Skoðar að selja áfengi til matvöruverslana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2023 16:47 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja áfengi til matvöruverslana í kjölfar yfirlýsingar ráðherra um lögmæti sölunnar. Ölgerðin hefur hingað til ekki selt áfengi til netverslana vegna óvissu um lögmæti hennar. „Við tókum þann pól í hæðina að á meðan það liggur vafi á lögmæti vefverslana að þá myndum við ekki selja slíkum verslunum áfengi. Hins vegar í kjölfarið á yfirlýsingu ráðherra þá hljótum við að endurskoða það,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar í samtali við Vísi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lét hafa eftir sér í gær að hann gæti ekki dregið aðra ályktun en þá að netverslun með áfengi væri lögmæt. Costco og Hagkaup eru meðal verslana sem hafa tilkynnt að þær hyggist hefja sölu á áfengi í netverslunum og þá hefur mbl.is eftir forstjóra Samkaupa að Nettó muni ekki geta setið á hliðarlínunni á meðan og muni því gera slíkt hið sama. Andri Þór segir að Ölgerðin hafi hingað til unnið eftir áliti sem Félag atvinnurekenda hafi óskað eftir og bárust í bréfi frá dómsmálaráðuneytinu. „Þar var tekinn af allur vafi um það að innlend vefverslun með áfengi væri ólögleg og það var á þeim grunni sem við tókum þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Yfirlýsing ráðherra setji málin í annað samhengi. Ölgerðin hefur hingað til selt Costco áfengi og segir Andri spurður að fyrirtækið muni halda sínu striki. „Við seljum bara til þeirra sem hafa til þess tilskilin leyfi. En við munum leggjast yfir þetta með okkar lögfræðingum og endurskoða okkar stefnu í þessum málum.“ Ölgerðin Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
„Við tókum þann pól í hæðina að á meðan það liggur vafi á lögmæti vefverslana að þá myndum við ekki selja slíkum verslunum áfengi. Hins vegar í kjölfarið á yfirlýsingu ráðherra þá hljótum við að endurskoða það,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar í samtali við Vísi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lét hafa eftir sér í gær að hann gæti ekki dregið aðra ályktun en þá að netverslun með áfengi væri lögmæt. Costco og Hagkaup eru meðal verslana sem hafa tilkynnt að þær hyggist hefja sölu á áfengi í netverslunum og þá hefur mbl.is eftir forstjóra Samkaupa að Nettó muni ekki geta setið á hliðarlínunni á meðan og muni því gera slíkt hið sama. Andri Þór segir að Ölgerðin hafi hingað til unnið eftir áliti sem Félag atvinnurekenda hafi óskað eftir og bárust í bréfi frá dómsmálaráðuneytinu. „Þar var tekinn af allur vafi um það að innlend vefverslun með áfengi væri ólögleg og það var á þeim grunni sem við tókum þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Yfirlýsing ráðherra setji málin í annað samhengi. Ölgerðin hefur hingað til selt Costco áfengi og segir Andri spurður að fyrirtækið muni halda sínu striki. „Við seljum bara til þeirra sem hafa til þess tilskilin leyfi. En við munum leggjast yfir þetta með okkar lögfræðingum og endurskoða okkar stefnu í þessum málum.“
Ölgerðin Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03