„Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júní 2023 11:10 Þrír létust í árásinni; 47 ára karlmaður og 17 ára piltur og stúlka. epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Þrettán ára drengur sem var staddur í Field's verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn þegar árásarmaður lét til skarar skríða síðasta sumar og skaut þrjá til bana, segir hann hafa verið reiðilegan á svip og litið út eins og hann væri andlega veikur. Réttarhöld standa nú yfir gegn manninum, sem er 23 ára. Hann var viðstaddur fyrirtöku í gær en kaus að tjá sig ekki. „Ég heyrði hvell. Hann var mjög hár. Það suðaði fyrir eyrunum á mér. Ég hljóp niður rúllustigann. Ég sá árásarmanninn. Ég stökk yfir kantinn. Það voru læti fyrir ofan. Ég hringdi í mömmu og sagði; það er skotárás í gangi í Field's,“ sagði drengurinn þegar hann bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt,“ heyrði hann árásarmanninn segja. Minnisblað frá kennara drengsins var lagt fyrir dóminn. Þar sagði að hann hefði ekki verið samur eftir að hafa upplifað árásina. Annað vitni, afgreiðslustúlka frá Svíþjóð, heyrði hávaða fyrir utan verslunina þar sem hún var að vinna. Skyndilega hrópaði samstarfsmaður hennar: Hlauptu, hlauptu! Hún hljóp út, enn með herðatré í höndunum, og sá vopnaðan árásarmanninn. Hún segir hann hafa virst yfirvegaðan og verið að njóta þess sem gekk á. Hún heyrði tvo skothvelli áður en hún komst út úr verslanamiðstöðinni. Mikil skelfing greip um sig þegar skotárásin hófst.epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Velti því fyrir sér að myrða leikskólabörn Eins og fyrr segir var árásarmaðurinn viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í gærmorgun en baðst undan því að mæta þegar haldið var áfram eftir hádegismat. Hann hefur kosið að tjá sig ekki og ber við minnisleysi en lögmenn hans segja hann ekki sakhæfan sökum andlegra veikinda þegar árásin átti sér stað. Ef hann verður dæmdur sekur, verður hann vistaður á öryggisdeild í Slagelse, þar sem hættulegustu glæpamenn Danmerkur eru vistaðir. Þar sem maðurinn mun ekki bera vitni las saksóknarinn í málinu upp úr yfirheyrslum lögreglu í dómsal í gær. Lögregla spurði meðal annars hvers vegna hann hefði farið vopnaður í Field's. „Til að bjarga þeim. Þau vildu deyja,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki hafa haft sérstakt skotmark í huga og að hann hefði deilt myndskeiðum á YouTube í aðdraganda árásarinnar þar sem hann sést vopnaður í þeirri von um að einhver myndi stöðva hann. Hann hefði þjáðst af áráttukenndum hugsunum og tjáð geðlækni viku fyrir árásina að hann samsamaði sig við þekkta fjöldamorðingja. Aðspurður sagðist hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegan glæp hann hefði framið. Gögn sem fundust á heimili mannsins bentu til þess að hann hefði á einhverjum tímapunkti haft í hyggju að láta til skarar skríða á leikskóla á Amager. Hafði hann kynnt sér húsnæðið og hvenær börnin væru inni og úti. „Þetta er bara tölvuleikur og ég er aðalkarakterinn. Ekkert skiptir máli,“ skrifaði hann. Réttarhöldin halda áfram í dag og næstu daga. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Réttarhöld standa nú yfir gegn manninum, sem er 23 ára. Hann var viðstaddur fyrirtöku í gær en kaus að tjá sig ekki. „Ég heyrði hvell. Hann var mjög hár. Það suðaði fyrir eyrunum á mér. Ég hljóp niður rúllustigann. Ég sá árásarmanninn. Ég stökk yfir kantinn. Það voru læti fyrir ofan. Ég hringdi í mömmu og sagði; það er skotárás í gangi í Field's,“ sagði drengurinn þegar hann bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt,“ heyrði hann árásarmanninn segja. Minnisblað frá kennara drengsins var lagt fyrir dóminn. Þar sagði að hann hefði ekki verið samur eftir að hafa upplifað árásina. Annað vitni, afgreiðslustúlka frá Svíþjóð, heyrði hávaða fyrir utan verslunina þar sem hún var að vinna. Skyndilega hrópaði samstarfsmaður hennar: Hlauptu, hlauptu! Hún hljóp út, enn með herðatré í höndunum, og sá vopnaðan árásarmanninn. Hún segir hann hafa virst yfirvegaðan og verið að njóta þess sem gekk á. Hún heyrði tvo skothvelli áður en hún komst út úr verslanamiðstöðinni. Mikil skelfing greip um sig þegar skotárásin hófst.epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Velti því fyrir sér að myrða leikskólabörn Eins og fyrr segir var árásarmaðurinn viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í gærmorgun en baðst undan því að mæta þegar haldið var áfram eftir hádegismat. Hann hefur kosið að tjá sig ekki og ber við minnisleysi en lögmenn hans segja hann ekki sakhæfan sökum andlegra veikinda þegar árásin átti sér stað. Ef hann verður dæmdur sekur, verður hann vistaður á öryggisdeild í Slagelse, þar sem hættulegustu glæpamenn Danmerkur eru vistaðir. Þar sem maðurinn mun ekki bera vitni las saksóknarinn í málinu upp úr yfirheyrslum lögreglu í dómsal í gær. Lögregla spurði meðal annars hvers vegna hann hefði farið vopnaður í Field's. „Til að bjarga þeim. Þau vildu deyja,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki hafa haft sérstakt skotmark í huga og að hann hefði deilt myndskeiðum á YouTube í aðdraganda árásarinnar þar sem hann sést vopnaður í þeirri von um að einhver myndi stöðva hann. Hann hefði þjáðst af áráttukenndum hugsunum og tjáð geðlækni viku fyrir árásina að hann samsamaði sig við þekkta fjöldamorðingja. Aðspurður sagðist hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegan glæp hann hefði framið. Gögn sem fundust á heimili mannsins bentu til þess að hann hefði á einhverjum tímapunkti haft í hyggju að láta til skarar skríða á leikskóla á Amager. Hafði hann kynnt sér húsnæðið og hvenær börnin væru inni og úti. „Þetta er bara tölvuleikur og ég er aðalkarakterinn. Ekkert skiptir máli,“ skrifaði hann. Réttarhöldin halda áfram í dag og næstu daga.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira