Brasilía mætir Spáni í vináttuleik til að berjast gegn rasisma í garð Vinícius Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júní 2023 10:00 Vinícius Júnior hefur ítrekað þurft að þola kynþáttafordóma í spænsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images Brasilía og Spánn munu mætast í vináttulandsleik í mars á næsta ári þar sem markmiðið verður að berjast gegn kynþáttafordómum sem Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid og brasilíska landsliðsins, hefur þurft að þola á Spáni. Leikurinn mun fara fram á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid, en Vinícius mátti ítrekað þola kynþáttafordóma er hann lék með liðinu á nýafstöðnu tímabili. Nýjasta dæmi þess að Vinícius hafi mátt þola kynþáttafordóma í spænsku deildinni kom í leik Real Madrid gegn Valencia þann 21. maí síðastliðinn. Madrídingar töuðu leiknum, 1-0, og Vinícius fékk sig að lokum fullsaddan og gagnrýndi spænsku deildina harðlega í kjölfar leiksins. Leikmaðurinn sagði meðal annars að deildin tilheyrði rasistum og hótaði því að yfirgefa landið. Javier Tebas forseti deildarinnar, svaraði leikmanninum hins vegar fullum hálsi og sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Hins vegar hafa sjö verið handteknir á nýafstöðnu tímabili fyrir kynþáttaníð í garð Vinícius, þrír eftir leik Real Madid og Valencia og fjórir í tengslum við að hengja brúðu í líki leikmannsins fram af brú í aðdraganda borgarslags Real og Atlético Madrid í spænska konungsbikarnum í janúar. Vírus sem smánar alla tengda fótbolta Nú hafa þeir Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, og kollegi hans hjá brasilíska knattspyrnusambandinu, Ednaldo Rodrigues, hrundið af stað herferð í baráttunni gegn kynþáttafordómum undir nafninu „One Skin“. „Það er mikilvægt að skilja að við þurfum að geta beitt harðari refsingum ef einhver verður uppvís af því að beita leikmenn kynþáttaníði,“ sagði Rodrigues. „Það er ekki nóg að sekta viðkomandi. Félögin þurfa einnig að taka ábyrgð.“ „Brasilíska knattspyrnusambandið var fyrsta sambandið til að innleiða harðari refsingar í slíkum tilfellum. Refsingar á borð við það að draga stig af liðunum, loka áhorfendastúkum eða setja stuðningsmenn í lífstíðarbann.“ „Við þurfum að leiða herferð um allan heim til að berjast gegn þessum vírus sem smánar alla tengda fótbolta,“ sagði Rodrigues að lokum. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Leikurinn mun fara fram á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid, en Vinícius mátti ítrekað þola kynþáttafordóma er hann lék með liðinu á nýafstöðnu tímabili. Nýjasta dæmi þess að Vinícius hafi mátt þola kynþáttafordóma í spænsku deildinni kom í leik Real Madrid gegn Valencia þann 21. maí síðastliðinn. Madrídingar töuðu leiknum, 1-0, og Vinícius fékk sig að lokum fullsaddan og gagnrýndi spænsku deildina harðlega í kjölfar leiksins. Leikmaðurinn sagði meðal annars að deildin tilheyrði rasistum og hótaði því að yfirgefa landið. Javier Tebas forseti deildarinnar, svaraði leikmanninum hins vegar fullum hálsi og sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Hins vegar hafa sjö verið handteknir á nýafstöðnu tímabili fyrir kynþáttaníð í garð Vinícius, þrír eftir leik Real Madid og Valencia og fjórir í tengslum við að hengja brúðu í líki leikmannsins fram af brú í aðdraganda borgarslags Real og Atlético Madrid í spænska konungsbikarnum í janúar. Vírus sem smánar alla tengda fótbolta Nú hafa þeir Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, og kollegi hans hjá brasilíska knattspyrnusambandinu, Ednaldo Rodrigues, hrundið af stað herferð í baráttunni gegn kynþáttafordómum undir nafninu „One Skin“. „Það er mikilvægt að skilja að við þurfum að geta beitt harðari refsingum ef einhver verður uppvís af því að beita leikmenn kynþáttaníði,“ sagði Rodrigues. „Það er ekki nóg að sekta viðkomandi. Félögin þurfa einnig að taka ábyrgð.“ „Brasilíska knattspyrnusambandið var fyrsta sambandið til að innleiða harðari refsingar í slíkum tilfellum. Refsingar á borð við það að draga stig af liðunum, loka áhorfendastúkum eða setja stuðningsmenn í lífstíðarbann.“ „Við þurfum að leiða herferð um allan heim til að berjast gegn þessum vírus sem smánar alla tengda fótbolta,“ sagði Rodrigues að lokum.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn