Sýndarsamráð á öllum skólastigum Alexandra Ýr van Erven og Rakel Anna Boulter skrifa 12. júní 2023 09:00 Námslánakerfið hér á landi hefur lengi verið brotið. Það er ljóst að framfærsla menntasjóðsins dugir ekki fyrir almennum útgjöldum. Þetta má sjá á niðurstöðum Eurostudent VII, þar sem meirihluti stúdenta á Íslandi fullyrða að án launaðrar vinnu meðfram námi hefðu þau ekki efni á því að vera í háskólanámi. Einnig kemur í ljós í nýlegri rannsókn að um 13% stúdenta á Íslandi búa við fæðuóöryggi. Góðu fréttirnar eru þær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála er nú í dauðafæri til þess að gera breytingar á þessu kerfi. Lögum samkvæmt ber ráðherra háskólamála að leggja fram niðurstöður endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna á næstkomandi haustþingi. Þetta er gullið tækifæri til úrbóta sem ber að nýta til hins ítrasta. Framhaldsskólanemar hafa nýverið vakið athygli á samráðsleysi vegna mögulegrar sameiningar ólíkra skóla eftir að ráðherra mennta- og barnamála hrinti af stað vinnu við afdrifaríkar breytingar án aðkomu nema og kennara skólanna. Í allan vetur hafa fulltrúar stúdenta óskað eftir upplýsingum um stöðu á endurskoðun Menntasjóðsins og aðkomu að henni, en án árangurs. Það er því greinilegt að skortur er á samráði á öllum skólastigum. Þrátt fyrir sýndarsamráð í ólíkri mynd er staðreyndin sú að stúdentar hafa litlar sem engar upplýsingar fengið um stöðu endurskoðunarinnar og það því orðið nokkuð ljóst að ráðuneytið lætur sig ekki varða skoðanir stúdenta. Þessi fyrirséða endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna hefur verið yfirvofandi allt frá því að ný lög tóku gildi árið 2020. Eðli málsins samkvæmt hafa stúdentar mikilvægra hagsmuna að gæta þegar kemur að endurskoðuninni. Fulltrúar stúdenta höfðu því gert sér vonir um virkt samráð í endurskoðunarferlinu og fengið fögur fyrirheit þess efnis frá ráðherra háskólamála. Í vetur hafa stúdentar ítrekað ýtt á eftir því, en ekkert fengið að sjá af raunverulegu samráði. Stúdentahreyfingarnar lögðu strax frá upphafi mikla áherslu á það við ráðherra að það tækifæri sem endurskoðunin veitti til úrbóta yrði nýtt til fulls, enda búa stúdentar enn í grundvallaratriðum við ófullnægjandi stuðningskerfi. Málið ætti að vera í forgangi í ráðuneyti háskólamála, enda grundvallarforsenda þess að markmið ráðherra í háskólamálum náist. Stúdentar lögðu áherslu á að vanda þyrfti til verka og byrja vinnuna tímanlega. Óskað var eftir því strax síðastliðið haust að fundið yrði fyrirkomulag þar sem stúdentar ættu sæti við borðið, líkt og gert var fyrir setningu laganna árið 2020. Ekki var orðið við þeirri bón og þær skýringar fengust að slíkt væri ekki í samræmi við stefnu nýs ráðuneytis háskólamála. Í ráðuneytinu er samráð haft í formi vinnustofa þar sem ólíkum hagsmunahópur er boðið. Það er þó með öllu óljóst hvernig þau sjónarmið sem þar koma fram eru nýtt. En ekki ein einasta vinnustofa hefur verið haldin um menntasjóðinn. Það er þó enn tími til stefnu og á meðan stúdentar nýta hverja lausa stund til vinnu í sumar til að eiga í sig og á næsta vetur vonum við að ráðherra nýti allan þann tíma sem býðst fram að haustþingi til að eiga í góðu samráði við stúdentahreyfingarnar, sem hafa verið í startholunum frá því í haust. Rakel Anna Boulter er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Alexandra Ýr van Erven er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Námslánakerfið hér á landi hefur lengi verið brotið. Það er ljóst að framfærsla menntasjóðsins dugir ekki fyrir almennum útgjöldum. Þetta má sjá á niðurstöðum Eurostudent VII, þar sem meirihluti stúdenta á Íslandi fullyrða að án launaðrar vinnu meðfram námi hefðu þau ekki efni á því að vera í háskólanámi. Einnig kemur í ljós í nýlegri rannsókn að um 13% stúdenta á Íslandi búa við fæðuóöryggi. Góðu fréttirnar eru þær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála er nú í dauðafæri til þess að gera breytingar á þessu kerfi. Lögum samkvæmt ber ráðherra háskólamála að leggja fram niðurstöður endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna á næstkomandi haustþingi. Þetta er gullið tækifæri til úrbóta sem ber að nýta til hins ítrasta. Framhaldsskólanemar hafa nýverið vakið athygli á samráðsleysi vegna mögulegrar sameiningar ólíkra skóla eftir að ráðherra mennta- og barnamála hrinti af stað vinnu við afdrifaríkar breytingar án aðkomu nema og kennara skólanna. Í allan vetur hafa fulltrúar stúdenta óskað eftir upplýsingum um stöðu á endurskoðun Menntasjóðsins og aðkomu að henni, en án árangurs. Það er því greinilegt að skortur er á samráði á öllum skólastigum. Þrátt fyrir sýndarsamráð í ólíkri mynd er staðreyndin sú að stúdentar hafa litlar sem engar upplýsingar fengið um stöðu endurskoðunarinnar og það því orðið nokkuð ljóst að ráðuneytið lætur sig ekki varða skoðanir stúdenta. Þessi fyrirséða endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna hefur verið yfirvofandi allt frá því að ný lög tóku gildi árið 2020. Eðli málsins samkvæmt hafa stúdentar mikilvægra hagsmuna að gæta þegar kemur að endurskoðuninni. Fulltrúar stúdenta höfðu því gert sér vonir um virkt samráð í endurskoðunarferlinu og fengið fögur fyrirheit þess efnis frá ráðherra háskólamála. Í vetur hafa stúdentar ítrekað ýtt á eftir því, en ekkert fengið að sjá af raunverulegu samráði. Stúdentahreyfingarnar lögðu strax frá upphafi mikla áherslu á það við ráðherra að það tækifæri sem endurskoðunin veitti til úrbóta yrði nýtt til fulls, enda búa stúdentar enn í grundvallaratriðum við ófullnægjandi stuðningskerfi. Málið ætti að vera í forgangi í ráðuneyti háskólamála, enda grundvallarforsenda þess að markmið ráðherra í háskólamálum náist. Stúdentar lögðu áherslu á að vanda þyrfti til verka og byrja vinnuna tímanlega. Óskað var eftir því strax síðastliðið haust að fundið yrði fyrirkomulag þar sem stúdentar ættu sæti við borðið, líkt og gert var fyrir setningu laganna árið 2020. Ekki var orðið við þeirri bón og þær skýringar fengust að slíkt væri ekki í samræmi við stefnu nýs ráðuneytis háskólamála. Í ráðuneytinu er samráð haft í formi vinnustofa þar sem ólíkum hagsmunahópur er boðið. Það er þó með öllu óljóst hvernig þau sjónarmið sem þar koma fram eru nýtt. En ekki ein einasta vinnustofa hefur verið haldin um menntasjóðinn. Það er þó enn tími til stefnu og á meðan stúdentar nýta hverja lausa stund til vinnu í sumar til að eiga í sig og á næsta vetur vonum við að ráðherra nýti allan þann tíma sem býðst fram að haustþingi til að eiga í góðu samráði við stúdentahreyfingarnar, sem hafa verið í startholunum frá því í haust. Rakel Anna Boulter er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Alexandra Ýr van Erven er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar