„Þetta hefur verið í stöðugri og kerfisbundinni vinnslu undanfarin tvö ár“ Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2023 20:58 Guðni og Hlynur Eiríksson, þjálfarar FH. Vísir/Hulda Margrét „Löngunin í að vinna boltann hátt uppi á vellinum og gefa andstæðingnum ekki andrými til að athafna sig með boltann er í grunninn ástæðan fyrir leikstílnum,“ segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, um leikstíl liðsins. Liðið pressar vægast sagt ofarlega á vellinum og setur andstæðinga sína undir mikla pressu. Bræðurnir Guðni og Hlynur Eiríkssynir stýra FH liðinu með harðri hendi. Vísir tók Guðna tali og forvitnaðis um ástæðu þess að láta liðið fara í jafn djarfa pressu og raun ber vitni. Slíkur leikstíll þarfnast mikillar þjálfunnar. Bæði hvað skipulag varðar en ekki síst fyrir líkamlegt atgerfi leikmanna. „Þetta hefur verið í stöðugri og kerfisbundinni vinnslu undanfarin tvö ár. Frá því við féllum á Covid tímabilinu höfum við unnið að þessu. Það tekur tíma að þróa svona stíl og byggja eitthvað DNA,“ segir Guðni. FH-ingar fagna öðru marki sínu, í 2-0 sigri liðsins, gegn Selfossi.Vísir/Hulda margrét FH var nálægt því að komast upp úr Lengjudeildinni árið 2021. Liðið fékk hinsvegar fjórum stigum minna en Afturelding og sat eftir með sárt ennið það árið. Í fyrra unnu FH-ingar Lengjudeildina, fór taplaust í gegnum tímabilið og spilaði frábæran fótbolta. „Það var gæfuspor að liðið fór ekki upp það ár. Vegna þess að við vorum ekki tilbúin og þurftum annað ár í Lengjudeildinni til að þróa og betrumbæta leikstíl liðsins. Við töldum að liðið væri klárlega tilbúið til þess að fara upp í efstu deild í fyrra,“ segir Guðni. Á þessu tímabili byrjaði FH deildina á að tapa 4-1 gegn Þrótti. Í þeim leik var varnarleikur liðsins slæmur og liðið leit ekki vel út án boltans. Næsti leikur tapaðist 2-0 gegn Íslandsmeisturunum og spá Vísis um að FH myndi falla passaði vel við byrjunina. Eftir það hefur liðið jafnt og þétt rétt úr kútnum. Vann 2-0 sigur á Stjörnunni, í síðustu umferð. Stjörnunni var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Sigurinn var sá þriðji í röðinni og liðið virkar sannfærandi og vel skipulagt. „Þetta hefur gengið vel. Stelpurnar hafa náð að aðlagast deildinni hratt og örugglega. Fyrstu leikirnir voru sveiflukenndir en að sama skapi á mörgum sviðum góðir. Við gáfum liðunum leik, þó úrslitin hafi ekki fallið með okkur. Við vissum að það væri tímaspursmál hvenær þetta myndi fara að detta. Við náðum að laga þá hluti sem við sáum þörf á að laga,“ segir Guðni. Hann segir að undirbúningstímabilið hafi verið algjör lykill í að spila boltann sem það vill spila. Guðni, Hlynur og Hjörtur Hinriksson, styrktarþjálfari liðsins, þjálfuðu liðið til þess að hlaupa mikið og hlaupa hreinlega yfir andstæðinginn. „Við unnum á kerfisbundinn hátt að því að auka hlaupagetu og kraft liðsins. Allar mælingar og tölur sýndu og gáfu okkur trú á því að við værum að gera rétta hluti. Við erum með frábæran styrktarþjálfara í Hirti. Undir handleiðslu hans sáum við mikinn mun á liðinu og við náðum nánast öllum leikmönnum upp í elítu tölur. Við vitum að mikil hlaupageta skiptir gríðarlega miklu máli til að geta spilað þennan fótbolta sem við viljum spila. Tölurnar á móti Stjörnunni sýna okkur gríðarlega hlaupavinnu, frá öftustu línu og upp í fremstu línu. Það sem allir leikmenn liðsins hlupu yfir tíu kílómetra og sprett tölur voru háar,“ segir Guðni. FH er með jafnmörg stig og Þróttur í þriðja til fjórða sæti. Þremur minna en Breiðablik og sex stigum minna en Íslandsmeistarar Vals. Leikstíll FH-liðsins hefur vakið gríðarlega athygli. Liðið er í fjórða sæti í Bestu deild kvenna eftir átta umferðir en liðinu var spáð falli fyrir mót. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort sú spá rætist eða hvort FH haldi áfram á sömu braut. Næsti leikur í deildinni er gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, í Mjólkurbikarnum. Liðin spila aftur en þá í Bestu deildinni 21. júní, þá í Kaplakrika. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. FH Besta deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Liðið pressar vægast sagt ofarlega á vellinum og setur andstæðinga sína undir mikla pressu. Bræðurnir Guðni og Hlynur Eiríkssynir stýra FH liðinu með harðri hendi. Vísir tók Guðna tali og forvitnaðis um ástæðu þess að láta liðið fara í jafn djarfa pressu og raun ber vitni. Slíkur leikstíll þarfnast mikillar þjálfunnar. Bæði hvað skipulag varðar en ekki síst fyrir líkamlegt atgerfi leikmanna. „Þetta hefur verið í stöðugri og kerfisbundinni vinnslu undanfarin tvö ár. Frá því við féllum á Covid tímabilinu höfum við unnið að þessu. Það tekur tíma að þróa svona stíl og byggja eitthvað DNA,“ segir Guðni. FH-ingar fagna öðru marki sínu, í 2-0 sigri liðsins, gegn Selfossi.Vísir/Hulda margrét FH var nálægt því að komast upp úr Lengjudeildinni árið 2021. Liðið fékk hinsvegar fjórum stigum minna en Afturelding og sat eftir með sárt ennið það árið. Í fyrra unnu FH-ingar Lengjudeildina, fór taplaust í gegnum tímabilið og spilaði frábæran fótbolta. „Það var gæfuspor að liðið fór ekki upp það ár. Vegna þess að við vorum ekki tilbúin og þurftum annað ár í Lengjudeildinni til að þróa og betrumbæta leikstíl liðsins. Við töldum að liðið væri klárlega tilbúið til þess að fara upp í efstu deild í fyrra,“ segir Guðni. Á þessu tímabili byrjaði FH deildina á að tapa 4-1 gegn Þrótti. Í þeim leik var varnarleikur liðsins slæmur og liðið leit ekki vel út án boltans. Næsti leikur tapaðist 2-0 gegn Íslandsmeisturunum og spá Vísis um að FH myndi falla passaði vel við byrjunina. Eftir það hefur liðið jafnt og þétt rétt úr kútnum. Vann 2-0 sigur á Stjörnunni, í síðustu umferð. Stjörnunni var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Sigurinn var sá þriðji í röðinni og liðið virkar sannfærandi og vel skipulagt. „Þetta hefur gengið vel. Stelpurnar hafa náð að aðlagast deildinni hratt og örugglega. Fyrstu leikirnir voru sveiflukenndir en að sama skapi á mörgum sviðum góðir. Við gáfum liðunum leik, þó úrslitin hafi ekki fallið með okkur. Við vissum að það væri tímaspursmál hvenær þetta myndi fara að detta. Við náðum að laga þá hluti sem við sáum þörf á að laga,“ segir Guðni. Hann segir að undirbúningstímabilið hafi verið algjör lykill í að spila boltann sem það vill spila. Guðni, Hlynur og Hjörtur Hinriksson, styrktarþjálfari liðsins, þjálfuðu liðið til þess að hlaupa mikið og hlaupa hreinlega yfir andstæðinginn. „Við unnum á kerfisbundinn hátt að því að auka hlaupagetu og kraft liðsins. Allar mælingar og tölur sýndu og gáfu okkur trú á því að við værum að gera rétta hluti. Við erum með frábæran styrktarþjálfara í Hirti. Undir handleiðslu hans sáum við mikinn mun á liðinu og við náðum nánast öllum leikmönnum upp í elítu tölur. Við vitum að mikil hlaupageta skiptir gríðarlega miklu máli til að geta spilað þennan fótbolta sem við viljum spila. Tölurnar á móti Stjörnunni sýna okkur gríðarlega hlaupavinnu, frá öftustu línu og upp í fremstu línu. Það sem allir leikmenn liðsins hlupu yfir tíu kílómetra og sprett tölur voru háar,“ segir Guðni. FH er með jafnmörg stig og Þróttur í þriðja til fjórða sæti. Þremur minna en Breiðablik og sex stigum minna en Íslandsmeistarar Vals. Leikstíll FH-liðsins hefur vakið gríðarlega athygli. Liðið er í fjórða sæti í Bestu deild kvenna eftir átta umferðir en liðinu var spáð falli fyrir mót. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort sú spá rætist eða hvort FH haldi áfram á sömu braut. Næsti leikur í deildinni er gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, í Mjólkurbikarnum. Liðin spila aftur en þá í Bestu deildinni 21. júní, þá í Kaplakrika. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira