Forsetar þurftu að leita sér skjóls vegna eldflauga Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2023 11:52 Sendinefnd forseta frá Afríku er stödd í Kænugarði en forsetarnir þurftu að leita sér skjóls þegar Rússar skutu eldflaugum að borginni. AP/Efrem Lukatsky Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði í morgun eftir að Rússar skutu eldflaugum á borgina. Nokkrir forsetar Afríkuríkja eru staddir í Kænugarði, þar sem þeir munu ræða við ráðamenn um mögulegar friðarviðræður við Rússa. Því næst munu þeir fara til Pétursborgar í Rússlandi og hitta Vladimír Pútín, forseta. Sendinefndin er skipuð forsetum frá Suður-Afríku, Senegal, Sambíu, Kómoreyjum og Egyptalandi. Þeir vilja bæði reyna að miðla mála milli Úkraínumanna og Rússa og reyna að tryggja að sendingar korns frá Úkraínu verði haldið áfram og reyna að kaupa áburð frá Rússlandi. Ferð forsetanna byrjaði í Bucha, þar sem rússneskir hermenn myrtu fjölmarga óbreytta borgara í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á meðan þeir voru þar var eldflaugunum skotið á Kænugarð. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex Kinzhal eldflaugar, sem eiga að vera ofurhljóðfráar, sex stýriflaugar og tvo dróna. [PHOTOS]: African Heads of State and Government earlier visited the City of Bucha in Ukraine and participated in a commemoration ceremony at a civilian mass burial site where hundreds of people were killed at the start of the conflict.#AfricanPeaceMission pic.twitter.com/resvqUDN3b— Presidency | South Africa (@PresidencyZA) June 16, 2023 Reuters hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að engar fregnir hafi borist af mannfalli eða alvarlegum skemmdum en lögreglan segir einhverja hafa særst og þá mögulega vegna fallandi braks. Blaðamaður Reuters sá bílalest forsetanna er henni var ekið inn í Kænugarð og var stoppað við hótel, þar sem forsetarnir fengu að fara inn og leita sér skjóls. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eldflaugarnar vera skýr skilaboð til forsetanna. „Rússar vilja meira stríð, ekki frið,“ skrifaði hann á Twitter. Putin builds confidence by launching the largest missile attack on Kyiv in weeks, exactly amid the visit of African leaders to our capital. Russian missiles are a message to Africa: Russia wants more war, not peace.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 16, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Sendinefndin er skipuð forsetum frá Suður-Afríku, Senegal, Sambíu, Kómoreyjum og Egyptalandi. Þeir vilja bæði reyna að miðla mála milli Úkraínumanna og Rússa og reyna að tryggja að sendingar korns frá Úkraínu verði haldið áfram og reyna að kaupa áburð frá Rússlandi. Ferð forsetanna byrjaði í Bucha, þar sem rússneskir hermenn myrtu fjölmarga óbreytta borgara í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á meðan þeir voru þar var eldflaugunum skotið á Kænugarð. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex Kinzhal eldflaugar, sem eiga að vera ofurhljóðfráar, sex stýriflaugar og tvo dróna. [PHOTOS]: African Heads of State and Government earlier visited the City of Bucha in Ukraine and participated in a commemoration ceremony at a civilian mass burial site where hundreds of people were killed at the start of the conflict.#AfricanPeaceMission pic.twitter.com/resvqUDN3b— Presidency | South Africa (@PresidencyZA) June 16, 2023 Reuters hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að engar fregnir hafi borist af mannfalli eða alvarlegum skemmdum en lögreglan segir einhverja hafa særst og þá mögulega vegna fallandi braks. Blaðamaður Reuters sá bílalest forsetanna er henni var ekið inn í Kænugarð og var stoppað við hótel, þar sem forsetarnir fengu að fara inn og leita sér skjóls. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eldflaugarnar vera skýr skilaboð til forsetanna. „Rússar vilja meira stríð, ekki frið,“ skrifaði hann á Twitter. Putin builds confidence by launching the largest missile attack on Kyiv in weeks, exactly amid the visit of African leaders to our capital. Russian missiles are a message to Africa: Russia wants more war, not peace.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 16, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07
Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29