Helmingur kúabúa landsins eru með róbót Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2023 13:31 Gunnar Már Gunnarsson, sölumaður hjá Líflandi í tækjadeild staddur í nýju fjósi í Þrándarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru tveir fullkomnir róbótar frá Líflandi, sem heita GEA og koma frá fyrirtæki í Þýskalandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótar njóta sífellt meiri vinsælda í fjósum landsins en af þeim 480 kúabúum, sem eru í landinu er helmingur þeirra með róbót. Nýr róbót kostar um tuttugu og fimm milljónir króna. Það hefur mikið breyst í sveitum landsins þar sem eru kýr með tilkomu mjólkurróbóta. Áður þurftu bændur að fara út í fjós á morgnana og kvöldin til að fara í mjaltir en nú geta þeir bara sofið út eða farið á kóræfingu um kvöldið, róbótinn sér um að mjólka kýrnar. Gunnar Már Gunnarsson hjá Líflandi er sérfræðingur í mjólkurróbótum en fyrirtækið selur mikið af þeim til bænda. „Róbótarnir hafa fyrst og fremst breytt því að það er miklu minni líkamleg vinna hjá bænum. Þeir hafa frjálsari tíma. Ungir bændur í dag vilja geta borðað morgunmat með börnunum sínum og konunni sinni, þeir þurfa kannski að skutla börnunum í leikskóla og sækja þau. Á kvöldin þurfa þeir kannski að fara á kóræfingu eða eitthvað slíkt. Vinnan er alltaf töluverð mikil en hún felst í því að fylgjast með hvernig mjaltirnar ganga, hversu há nytin er, fylgjast með frumutölunni og þess háttar,“ segir Gunnar Már. Um helmingur kúabænda á Íslandi eru með róbót i sínu fjósi. Í sumum þeirra eru fleiri en einn að störfum og alveg upp í fjóra í stærstu fjósunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnar segir að róbótar frá Líflandi, séu með mjög skemmtilega nýjung. „Ef það það er þannig að einn speninn er með hárri frumutölu þá getur þú valið það og þá hentir hann þeirri mjólk frá. Þá hentir hann ekki mjólkinni úr öllum fjórum spenunum, það er ákveðinn kostur, þá ertu ekki að fleyja heilli mjólk.“ En hvað kostar nýr róbót í dag? „Ætli róbót, góður róbót kosti ekki svona 25 milljónir + virðisaukaskatt, eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar Már. Lífland selur mikið af mjólkurróbótum til kúabænda um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Það hefur mikið breyst í sveitum landsins þar sem eru kýr með tilkomu mjólkurróbóta. Áður þurftu bændur að fara út í fjós á morgnana og kvöldin til að fara í mjaltir en nú geta þeir bara sofið út eða farið á kóræfingu um kvöldið, róbótinn sér um að mjólka kýrnar. Gunnar Már Gunnarsson hjá Líflandi er sérfræðingur í mjólkurróbótum en fyrirtækið selur mikið af þeim til bænda. „Róbótarnir hafa fyrst og fremst breytt því að það er miklu minni líkamleg vinna hjá bænum. Þeir hafa frjálsari tíma. Ungir bændur í dag vilja geta borðað morgunmat með börnunum sínum og konunni sinni, þeir þurfa kannski að skutla börnunum í leikskóla og sækja þau. Á kvöldin þurfa þeir kannski að fara á kóræfingu eða eitthvað slíkt. Vinnan er alltaf töluverð mikil en hún felst í því að fylgjast með hvernig mjaltirnar ganga, hversu há nytin er, fylgjast með frumutölunni og þess háttar,“ segir Gunnar Már. Um helmingur kúabænda á Íslandi eru með róbót i sínu fjósi. Í sumum þeirra eru fleiri en einn að störfum og alveg upp í fjóra í stærstu fjósunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnar segir að róbótar frá Líflandi, séu með mjög skemmtilega nýjung. „Ef það það er þannig að einn speninn er með hárri frumutölu þá getur þú valið það og þá hentir hann þeirri mjólk frá. Þá hentir hann ekki mjólkinni úr öllum fjórum spenunum, það er ákveðinn kostur, þá ertu ekki að fleyja heilli mjólk.“ En hvað kostar nýr róbót í dag? „Ætli róbót, góður róbót kosti ekki svona 25 milljónir + virðisaukaskatt, eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar Már. Lífland selur mikið af mjólkurróbótum til kúabænda um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira