„Ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig“ Hinrik Wöhler skrifar 12. júní 2023 22:30 Nik í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink Keflavík vann óvæntan 2-1 sigur á Þrótti í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, þurfti að sætta sig við svekkjandi tap þrátt fyrir að Þróttur hafði yfirhöndina lungann úr leiknum. „Ekki mikið að segja, fyrsti hálfleikur var ekki nægilega góður miðað við okkar getu. Keflavík á hrós skilið, þær gerðu okkur lífið leitt og neyddum okkur í óeðlileg mistök. Mér fannst við vera sterkari þegar leið á fyrri hálfleik og þá náðum við að opna vörnina hjá þeim, fengum tvö frábær færi þar sem við áttum að skora. Síðari hálfleikur átti að vera svipaður og við ætluðum að vera þolinmóðar. Svo kemur rauða spjaldið og þær skora beint úr aukaspyrnunni og við þurfum að fara að elta í leiknum. Þær skora síðan annað mark þegar við erum aðeins níu inn á vellinum en við héldum áfram að berjast og sköpuðum færi og náðum að skora mark. Höfðum jafnvel getað stolið stigi í lokin,“ sagði Nik skömmu eftir leikinn. Á 55. mínútu fékk Álfhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, að líta rauða spjaldið eftir tæklingu á Linli Tu. Linli var sloppin ein í gegn og gaf Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, Álfhildi rautt spjald. „Klárlega vonbrigði, sérstaklega hvernig rauða spjaldið kom til. Við vorum ekki nægilega beittar í vörninni þegar skyndisóknin kom og Álfhildur þurfti að fara í tæklinguna og fær rautt, það er eins og það er. En á undan því, hefði Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átt að skora í fyrri hálfleik úr einu af færunum tveimur. Við héldum þó áfram að skapa færi og berjast, ef þetta hefði verið 1-0 hefði þetta verið möguleiki,“ sagði Nik. Nik bætir við að dómurinn var þó réttur og Álfhildur verðskuldaði rautt spjald fyrir brotið. „Þetta var rautt spjald, Álfhildur var síðasti leikmaðurinn. Klárlega rautt spjald, engin spurning. Þegar ég fékk gula spjaldið þá var ég ekki að kvarta í dómaranum. Það var allt annað, ég var bara sparka í vatnsbrúsa. Gummi [Guðmundur Páll Friðbertsson] átti góðan leik, gef honum það.“ Þróttur bað einnig um vítaspyrnu eftir klukkutímaleik en leikmönnum Þróttar varð ekki að ósk sinni. „Ég sá ekki almennilega hvort það var hendi eða ekki en hvort sem er vorum við ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig.“ Það er stutt í næsta leik en 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna er leikinn í vikunni. Þróttur mætir Breiðablik á fimmtudaginn næstkomandi. „Við ætlum að rífa okkur upp. Í dag var mjög þreytandi leikur og leikmenn Breiðabliks verða örugglega ferskari en við. Við erum með eitthvað af meiðslum og verðum að sjá hvernig Ólöf verður. Við metum það á næstu dögum, alltaf gaman að spila í bikarnum og gefur okkur frí frá deildinni í bili,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
„Ekki mikið að segja, fyrsti hálfleikur var ekki nægilega góður miðað við okkar getu. Keflavík á hrós skilið, þær gerðu okkur lífið leitt og neyddum okkur í óeðlileg mistök. Mér fannst við vera sterkari þegar leið á fyrri hálfleik og þá náðum við að opna vörnina hjá þeim, fengum tvö frábær færi þar sem við áttum að skora. Síðari hálfleikur átti að vera svipaður og við ætluðum að vera þolinmóðar. Svo kemur rauða spjaldið og þær skora beint úr aukaspyrnunni og við þurfum að fara að elta í leiknum. Þær skora síðan annað mark þegar við erum aðeins níu inn á vellinum en við héldum áfram að berjast og sköpuðum færi og náðum að skora mark. Höfðum jafnvel getað stolið stigi í lokin,“ sagði Nik skömmu eftir leikinn. Á 55. mínútu fékk Álfhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, að líta rauða spjaldið eftir tæklingu á Linli Tu. Linli var sloppin ein í gegn og gaf Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, Álfhildi rautt spjald. „Klárlega vonbrigði, sérstaklega hvernig rauða spjaldið kom til. Við vorum ekki nægilega beittar í vörninni þegar skyndisóknin kom og Álfhildur þurfti að fara í tæklinguna og fær rautt, það er eins og það er. En á undan því, hefði Ólöf [Sigríður Kristinsdóttir] átt að skora í fyrri hálfleik úr einu af færunum tveimur. Við héldum þó áfram að skapa færi og berjast, ef þetta hefði verið 1-0 hefði þetta verið möguleiki,“ sagði Nik. Nik bætir við að dómurinn var þó réttur og Álfhildur verðskuldaði rautt spjald fyrir brotið. „Þetta var rautt spjald, Álfhildur var síðasti leikmaðurinn. Klárlega rautt spjald, engin spurning. Þegar ég fékk gula spjaldið þá var ég ekki að kvarta í dómaranum. Það var allt annað, ég var bara sparka í vatnsbrúsa. Gummi [Guðmundur Páll Friðbertsson] átti góðan leik, gef honum það.“ Þróttur bað einnig um vítaspyrnu eftir klukkutímaleik en leikmönnum Þróttar varð ekki að ósk sinni. „Ég sá ekki almennilega hvort það var hendi eða ekki en hvort sem er vorum við ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig.“ Það er stutt í næsta leik en 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna er leikinn í vikunni. Þróttur mætir Breiðablik á fimmtudaginn næstkomandi. „Við ætlum að rífa okkur upp. Í dag var mjög þreytandi leikur og leikmenn Breiðabliks verða örugglega ferskari en við. Við erum með eitthvað af meiðslum og verðum að sjá hvernig Ólöf verður. Við metum það á næstu dögum, alltaf gaman að spila í bikarnum og gefur okkur frí frá deildinni í bili,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira