratugir hafa leitt af sér. Við viljum að grínþættirnir séu framleiddir af fyndnasta fólkinu og að bækurnar séu skrifaðar af skörpustu pennunum. Við viljum að söfnin geymi verk eftir frumlegustu listamennina og að næmasta fólkið sé fengið til að annast þau sem geta ekki séð um sig sjálf. Við viljum að þingið samanstandi af beittum ræðumönnum og lausnamiðuðum leiðtogum, ekki tækifærissinnum hvers eina raunverulega stefnumál er að halda starfinu. Við viljum að markaður mannaflsins sé frjáls og óhlekkjaður við tilefnislausar vinsældir; hagkerfi þar sem virði fólks er metið í verðleikum frekar en ættfræðilegum tilviljunum. Munurinn á elítu og klíku er sá að elítan inngildir hæfasta fólkið og útilokar afganginn, á meðan klíkan útilokar nýtt fólk almennt af ótta við að raska valddreifingunni innan hennar. Elítur myndast á grundvelli sérfræðiþekkingar - klíkur myndast á grundvelli valdafíknar. Í klíkukenndu samfélagi víkja draumar fyrir afturhaldi og valmöguleikar fyrir nauðhyggju; þar sem börn breytast í foreldra sína í stað þess að verða að sjálfstæðum einstaklingum. Enginn leitar flóttaleiða fyrr en aðstæður neyða mann til þess. Flóttaleiðir á borð við skjáfíkn, lyfjafíkn og matarfíkn eru ekki óhjákvæmilegir sjúkdómar, heldur afleiðingar ófrelsis, vandamáls sem klíkan leysir ekki af ótta við að leysast upp sjálf. Höfundur er listmálari.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar