Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2023 15:40 Drápið á George Floyd varð kveikjan að mótmælum gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi víða um heim. AP/Julio Cortez Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020. Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu örlög Floyd mögulega samkvæmt skýrslunni. Lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi Floyd í níu og hálfa mínútu þar til hann lést. Skeytti lögreglumaðurinn engu um að Floyd segðist ekki ná andanum né um mótbárur vegfarenda sem urðu vitni að aðförunum. Vegfarandi náði myndband af drápinu sem vakti mikla reiði í Bandaríkjunum og varð kveikjan að mótmælum gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi bæði þar og víða um heim. Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem hélt Floyd niðri, var sakfelldur fyrir morð og manndráp. Hann hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm fyrir morðið og 21 árs dóm fyrir að brjóta á borgararéttindum Floyd. Dómana afplánar hann samtímis. Lögreglan er sögð hafa notað ólíkar aðferðir við eftirlit í hverfum eftir kynþætti íbúa þar. Fólki hafi verið mismunað eftir kynþætti þegar leitað var á því, það handjárnað eða beitt valdi. George Floyd var handtekinn vegna gruns um að hann hefði notað falsaðan seðil til að greiða fyrir vindlinga í verslun. Hann streittist á móti þegar lögreglumenn ætluðu að stinga honum inn í bíl. Þeir þvinguðu hann niður í jörðinni þrátt fyrir að hann væri í handjárnum. Einn lögreglumannanna hélt honum svo niðri með því að hvíl hné sitt á hálsi hans þar til hann lést.Getty Refsuðu fólki sem fór í taugarnar á þeim Auk þess að brjóta á svörtum og frumbyggjum komust skýrsluhöfundar ráðuneytisins að því að lögreglumenn í Minneapolis hefðu beitt óhóflegu ofbeldi og brotið réttindi fólks sem nýtti stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt. Þeir hefðu meðal annars valdið óréttlætanlegum dauða fólks. „Um árabil beittu lögreglumenn í Minneapolis hættulegri tækni og vopnum gegn fólki sem framdi smávægulegustu afbrot og stundum alls engin brot,“ segir í skýrslunni. Lögreglumenn hafi beitt valdi til þess að refsa fólki sem reitti þá til reiði eða gagnrýndi lögregluna. Þá er eru borgaryfirvöld átalin fyrir að senda lögreglumenn til að sinna útköllum sem gætu tengst geðrænum vandamálum jafnvel þegar það væri ekki nauðsynlegt eða við hæfi. Þetta hefði sett bæði lögreglumenn og borgara í hættu. Dómsmálaráðuneytið segir að yfirvöld í Minneapolis hafi nú þegar innleitt vissar umbætur. Til dæmis sé lögregluþjónum nú bannað að þrengja að hálsi fólks líkt og Chauvin gerði við Floyd. Þá séu nú þjálfað geðheilbrigðisstarfsfólk sent í sum útköll frekar en lögreglumenn. Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16. júní 2023 11:52 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu örlög Floyd mögulega samkvæmt skýrslunni. Lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi Floyd í níu og hálfa mínútu þar til hann lést. Skeytti lögreglumaðurinn engu um að Floyd segðist ekki ná andanum né um mótbárur vegfarenda sem urðu vitni að aðförunum. Vegfarandi náði myndband af drápinu sem vakti mikla reiði í Bandaríkjunum og varð kveikjan að mótmælum gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi bæði þar og víða um heim. Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem hélt Floyd niðri, var sakfelldur fyrir morð og manndráp. Hann hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm fyrir morðið og 21 árs dóm fyrir að brjóta á borgararéttindum Floyd. Dómana afplánar hann samtímis. Lögreglan er sögð hafa notað ólíkar aðferðir við eftirlit í hverfum eftir kynþætti íbúa þar. Fólki hafi verið mismunað eftir kynþætti þegar leitað var á því, það handjárnað eða beitt valdi. George Floyd var handtekinn vegna gruns um að hann hefði notað falsaðan seðil til að greiða fyrir vindlinga í verslun. Hann streittist á móti þegar lögreglumenn ætluðu að stinga honum inn í bíl. Þeir þvinguðu hann niður í jörðinni þrátt fyrir að hann væri í handjárnum. Einn lögreglumannanna hélt honum svo niðri með því að hvíl hné sitt á hálsi hans þar til hann lést.Getty Refsuðu fólki sem fór í taugarnar á þeim Auk þess að brjóta á svörtum og frumbyggjum komust skýrsluhöfundar ráðuneytisins að því að lögreglumenn í Minneapolis hefðu beitt óhóflegu ofbeldi og brotið réttindi fólks sem nýtti stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt. Þeir hefðu meðal annars valdið óréttlætanlegum dauða fólks. „Um árabil beittu lögreglumenn í Minneapolis hættulegri tækni og vopnum gegn fólki sem framdi smávægulegustu afbrot og stundum alls engin brot,“ segir í skýrslunni. Lögreglumenn hafi beitt valdi til þess að refsa fólki sem reitti þá til reiði eða gagnrýndi lögregluna. Þá er eru borgaryfirvöld átalin fyrir að senda lögreglumenn til að sinna útköllum sem gætu tengst geðrænum vandamálum jafnvel þegar það væri ekki nauðsynlegt eða við hæfi. Þetta hefði sett bæði lögreglumenn og borgara í hættu. Dómsmálaráðuneytið segir að yfirvöld í Minneapolis hafi nú þegar innleitt vissar umbætur. Til dæmis sé lögregluþjónum nú bannað að þrengja að hálsi fólks líkt og Chauvin gerði við Floyd. Þá séu nú þjálfað geðheilbrigðisstarfsfólk sent í sum útköll frekar en lögreglumenn.
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16. júní 2023 11:52 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16. júní 2023 11:52
Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58
Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01