Litla Rússland Sigurjón Þórðarson skrifar 13. júní 2023 10:30 Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Húsnæðisskorturinn Lítið framboð og gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er stór þáttur í að keyra áfram verðbólguna. Skorturinn á ekki að koma neinum á óvart heldur hefur það verið ljóst um árabil hvert stefndi. Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórn húsnæðismála sl. áratug og hans helst framlag hefur veirð að hræra eitthvað í stofnunum með nýjum nafngiftum og jú að koma íbúðum Íbúðarlánasjóðs inn í leigufélög flokksgæðinga. Ekki þarf mikla skarpskyggni til þess ráða fram úr vandanum, sem er að auka framboðið á húsnæði og það er rétt að almenningur spyrji hvers vegna í ósköpunum er það ekki gert? Er það vegna þess að stjórnvöld setja hagsmuni leigufélaga og húsnæðisbraskara öndvegi á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að það sé ekki nægt framboð á byggingalóðum fyrir íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu – það er ljóst að ef borgin væri jafn þéttbýl og borgir Evrópu þá mætti koma meiru en tugfalt fleiri íbúum fyrir á svæðinu en búa þar nú. Er lóðaskorturinn og lóðabraskið sem látið er viðgangast á forsendum gæðinganna og á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa dregið lappirnar við að lögfesta leigubremsuna sem Flokkur fólksins lagði til? Svarið er að ráðandi stjórnmálaöfl þjóna gæðingunum á kostnað alemnnings. Hvernig stendur á því að ekki sé stuðlað að því að lífeyrissjóðir launamanna séu virkjaði með skipulögðum hætti við að leysa úr húsnæðisskortinum? Ef þeir eiga að gera það með það fyrir augum koma upp leigufélögum með Norrænni fyrirmynd þá þarf að breyta lögum og reglum. Hvers vegna er það ekki gert – er það vegna þess að þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnvöldum? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Húsnæðisskorturinn Lítið framboð og gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er stór þáttur í að keyra áfram verðbólguna. Skorturinn á ekki að koma neinum á óvart heldur hefur það verið ljóst um árabil hvert stefndi. Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórn húsnæðismála sl. áratug og hans helst framlag hefur veirð að hræra eitthvað í stofnunum með nýjum nafngiftum og jú að koma íbúðum Íbúðarlánasjóðs inn í leigufélög flokksgæðinga. Ekki þarf mikla skarpskyggni til þess ráða fram úr vandanum, sem er að auka framboðið á húsnæði og það er rétt að almenningur spyrji hvers vegna í ósköpunum er það ekki gert? Er það vegna þess að stjórnvöld setja hagsmuni leigufélaga og húsnæðisbraskara öndvegi á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að það sé ekki nægt framboð á byggingalóðum fyrir íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu – það er ljóst að ef borgin væri jafn þéttbýl og borgir Evrópu þá mætti koma meiru en tugfalt fleiri íbúum fyrir á svæðinu en búa þar nú. Er lóðaskorturinn og lóðabraskið sem látið er viðgangast á forsendum gæðinganna og á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa dregið lappirnar við að lögfesta leigubremsuna sem Flokkur fólksins lagði til? Svarið er að ráðandi stjórnmálaöfl þjóna gæðingunum á kostnað alemnnings. Hvernig stendur á því að ekki sé stuðlað að því að lífeyrissjóðir launamanna séu virkjaði með skipulögðum hætti við að leysa úr húsnæðisskortinum? Ef þeir eiga að gera það með það fyrir augum koma upp leigufélögum með Norrænni fyrirmynd þá þarf að breyta lögum og reglum. Hvers vegna er það ekki gert – er það vegna þess að þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnvöldum? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar