Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2023 12:01 Einn af þessum þremur hefur nú þegar skipt um lið. EPA-EFE/VINCE MIGNOT/FRANCK FIFE/FRIEDEMANN VOGEL Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. Hér að neðan má sjá helstu nöfnin á listanum, hvar leikmennirnir spila í dag og hvert þeir gætu verið að fara. Listinn var skrifaður að morgni 14. júní og nú þegar hefur Jude Bellingham skipt um lið. Hann er genginn til liðs við Real Madríd. Kylian Mbappé, 24 ára Annað sumarið í röð er Mappé í haltu mér, slepptu mér leik við París Saint-Germain. Hann segist vilja spila fyrir félagið þangað til samningur hans rennur út næsta sumar en PSG er ekki tilbúið að leyfa honum að fara frítt. Annað hvort verður hann seldur í sumar eða hann fær enn eina launahækkunina. Harry Kane, 29 ára Skoraði 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir frekar slakt lið Tottenham Hotspurs. Vitað er af áhuga Manchester United, Real Madríd og Bayern München. Talið ólíklegt að Tottenham vilji selja innan Englands en að sama skapi ekki talið líklegt að Kane vilji fara erlendis. Jude Bellingham, 19 ára Miðjumaðurinn virðist svo gott sem kominn til Real Madríd en er sem stendur leikmaður Borussia Dortmund. Er genginn í raðir Real Madríd frá og með deginum í dag. Lionel Messi, 35 ára Framtíð eins besta fótboltamanns í heimi er ráðin. Hann mun yfirgefa París og halda til Miami þar sem hann mun gera sitt besta til að lyfta MLS-deildinni upp á hærra plan. İlkay Gündoğan, 32 ára Lykilmaður í þrennuliði Manchester City en er að renna út á samning og virðist ekki sem hann verði áfram í Manchester. Hefur verið orðaður við Barcelona, Arsenal og fjölda annarra liða. Mateo Kovačić, 29 ára Hefur spilað með Chelsea undanfarin fimm ár en virðist eiga að fylla skarð Gündoğan hjá Man City. Lundúnaliðið þarf að selja leikmenn og því talið líklegt að Króatinn fái að færa sig til Manchester. Mason Mount, 24 ára Annar miðjumaður sem er orðaður frá Chelsea. Á ár eftir af samningi sínum en vill losna í sumar. Hefur náð samkomulagi við Manchester United samkvæmt fréttamiðlum erlendis en Man United á enn eftir að semja við Chelsea. Alphonso Davies, 22 ára Hinn öskufljóti Davies er leikmaður Bayern München en virðist á förum frá félaginu. Hefur verið orðaður við Real Madríd. Declan Rice, 24 ára Miðjumaður West Ham United og enska landsliðsins. Vill komast í lið sem berst um stærri titla en Sambandsdeild Evrópu. Talinn hafa náð samkomulagi við Arsenal en einnig verið orðaður við fjölda annarra liða. Ona Batlle, 24 ára Hægri bakvörður Manchester United og einn allra besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð. Hefur ekki enn samþykkt nýjan samning í Manchester og gæti verið á leið til uppeldisfélagsins Barcelona. João Cancelo, 29 ára Hóf síðasta tímabil hjá Manchester City en var lánaður til Bayern München á þessu ári. Bæjarar vilja ekki kaupa hann og Pep Guardiola vill ekki halda honum hjá Man City. Hefur verið orðaður við Arsenal. Harry Maguire, 30 ára Tími fyrirliða Manchester United virðist liðinn. Hann er fjórði í goggunarröðinni og félagið vill selja hann meðan enn er hægt að fá eitthvað fyrir hann. Tottenham Hotspur og West Ham United hafa sýnt áhuga. Kalvin Phillips, 27 ára Keyptur til Man City á fúlgur fjár síðasta sumar. Hefur engan veginn staðist væntingar og talið að Guardiola sé tilbúinn að selja hann nú þegar. Alessia Russo, 24 ára Manchester United neitaði tilboði í Russo í janúar sem hefði gert hana að dýrasta leikmanni í sögu kvennaboltans. Hún verður hins vegar samningslaus í sumar og hefur ekki enn samið við Man United á nýjan leik. Eftirsótt af flestöllum stærstu liðum heims. Pierre-Emerick Aubameyang, 33 ára Er í dag leikmaður Chelsea en hefur ekki átt sjö dagana sæla. Er ekki hluti af framtíðarplönum liðsins og gæti snúið aftur til Barcelona þar sem hann lék um stund á síðasta ári. Einnig orðaður við Sádi-Arabíu. Mary Earps, 30 ára Besti markvörður úrvalsdeildar kvenna á Englandi á liðnu tímabili og var sömuleiðis valin besti markvörður heims. Þó hún sé samningsbundin Manchester United í ár til viðbótar er talið að fjöldi liða um allan heim vilji fá landsliðsmarkvörð Englands í sínar raðir. Aðrir leikmenn á listanum Folarin Balogun - 21 árs, leikmaður Arsenal í dag Harvey Barnes - 25 ára, Leicester City Moises Caicedo - 21 árs, Brighton & Hove Albion Philippe Coutinho - 31 árs, Aston Villa David De Gea - 32 ára, Manchester United/samningslaus 1. júlí Moussa Diaby - 23 ára, Bayer Leverkusen Roberto Firmino - 31 árs, Liverpool/samningslaus 1. júlí Grace Fisk - 25 ára, West Ham United/samningslaus 1. júlí Kyogo Furuhashi - 28 ára, Celtic Jack Harrisson - 26 ára, Leeds United Reo Hatate - 25 ára, Celtic N‘Golo Kante - 32 ára, Chelsea/samningslaus 1. júlí Kerolin - 23 ára, North Carolina Courage Hannah Hampton - 22 ára, Aston Villa/samningslaus 1. júlí Rasmus Höjlund - 20 ára, Atalanta Roméo Lavia - 19 ára, Southampton Hugo Lloris - 36 ára, Tottenham Hotspur James Maddison - 26 ára, Leicester City Sadio Mané - 31 árs, Bayern München Anthony Martial - 27 ára, Manchester United Joël Matip - 31 árs, Liverpool Katie McCabe - 27 ára, Arsenal Neymar - 31 árs, París Saint-Germain Alex Oxlade-Chamberlain, 29 ára, Liverpool/samningslaus 1. júlí João Palhinha - 27 ára, Fulham Anna Patten - 24 ára, Arsenal Christian Pulisic - 24 ára, Chelsea David Raya - 27 ára, Brentford Emile Smith Rowe - 22 ára, Arsenal Kieran Tierney - 26 ára, Arsenal Manuel Ugarte - 22 ára, Sporting James Ward-Prowse - 28 ára, Southampton Granit Xhaka - 30 ára, Arsenal Wilf Zaha - 30 ára, Crystal Palace/samningslaus 1. júlí Hakim Ziyech - 30 ára, Chelsea Sky Sports tók einnig saman 20 leikmenn sem renna út á samning í sumar. Þar eru nokkur af sömu nöfnunum hér að ofan en einnig nokkur ný. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir United gæti reynt að kaupa hinn danska Haaland Manchester United er með nokkra varakosti ef félagið nær ekki að kaupa Harry Kane frá Tottenham í sumar. 8. júní 2023 10:00 Arsenal ætlar ekki að sleppa Xhaka fyrr en eftirmaður er fundinn Granit Xhaka virðist vera á leið frá Arsenal í sumar og er Bayern Leverkusen líklegur áfangastaður. Arsenal stefnir á að fá Declan Rice til að fylla skarð Svisslendingsins. 8. júní 2023 20:31 PSG hótaði að kvarta undan Chelsea og er nú við það að semja við Ugarte Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hótuðu að senda kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu vegna mögulegra kaupa Chelsea á Manuel Ugarte, miðjumanni Sporting frá Lissabon. Sá er nú við það að skrifa undir fimm ára samning í París. 5. júní 2023 22:31 Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01 N´Golo Kante verður liðsfélagi Benzema og fær fimmtán milljarða í árslaun N´Golo Kante hefur samið við Al-Ittihad um að gerast leikmaður liðsins en samningur hans við Chelsea rennur út núna í sumar. Í Al-Ittihad hittir Kante fyrir Karim Benzema. 7. júní 2023 19:31 Gæti farið frá Liverpool til Real Madrid Roberto Firmino hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool en kannski ekki síðasta leikinn fyrir stórlið. 31. maí 2023 09:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
Hér að neðan má sjá helstu nöfnin á listanum, hvar leikmennirnir spila í dag og hvert þeir gætu verið að fara. Listinn var skrifaður að morgni 14. júní og nú þegar hefur Jude Bellingham skipt um lið. Hann er genginn til liðs við Real Madríd. Kylian Mbappé, 24 ára Annað sumarið í röð er Mappé í haltu mér, slepptu mér leik við París Saint-Germain. Hann segist vilja spila fyrir félagið þangað til samningur hans rennur út næsta sumar en PSG er ekki tilbúið að leyfa honum að fara frítt. Annað hvort verður hann seldur í sumar eða hann fær enn eina launahækkunina. Harry Kane, 29 ára Skoraði 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir frekar slakt lið Tottenham Hotspurs. Vitað er af áhuga Manchester United, Real Madríd og Bayern München. Talið ólíklegt að Tottenham vilji selja innan Englands en að sama skapi ekki talið líklegt að Kane vilji fara erlendis. Jude Bellingham, 19 ára Miðjumaðurinn virðist svo gott sem kominn til Real Madríd en er sem stendur leikmaður Borussia Dortmund. Er genginn í raðir Real Madríd frá og með deginum í dag. Lionel Messi, 35 ára Framtíð eins besta fótboltamanns í heimi er ráðin. Hann mun yfirgefa París og halda til Miami þar sem hann mun gera sitt besta til að lyfta MLS-deildinni upp á hærra plan. İlkay Gündoğan, 32 ára Lykilmaður í þrennuliði Manchester City en er að renna út á samning og virðist ekki sem hann verði áfram í Manchester. Hefur verið orðaður við Barcelona, Arsenal og fjölda annarra liða. Mateo Kovačić, 29 ára Hefur spilað með Chelsea undanfarin fimm ár en virðist eiga að fylla skarð Gündoğan hjá Man City. Lundúnaliðið þarf að selja leikmenn og því talið líklegt að Króatinn fái að færa sig til Manchester. Mason Mount, 24 ára Annar miðjumaður sem er orðaður frá Chelsea. Á ár eftir af samningi sínum en vill losna í sumar. Hefur náð samkomulagi við Manchester United samkvæmt fréttamiðlum erlendis en Man United á enn eftir að semja við Chelsea. Alphonso Davies, 22 ára Hinn öskufljóti Davies er leikmaður Bayern München en virðist á förum frá félaginu. Hefur verið orðaður við Real Madríd. Declan Rice, 24 ára Miðjumaður West Ham United og enska landsliðsins. Vill komast í lið sem berst um stærri titla en Sambandsdeild Evrópu. Talinn hafa náð samkomulagi við Arsenal en einnig verið orðaður við fjölda annarra liða. Ona Batlle, 24 ára Hægri bakvörður Manchester United og einn allra besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð. Hefur ekki enn samþykkt nýjan samning í Manchester og gæti verið á leið til uppeldisfélagsins Barcelona. João Cancelo, 29 ára Hóf síðasta tímabil hjá Manchester City en var lánaður til Bayern München á þessu ári. Bæjarar vilja ekki kaupa hann og Pep Guardiola vill ekki halda honum hjá Man City. Hefur verið orðaður við Arsenal. Harry Maguire, 30 ára Tími fyrirliða Manchester United virðist liðinn. Hann er fjórði í goggunarröðinni og félagið vill selja hann meðan enn er hægt að fá eitthvað fyrir hann. Tottenham Hotspur og West Ham United hafa sýnt áhuga. Kalvin Phillips, 27 ára Keyptur til Man City á fúlgur fjár síðasta sumar. Hefur engan veginn staðist væntingar og talið að Guardiola sé tilbúinn að selja hann nú þegar. Alessia Russo, 24 ára Manchester United neitaði tilboði í Russo í janúar sem hefði gert hana að dýrasta leikmanni í sögu kvennaboltans. Hún verður hins vegar samningslaus í sumar og hefur ekki enn samið við Man United á nýjan leik. Eftirsótt af flestöllum stærstu liðum heims. Pierre-Emerick Aubameyang, 33 ára Er í dag leikmaður Chelsea en hefur ekki átt sjö dagana sæla. Er ekki hluti af framtíðarplönum liðsins og gæti snúið aftur til Barcelona þar sem hann lék um stund á síðasta ári. Einnig orðaður við Sádi-Arabíu. Mary Earps, 30 ára Besti markvörður úrvalsdeildar kvenna á Englandi á liðnu tímabili og var sömuleiðis valin besti markvörður heims. Þó hún sé samningsbundin Manchester United í ár til viðbótar er talið að fjöldi liða um allan heim vilji fá landsliðsmarkvörð Englands í sínar raðir. Aðrir leikmenn á listanum Folarin Balogun - 21 árs, leikmaður Arsenal í dag Harvey Barnes - 25 ára, Leicester City Moises Caicedo - 21 árs, Brighton & Hove Albion Philippe Coutinho - 31 árs, Aston Villa David De Gea - 32 ára, Manchester United/samningslaus 1. júlí Moussa Diaby - 23 ára, Bayer Leverkusen Roberto Firmino - 31 árs, Liverpool/samningslaus 1. júlí Grace Fisk - 25 ára, West Ham United/samningslaus 1. júlí Kyogo Furuhashi - 28 ára, Celtic Jack Harrisson - 26 ára, Leeds United Reo Hatate - 25 ára, Celtic N‘Golo Kante - 32 ára, Chelsea/samningslaus 1. júlí Kerolin - 23 ára, North Carolina Courage Hannah Hampton - 22 ára, Aston Villa/samningslaus 1. júlí Rasmus Höjlund - 20 ára, Atalanta Roméo Lavia - 19 ára, Southampton Hugo Lloris - 36 ára, Tottenham Hotspur James Maddison - 26 ára, Leicester City Sadio Mané - 31 árs, Bayern München Anthony Martial - 27 ára, Manchester United Joël Matip - 31 árs, Liverpool Katie McCabe - 27 ára, Arsenal Neymar - 31 árs, París Saint-Germain Alex Oxlade-Chamberlain, 29 ára, Liverpool/samningslaus 1. júlí João Palhinha - 27 ára, Fulham Anna Patten - 24 ára, Arsenal Christian Pulisic - 24 ára, Chelsea David Raya - 27 ára, Brentford Emile Smith Rowe - 22 ára, Arsenal Kieran Tierney - 26 ára, Arsenal Manuel Ugarte - 22 ára, Sporting James Ward-Prowse - 28 ára, Southampton Granit Xhaka - 30 ára, Arsenal Wilf Zaha - 30 ára, Crystal Palace/samningslaus 1. júlí Hakim Ziyech - 30 ára, Chelsea Sky Sports tók einnig saman 20 leikmenn sem renna út á samning í sumar. Þar eru nokkur af sömu nöfnunum hér að ofan en einnig nokkur ný.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir United gæti reynt að kaupa hinn danska Haaland Manchester United er með nokkra varakosti ef félagið nær ekki að kaupa Harry Kane frá Tottenham í sumar. 8. júní 2023 10:00 Arsenal ætlar ekki að sleppa Xhaka fyrr en eftirmaður er fundinn Granit Xhaka virðist vera á leið frá Arsenal í sumar og er Bayern Leverkusen líklegur áfangastaður. Arsenal stefnir á að fá Declan Rice til að fylla skarð Svisslendingsins. 8. júní 2023 20:31 PSG hótaði að kvarta undan Chelsea og er nú við það að semja við Ugarte Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hótuðu að senda kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu vegna mögulegra kaupa Chelsea á Manuel Ugarte, miðjumanni Sporting frá Lissabon. Sá er nú við það að skrifa undir fimm ára samning í París. 5. júní 2023 22:31 Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01 N´Golo Kante verður liðsfélagi Benzema og fær fimmtán milljarða í árslaun N´Golo Kante hefur samið við Al-Ittihad um að gerast leikmaður liðsins en samningur hans við Chelsea rennur út núna í sumar. Í Al-Ittihad hittir Kante fyrir Karim Benzema. 7. júní 2023 19:31 Gæti farið frá Liverpool til Real Madrid Roberto Firmino hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool en kannski ekki síðasta leikinn fyrir stórlið. 31. maí 2023 09:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
United gæti reynt að kaupa hinn danska Haaland Manchester United er með nokkra varakosti ef félagið nær ekki að kaupa Harry Kane frá Tottenham í sumar. 8. júní 2023 10:00
Arsenal ætlar ekki að sleppa Xhaka fyrr en eftirmaður er fundinn Granit Xhaka virðist vera á leið frá Arsenal í sumar og er Bayern Leverkusen líklegur áfangastaður. Arsenal stefnir á að fá Declan Rice til að fylla skarð Svisslendingsins. 8. júní 2023 20:31
PSG hótaði að kvarta undan Chelsea og er nú við það að semja við Ugarte Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hótuðu að senda kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu vegna mögulegra kaupa Chelsea á Manuel Ugarte, miðjumanni Sporting frá Lissabon. Sá er nú við það að skrifa undir fimm ára samning í París. 5. júní 2023 22:31
Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01
N´Golo Kante verður liðsfélagi Benzema og fær fimmtán milljarða í árslaun N´Golo Kante hefur samið við Al-Ittihad um að gerast leikmaður liðsins en samningur hans við Chelsea rennur út núna í sumar. Í Al-Ittihad hittir Kante fyrir Karim Benzema. 7. júní 2023 19:31
Gæti farið frá Liverpool til Real Madrid Roberto Firmino hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool en kannski ekki síðasta leikinn fyrir stórlið. 31. maí 2023 09:01
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti