Neitað um gistingu og geta hvergi farið Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2023 23:20 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Arnar Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir önnur sveitarfélög verða að opna úrræði fyrir heimilislausa en ekki banna fólki að nýta sér neyðarskýli borgarinnar. Vísa þarf fólki frá vilji sveitarfélög ekki greiða fyrir gistingu. Fyrir helgi fjallaði Heimildin um heimilislausan mann sem svipti sig lífi skömmu eftir að honum var neitað um gistingu í neyðarskýli Reykjavíkurborgar en hann var skráður til heimilis í Hafnarfirði. Heimildin ræddi við systur mannsins sem sagði peninga og samráðsleysi milli sveitarfélaga hafa valdið andláti bróður hennar en Hafnarfjarðarbær heldur ekki úti gistiskýli fyrir heimilislausa líkt og Reykjavíkurborg gerir. Fyrirkomulagið með neyðarskýlin í Reykjavík er þannig að sé einstaklingur í leit að skjóli en er skráður í annað sveitarfélag er haft samband við viðkomandi sveitarfélag og það látið vita af komunni. Síðan þarf viðkomandi sveitarfélag að greiða gistináttagjald sem nýlega var hækkað úr 21 þúsund krónum í 46 þúsund krónur til að standa undir raunkostnaði. Geta sveitarfélögin neitað að borga gjaldið og krafist þess að einstaklingum sé vísað frá gistiskýlinu, sama hvort þau bjóði sjálf upp á neyðarskýli eða ekki. Bagalegt að sveitarfélög láti vísa fólki frá Að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar, er það bagalegt ef sveitarfélög vísa íbúum sínum frá skýlum Reykjavíkurborgar með ekkert net til að grípa þá. „Þetta er fólk í mjög miklum félagslegum vanda. Margir með sjúkdóma, vímuefnavanda. Þetta er fólk sem þarf mjög sérhæfða og fjölbreytta þjónustu. Þannig ég held að það sé mjög mikilvægt að ef sveitarfélög ætli að fara að segja það að þeirra aðilar gisti í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar, sem er auðvitað velkomið, þá verður að vera til staðar þjónusta í þeim sveitarfélögum,“ segir Heiða Björg. Betra að fólk sé nálægt fjölskyldu og vinum Dæmi séu um að heimilislaust fólk færi skráningu sína til Reykjavíkur til að fá þar betri þjónustu en aðrir bjóða upp á. „Það er ekkert endilega gott því það er ekki endilega gott að allir þeir sem eru í þessum mikla félagslega vanda séu allir á sama stað. Þannig við mælum með því að fleiri sveitarfélög komi sér upp þjónustu og þá getum við gripið fólkið fyrr. Þá er það oftast nálægt sínum vinum og fjölskyldu. Það er auðveldara að ná því til baka,“ segir Heiða Björg. Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar vildu ekki tjá sig um málið og vísuðu í yfirlýsingu sem einnig var send Heimildinni er fjallað var um málið. Þar kemur fram að engum einstaklingi sé vísað frá án boða um önnur úrræði og að ráðgafar sveitarfélagsins séu boðnir og búnir til að finna leiðir og lausnir í öllum málum. Hafnarfjarðarbær er með skýra verkferla varðandi einstaklinga sem leita til gistiskýla, á í góðu samstarfi við starfsfólk gistiskýlanna og leggur áherslu á að mæta þessum viðkvæma hópi einstaklinga með faglegri þjónustu, skilningi og ráðgjöf. Félagsráðgjafar hjá Hafnarfjarðarbæ hafa frumkvæði að því að reyna að ná sambandi við einstaklinga sem leita til gistiskýlanna til þess að bjóða félagslega ráðgjöf og stuðning hvort sem er fjárhagslegan eða varðandi búsetu til skemmri eða lengri tíma. Hvað varðar gistiskýlin í Reykjavík er mikilvægt að hafa í huga að þau eru ekki búsetuúrræði heldur neyðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru heimilislausir. Hafnarfjarðarbær er með samning við Reykjavíkurborg um veitingu þjónustunnar og hefur nýleg hækkun á gistináttagjaldi hvorki haft áhrif á verklag sveitarfélagsins um þriggja daga gistiviðmið né á þjónustu til einstaklinga. Þjónusta gistiskýlanna er mjög mikilvæg fyrir þennan hóp einstaklinga, sem er oft á tíðum með flóknar og miklar þjónustuþarfir, en mikilvægt að hafa í huga að fleiri nætur í gistiskýli leysa ekki vanda þessa viðkvæma hóps og að sveitarfélag þarf að fá tækifæri til að grípa inn í og veita félagslega ráðgjöf og viðeigandi stuðning. Verklagið hefur því verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli er einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Hefur slíkt vinnulag verið viðhaft hjá sveitarfélaginu um árabil í góðu samstarfi við starfsfólk gistiskýlanna. Engum einstaklingi hefur verið vísað frá án boða um önnur úrræði og ráðgjafar sveitarfélagsins boðnir og búnir til að finna leiðir og lausnir í öllum málum. Málefni heimilislausra Reykjavík Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fyrir helgi fjallaði Heimildin um heimilislausan mann sem svipti sig lífi skömmu eftir að honum var neitað um gistingu í neyðarskýli Reykjavíkurborgar en hann var skráður til heimilis í Hafnarfirði. Heimildin ræddi við systur mannsins sem sagði peninga og samráðsleysi milli sveitarfélaga hafa valdið andláti bróður hennar en Hafnarfjarðarbær heldur ekki úti gistiskýli fyrir heimilislausa líkt og Reykjavíkurborg gerir. Fyrirkomulagið með neyðarskýlin í Reykjavík er þannig að sé einstaklingur í leit að skjóli en er skráður í annað sveitarfélag er haft samband við viðkomandi sveitarfélag og það látið vita af komunni. Síðan þarf viðkomandi sveitarfélag að greiða gistináttagjald sem nýlega var hækkað úr 21 þúsund krónum í 46 þúsund krónur til að standa undir raunkostnaði. Geta sveitarfélögin neitað að borga gjaldið og krafist þess að einstaklingum sé vísað frá gistiskýlinu, sama hvort þau bjóði sjálf upp á neyðarskýli eða ekki. Bagalegt að sveitarfélög láti vísa fólki frá Að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar, er það bagalegt ef sveitarfélög vísa íbúum sínum frá skýlum Reykjavíkurborgar með ekkert net til að grípa þá. „Þetta er fólk í mjög miklum félagslegum vanda. Margir með sjúkdóma, vímuefnavanda. Þetta er fólk sem þarf mjög sérhæfða og fjölbreytta þjónustu. Þannig ég held að það sé mjög mikilvægt að ef sveitarfélög ætli að fara að segja það að þeirra aðilar gisti í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar, sem er auðvitað velkomið, þá verður að vera til staðar þjónusta í þeim sveitarfélögum,“ segir Heiða Björg. Betra að fólk sé nálægt fjölskyldu og vinum Dæmi séu um að heimilislaust fólk færi skráningu sína til Reykjavíkur til að fá þar betri þjónustu en aðrir bjóða upp á. „Það er ekkert endilega gott því það er ekki endilega gott að allir þeir sem eru í þessum mikla félagslega vanda séu allir á sama stað. Þannig við mælum með því að fleiri sveitarfélög komi sér upp þjónustu og þá getum við gripið fólkið fyrr. Þá er það oftast nálægt sínum vinum og fjölskyldu. Það er auðveldara að ná því til baka,“ segir Heiða Björg. Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar vildu ekki tjá sig um málið og vísuðu í yfirlýsingu sem einnig var send Heimildinni er fjallað var um málið. Þar kemur fram að engum einstaklingi sé vísað frá án boða um önnur úrræði og að ráðgafar sveitarfélagsins séu boðnir og búnir til að finna leiðir og lausnir í öllum málum. Hafnarfjarðarbær er með skýra verkferla varðandi einstaklinga sem leita til gistiskýla, á í góðu samstarfi við starfsfólk gistiskýlanna og leggur áherslu á að mæta þessum viðkvæma hópi einstaklinga með faglegri þjónustu, skilningi og ráðgjöf. Félagsráðgjafar hjá Hafnarfjarðarbæ hafa frumkvæði að því að reyna að ná sambandi við einstaklinga sem leita til gistiskýlanna til þess að bjóða félagslega ráðgjöf og stuðning hvort sem er fjárhagslegan eða varðandi búsetu til skemmri eða lengri tíma. Hvað varðar gistiskýlin í Reykjavík er mikilvægt að hafa í huga að þau eru ekki búsetuúrræði heldur neyðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru heimilislausir. Hafnarfjarðarbær er með samning við Reykjavíkurborg um veitingu þjónustunnar og hefur nýleg hækkun á gistináttagjaldi hvorki haft áhrif á verklag sveitarfélagsins um þriggja daga gistiviðmið né á þjónustu til einstaklinga. Þjónusta gistiskýlanna er mjög mikilvæg fyrir þennan hóp einstaklinga, sem er oft á tíðum með flóknar og miklar þjónustuþarfir, en mikilvægt að hafa í huga að fleiri nætur í gistiskýli leysa ekki vanda þessa viðkvæma hóps og að sveitarfélag þarf að fá tækifæri til að grípa inn í og veita félagslega ráðgjöf og viðeigandi stuðning. Verklagið hefur því verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli er einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Hefur slíkt vinnulag verið viðhaft hjá sveitarfélaginu um árabil í góðu samstarfi við starfsfólk gistiskýlanna. Engum einstaklingi hefur verið vísað frá án boða um önnur úrræði og ráðgjafar sveitarfélagsins boðnir og búnir til að finna leiðir og lausnir í öllum málum.
Hafnarfjarðarbær er með skýra verkferla varðandi einstaklinga sem leita til gistiskýla, á í góðu samstarfi við starfsfólk gistiskýlanna og leggur áherslu á að mæta þessum viðkvæma hópi einstaklinga með faglegri þjónustu, skilningi og ráðgjöf. Félagsráðgjafar hjá Hafnarfjarðarbæ hafa frumkvæði að því að reyna að ná sambandi við einstaklinga sem leita til gistiskýlanna til þess að bjóða félagslega ráðgjöf og stuðning hvort sem er fjárhagslegan eða varðandi búsetu til skemmri eða lengri tíma. Hvað varðar gistiskýlin í Reykjavík er mikilvægt að hafa í huga að þau eru ekki búsetuúrræði heldur neyðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru heimilislausir. Hafnarfjarðarbær er með samning við Reykjavíkurborg um veitingu þjónustunnar og hefur nýleg hækkun á gistináttagjaldi hvorki haft áhrif á verklag sveitarfélagsins um þriggja daga gistiviðmið né á þjónustu til einstaklinga. Þjónusta gistiskýlanna er mjög mikilvæg fyrir þennan hóp einstaklinga, sem er oft á tíðum með flóknar og miklar þjónustuþarfir, en mikilvægt að hafa í huga að fleiri nætur í gistiskýli leysa ekki vanda þessa viðkvæma hóps og að sveitarfélag þarf að fá tækifæri til að grípa inn í og veita félagslega ráðgjöf og viðeigandi stuðning. Verklagið hefur því verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli er einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Hefur slíkt vinnulag verið viðhaft hjá sveitarfélaginu um árabil í góðu samstarfi við starfsfólk gistiskýlanna. Engum einstaklingi hefur verið vísað frá án boða um önnur úrræði og ráðgjafar sveitarfélagsins boðnir og búnir til að finna leiðir og lausnir í öllum málum.
Málefni heimilislausra Reykjavík Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira