Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2023 15:01 Erling Haaland átti algjört draumatímabil á sínu fyrsta ári í Manchester City og hefur haft góða ástæðu til að fagna vel síðustu daga. Getty/Tom Flathers Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag. Haaland kom til Noregs í einkaflugvél nú síðdegis en hann er líkt og fleiri leikmenn Manchester City á leið í landsleiki á næstunni, áður en kærkomið sumarfrí tekur við. Haaland, sem varð markakóngur Meistaradeildarinnar og setti markamet í ensku úrvalsdeildinni, var myndaður við komuna til Oslóar í dag en hann ferðaðist ásamt kærustu sinni, Isabel Haugseng Johansen. Þau fögnuðu Evrópumeistaratitlinum saman í Istanbúl á laugardaginn. Watch Haaland s girlfriend Isabel tease him with Champions League medalThe pair shared a private moment under a Norway flag as fans never tire of seeing this content pic.twitter.com/tt4pRFthsA— Lilian Chan (@bestgug) June 12, 2023 Haaland og félagar í norska landsliðinu eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik við Skotland á laugardaginn, í undankeppni EM, og svo gegn Kýpur þremur dögum síðar. Þeir fengu aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum, gegn Spáni og Georgíu, en Skotland byrjaði á sigrum gegn Kýpur og Spáni. Á meðal annarra leikmanna City sem eru á leið í landsleiki eru Portúgalarnir Rúben Dias og Bernardo Silva sem væntanlegir eru á Laugardalsvöll eftir viku, en fyrst tekur Portúgal á móti Bosníu á laugardaginn. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Haaland kom til Noregs í einkaflugvél nú síðdegis en hann er líkt og fleiri leikmenn Manchester City á leið í landsleiki á næstunni, áður en kærkomið sumarfrí tekur við. Haaland, sem varð markakóngur Meistaradeildarinnar og setti markamet í ensku úrvalsdeildinni, var myndaður við komuna til Oslóar í dag en hann ferðaðist ásamt kærustu sinni, Isabel Haugseng Johansen. Þau fögnuðu Evrópumeistaratitlinum saman í Istanbúl á laugardaginn. Watch Haaland s girlfriend Isabel tease him with Champions League medalThe pair shared a private moment under a Norway flag as fans never tire of seeing this content pic.twitter.com/tt4pRFthsA— Lilian Chan (@bestgug) June 12, 2023 Haaland og félagar í norska landsliðinu eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik við Skotland á laugardaginn, í undankeppni EM, og svo gegn Kýpur þremur dögum síðar. Þeir fengu aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum, gegn Spáni og Georgíu, en Skotland byrjaði á sigrum gegn Kýpur og Spáni. Á meðal annarra leikmanna City sem eru á leið í landsleiki eru Portúgalarnir Rúben Dias og Bernardo Silva sem væntanlegir eru á Laugardalsvöll eftir viku, en fyrst tekur Portúgal á móti Bosníu á laugardaginn.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira