Sýndarsamráð á öllum skólastigum Alexandra Ýr van Erven og Rakel Anna Boulter skrifa 12. júní 2023 09:00 Námslánakerfið hér á landi hefur lengi verið brotið. Það er ljóst að framfærsla menntasjóðsins dugir ekki fyrir almennum útgjöldum. Þetta má sjá á niðurstöðum Eurostudent VII, þar sem meirihluti stúdenta á Íslandi fullyrða að án launaðrar vinnu meðfram námi hefðu þau ekki efni á því að vera í háskólanámi. Einnig kemur í ljós í nýlegri rannsókn að um 13% stúdenta á Íslandi búa við fæðuóöryggi. Góðu fréttirnar eru þær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála er nú í dauðafæri til þess að gera breytingar á þessu kerfi. Lögum samkvæmt ber ráðherra háskólamála að leggja fram niðurstöður endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna á næstkomandi haustþingi. Þetta er gullið tækifæri til úrbóta sem ber að nýta til hins ítrasta. Framhaldsskólanemar hafa nýverið vakið athygli á samráðsleysi vegna mögulegrar sameiningar ólíkra skóla eftir að ráðherra mennta- og barnamála hrinti af stað vinnu við afdrifaríkar breytingar án aðkomu nema og kennara skólanna. Í allan vetur hafa fulltrúar stúdenta óskað eftir upplýsingum um stöðu á endurskoðun Menntasjóðsins og aðkomu að henni, en án árangurs. Það er því greinilegt að skortur er á samráði á öllum skólastigum. Þrátt fyrir sýndarsamráð í ólíkri mynd er staðreyndin sú að stúdentar hafa litlar sem engar upplýsingar fengið um stöðu endurskoðunarinnar og það því orðið nokkuð ljóst að ráðuneytið lætur sig ekki varða skoðanir stúdenta. Þessi fyrirséða endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna hefur verið yfirvofandi allt frá því að ný lög tóku gildi árið 2020. Eðli málsins samkvæmt hafa stúdentar mikilvægra hagsmuna að gæta þegar kemur að endurskoðuninni. Fulltrúar stúdenta höfðu því gert sér vonir um virkt samráð í endurskoðunarferlinu og fengið fögur fyrirheit þess efnis frá ráðherra háskólamála. Í vetur hafa stúdentar ítrekað ýtt á eftir því, en ekkert fengið að sjá af raunverulegu samráði. Stúdentahreyfingarnar lögðu strax frá upphafi mikla áherslu á það við ráðherra að það tækifæri sem endurskoðunin veitti til úrbóta yrði nýtt til fulls, enda búa stúdentar enn í grundvallaratriðum við ófullnægjandi stuðningskerfi. Málið ætti að vera í forgangi í ráðuneyti háskólamála, enda grundvallarforsenda þess að markmið ráðherra í háskólamálum náist. Stúdentar lögðu áherslu á að vanda þyrfti til verka og byrja vinnuna tímanlega. Óskað var eftir því strax síðastliðið haust að fundið yrði fyrirkomulag þar sem stúdentar ættu sæti við borðið, líkt og gert var fyrir setningu laganna árið 2020. Ekki var orðið við þeirri bón og þær skýringar fengust að slíkt væri ekki í samræmi við stefnu nýs ráðuneytis háskólamála. Í ráðuneytinu er samráð haft í formi vinnustofa þar sem ólíkum hagsmunahópur er boðið. Það er þó með öllu óljóst hvernig þau sjónarmið sem þar koma fram eru nýtt. En ekki ein einasta vinnustofa hefur verið haldin um menntasjóðinn. Það er þó enn tími til stefnu og á meðan stúdentar nýta hverja lausa stund til vinnu í sumar til að eiga í sig og á næsta vetur vonum við að ráðherra nýti allan þann tíma sem býðst fram að haustþingi til að eiga í góðu samráði við stúdentahreyfingarnar, sem hafa verið í startholunum frá því í haust. Rakel Anna Boulter er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Alexandra Ýr van Erven er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Námslánakerfið hér á landi hefur lengi verið brotið. Það er ljóst að framfærsla menntasjóðsins dugir ekki fyrir almennum útgjöldum. Þetta má sjá á niðurstöðum Eurostudent VII, þar sem meirihluti stúdenta á Íslandi fullyrða að án launaðrar vinnu meðfram námi hefðu þau ekki efni á því að vera í háskólanámi. Einnig kemur í ljós í nýlegri rannsókn að um 13% stúdenta á Íslandi búa við fæðuóöryggi. Góðu fréttirnar eru þær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála er nú í dauðafæri til þess að gera breytingar á þessu kerfi. Lögum samkvæmt ber ráðherra háskólamála að leggja fram niðurstöður endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna á næstkomandi haustþingi. Þetta er gullið tækifæri til úrbóta sem ber að nýta til hins ítrasta. Framhaldsskólanemar hafa nýverið vakið athygli á samráðsleysi vegna mögulegrar sameiningar ólíkra skóla eftir að ráðherra mennta- og barnamála hrinti af stað vinnu við afdrifaríkar breytingar án aðkomu nema og kennara skólanna. Í allan vetur hafa fulltrúar stúdenta óskað eftir upplýsingum um stöðu á endurskoðun Menntasjóðsins og aðkomu að henni, en án árangurs. Það er því greinilegt að skortur er á samráði á öllum skólastigum. Þrátt fyrir sýndarsamráð í ólíkri mynd er staðreyndin sú að stúdentar hafa litlar sem engar upplýsingar fengið um stöðu endurskoðunarinnar og það því orðið nokkuð ljóst að ráðuneytið lætur sig ekki varða skoðanir stúdenta. Þessi fyrirséða endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna hefur verið yfirvofandi allt frá því að ný lög tóku gildi árið 2020. Eðli málsins samkvæmt hafa stúdentar mikilvægra hagsmuna að gæta þegar kemur að endurskoðuninni. Fulltrúar stúdenta höfðu því gert sér vonir um virkt samráð í endurskoðunarferlinu og fengið fögur fyrirheit þess efnis frá ráðherra háskólamála. Í vetur hafa stúdentar ítrekað ýtt á eftir því, en ekkert fengið að sjá af raunverulegu samráði. Stúdentahreyfingarnar lögðu strax frá upphafi mikla áherslu á það við ráðherra að það tækifæri sem endurskoðunin veitti til úrbóta yrði nýtt til fulls, enda búa stúdentar enn í grundvallaratriðum við ófullnægjandi stuðningskerfi. Málið ætti að vera í forgangi í ráðuneyti háskólamála, enda grundvallarforsenda þess að markmið ráðherra í háskólamálum náist. Stúdentar lögðu áherslu á að vanda þyrfti til verka og byrja vinnuna tímanlega. Óskað var eftir því strax síðastliðið haust að fundið yrði fyrirkomulag þar sem stúdentar ættu sæti við borðið, líkt og gert var fyrir setningu laganna árið 2020. Ekki var orðið við þeirri bón og þær skýringar fengust að slíkt væri ekki í samræmi við stefnu nýs ráðuneytis háskólamála. Í ráðuneytinu er samráð haft í formi vinnustofa þar sem ólíkum hagsmunahópur er boðið. Það er þó með öllu óljóst hvernig þau sjónarmið sem þar koma fram eru nýtt. En ekki ein einasta vinnustofa hefur verið haldin um menntasjóðinn. Það er þó enn tími til stefnu og á meðan stúdentar nýta hverja lausa stund til vinnu í sumar til að eiga í sig og á næsta vetur vonum við að ráðherra nýti allan þann tíma sem býðst fram að haustþingi til að eiga í góðu samráði við stúdentahreyfingarnar, sem hafa verið í startholunum frá því í haust. Rakel Anna Boulter er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Alexandra Ýr van Erven er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun