Brasilía mætir Spáni í vináttuleik til að berjast gegn rasisma í garð Vinícius Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júní 2023 10:00 Vinícius Júnior hefur ítrekað þurft að þola kynþáttafordóma í spænsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images Brasilía og Spánn munu mætast í vináttulandsleik í mars á næsta ári þar sem markmiðið verður að berjast gegn kynþáttafordómum sem Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid og brasilíska landsliðsins, hefur þurft að þola á Spáni. Leikurinn mun fara fram á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid, en Vinícius mátti ítrekað þola kynþáttafordóma er hann lék með liðinu á nýafstöðnu tímabili. Nýjasta dæmi þess að Vinícius hafi mátt þola kynþáttafordóma í spænsku deildinni kom í leik Real Madrid gegn Valencia þann 21. maí síðastliðinn. Madrídingar töuðu leiknum, 1-0, og Vinícius fékk sig að lokum fullsaddan og gagnrýndi spænsku deildina harðlega í kjölfar leiksins. Leikmaðurinn sagði meðal annars að deildin tilheyrði rasistum og hótaði því að yfirgefa landið. Javier Tebas forseti deildarinnar, svaraði leikmanninum hins vegar fullum hálsi og sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Hins vegar hafa sjö verið handteknir á nýafstöðnu tímabili fyrir kynþáttaníð í garð Vinícius, þrír eftir leik Real Madid og Valencia og fjórir í tengslum við að hengja brúðu í líki leikmannsins fram af brú í aðdraganda borgarslags Real og Atlético Madrid í spænska konungsbikarnum í janúar. Vírus sem smánar alla tengda fótbolta Nú hafa þeir Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, og kollegi hans hjá brasilíska knattspyrnusambandinu, Ednaldo Rodrigues, hrundið af stað herferð í baráttunni gegn kynþáttafordómum undir nafninu „One Skin“. „Það er mikilvægt að skilja að við þurfum að geta beitt harðari refsingum ef einhver verður uppvís af því að beita leikmenn kynþáttaníði,“ sagði Rodrigues. „Það er ekki nóg að sekta viðkomandi. Félögin þurfa einnig að taka ábyrgð.“ „Brasilíska knattspyrnusambandið var fyrsta sambandið til að innleiða harðari refsingar í slíkum tilfellum. Refsingar á borð við það að draga stig af liðunum, loka áhorfendastúkum eða setja stuðningsmenn í lífstíðarbann.“ „Við þurfum að leiða herferð um allan heim til að berjast gegn þessum vírus sem smánar alla tengda fótbolta,“ sagði Rodrigues að lokum. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira
Leikurinn mun fara fram á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid, en Vinícius mátti ítrekað þola kynþáttafordóma er hann lék með liðinu á nýafstöðnu tímabili. Nýjasta dæmi þess að Vinícius hafi mátt þola kynþáttafordóma í spænsku deildinni kom í leik Real Madrid gegn Valencia þann 21. maí síðastliðinn. Madrídingar töuðu leiknum, 1-0, og Vinícius fékk sig að lokum fullsaddan og gagnrýndi spænsku deildina harðlega í kjölfar leiksins. Leikmaðurinn sagði meðal annars að deildin tilheyrði rasistum og hótaði því að yfirgefa landið. Javier Tebas forseti deildarinnar, svaraði leikmanninum hins vegar fullum hálsi og sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Hins vegar hafa sjö verið handteknir á nýafstöðnu tímabili fyrir kynþáttaníð í garð Vinícius, þrír eftir leik Real Madid og Valencia og fjórir í tengslum við að hengja brúðu í líki leikmannsins fram af brú í aðdraganda borgarslags Real og Atlético Madrid í spænska konungsbikarnum í janúar. Vírus sem smánar alla tengda fótbolta Nú hafa þeir Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, og kollegi hans hjá brasilíska knattspyrnusambandinu, Ednaldo Rodrigues, hrundið af stað herferð í baráttunni gegn kynþáttafordómum undir nafninu „One Skin“. „Það er mikilvægt að skilja að við þurfum að geta beitt harðari refsingum ef einhver verður uppvís af því að beita leikmenn kynþáttaníði,“ sagði Rodrigues. „Það er ekki nóg að sekta viðkomandi. Félögin þurfa einnig að taka ábyrgð.“ „Brasilíska knattspyrnusambandið var fyrsta sambandið til að innleiða harðari refsingar í slíkum tilfellum. Refsingar á borð við það að draga stig af liðunum, loka áhorfendastúkum eða setja stuðningsmenn í lífstíðarbann.“ „Við þurfum að leiða herferð um allan heim til að berjast gegn þessum vírus sem smánar alla tengda fótbolta,“ sagði Rodrigues að lokum.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira