Tæp fjórtán hundruð mótmæla mögulegri lokun Tjarnarbíós Lovísa Arnardóttir skrifar 16. júní 2023 19:00 Guðmundur Felixson leikari hóf undirskriftasöfnun í dag vegna mögulegrar lokunar Tjarnarbíós. Stöð 2 Alls hafa tæp 1.400 skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir auknum stuðningi við Tjarnarbíó en í vikunni var greint frá því að fái leikhúsið ekki meira fjármagn og húsnæðið stækkað verði þau að skella í lás í haust. Guðmundur Felixson, sviðlistahöfundur og leikari, er einn þeirra sem hefur brugðist við lokuninni og hóf í dag undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að auka stuðning við Tjarnarbíó „tafarlaust til að bjarga húsinu úr þeim vanda sem steðjar að og tryggja rekstur þar til framtíðar.“ Um kvöldmatarleytið hafa safnast um 1.400 undirskriftir. „Ég hóf undirskriftasöfnunina því ég fann fyrir því að það var mikill hugur í fólki eftir að fréttir byrjuðu að berast um að Tjarnarbíó ætti á hættu að loka. Mig langaði að búa til lista þannig að stjórnvöld gætu séð hversu mörgum er annt um sjálfstæðu sviðslistasenuna,“ segir Guðmundur ogað hans von sé að sem flestir skrifi undir. Spurður af hverju leikhúsið skipti hann máli segir Guðmundur að Tjarnarbíó sé einn af mjög fáum stöðum sem sjálfstætt starfandi sviðslistafólk eins og hann geti leitað til með listsköpun sína. „Ef leikhúsið lokar eru hundruð sviðslistafólks ekki með neinn stað til að sýna sýningar sínar og það væri bara algjörlega fáránlegt af stjórnvöldum að leyfa því að gerast.“ Margir með áhyggjur Sara Marti Guðmundsdóttir, leikhússtjóri, hefur lýst verulegum áhyggjum af stöðunni og kallað eftir stuðningi bæði borgar og ríkis. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, sagði í kvöldfréttum í gær að staðan væri grafalvarleg en var þó vongóður um að einhverjir myndu koma Tjarnarbíó til bjargar. Hann sagði leikhúsið „síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“. Í texta áskorunarinnar segir að Tjarnarbíó sé aðalsvið sjálfstæðu sviðslistasenunnar og ómissandi fyrir sviðslistalíf í landinu. „Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra atvinnusviðslista og ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvað verður um okkar gróskumiklu og blómlegu sjálfstæðu senu ef Tjarnarbíó verður leyft að grotna niður mikið lengur. SKRIFIÐ UNDIR!,“ segir Guðmundur í Facebook-færslu þar sem hann deilir undirskriftalistanum í dag en hægt er að skrifa undir listann hér. Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Guðmundur Felixson, sviðlistahöfundur og leikari, er einn þeirra sem hefur brugðist við lokuninni og hóf í dag undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að auka stuðning við Tjarnarbíó „tafarlaust til að bjarga húsinu úr þeim vanda sem steðjar að og tryggja rekstur þar til framtíðar.“ Um kvöldmatarleytið hafa safnast um 1.400 undirskriftir. „Ég hóf undirskriftasöfnunina því ég fann fyrir því að það var mikill hugur í fólki eftir að fréttir byrjuðu að berast um að Tjarnarbíó ætti á hættu að loka. Mig langaði að búa til lista þannig að stjórnvöld gætu séð hversu mörgum er annt um sjálfstæðu sviðslistasenuna,“ segir Guðmundur ogað hans von sé að sem flestir skrifi undir. Spurður af hverju leikhúsið skipti hann máli segir Guðmundur að Tjarnarbíó sé einn af mjög fáum stöðum sem sjálfstætt starfandi sviðslistafólk eins og hann geti leitað til með listsköpun sína. „Ef leikhúsið lokar eru hundruð sviðslistafólks ekki með neinn stað til að sýna sýningar sínar og það væri bara algjörlega fáránlegt af stjórnvöldum að leyfa því að gerast.“ Margir með áhyggjur Sara Marti Guðmundsdóttir, leikhússtjóri, hefur lýst verulegum áhyggjum af stöðunni og kallað eftir stuðningi bæði borgar og ríkis. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, sagði í kvöldfréttum í gær að staðan væri grafalvarleg en var þó vongóður um að einhverjir myndu koma Tjarnarbíó til bjargar. Hann sagði leikhúsið „síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“. Í texta áskorunarinnar segir að Tjarnarbíó sé aðalsvið sjálfstæðu sviðslistasenunnar og ómissandi fyrir sviðslistalíf í landinu. „Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra atvinnusviðslista og ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvað verður um okkar gróskumiklu og blómlegu sjálfstæðu senu ef Tjarnarbíó verður leyft að grotna niður mikið lengur. SKRIFIÐ UNDIR!,“ segir Guðmundur í Facebook-færslu þar sem hann deilir undirskriftalistanum í dag en hægt er að skrifa undir listann hér.
Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00
„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19
Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00