Nauðgaði stjúpdóttur æskuvinar sem varaði hann við að reyna við gifta konu Árni Sæberg skrifar 11. júní 2023 18:52 Héraðsdómur Norðurlands-eystra kvað upp dóm yfir manninum um miðjan síðasta mánuð. Vísir/Vilhelm Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Fyrir dómi bar maðurinn það fyrir sig að stúlkan hefði „gefið honum merki“ um að hún vildi stunda með honum kynlíf. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands-eystra sem féll um miðjan síðasta mánuð en var ekki birtur fyrr en nýverið. Atvikið sem Ingi Valur var dæmdur fyrir varð í október árið 2021, þegar stúlkan var sextán ára gömul og hann 37 ára gamall. Í dóminum segir að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Hafi reynt að öskra en ekki getað það Fyrir dómi kvað stúlkan Inga Val vera besta vin pabba hennar og fjölskylduvin sem hún hafi þekkt frá því að hún var barn. Hann hafi verið hjá þeim á hverjum degi. Umrætt kvöld hafi hún verið að vinna á bar að tína saman glös. Ingi Valur hafi verið að tala við konu. Hann hafi komið til hennar á barnum og beðið hana að taka sig frá ef hann væri með konunni. Þau hafi svo farið í eftirpartí heim til hans. Þar hafi hann verið að reyna við og kyssa konuna svo brotaþoli hafi tekið hann til hliðar. Hann hafi þá beðið hana að koma inn í herbergi því að hann vildi ekki ræða þetta fyrir framan alla. Þar hafi þau sest á rúmið og rætt málið. Ingi Valur hafi síðan sagst ætla að ná sér í bjór og farið fram, en komið inn aftur án þess að hafa með sér bjór og lokað og læst herberginu. Hann hafi farið að ræða það þegar hann var að vinna í húsinu hjá þeim, hvað hann hafi oft hugsað um í hvernig innanundirfötum hún væri, hvað hann langaði til að gera og hvað hann langaði mikið að sofa hjá henni. Hún hafi ítrekað sagt nei og að það kæmi ekki til greina, hann væri besti vinur pabba hennar og miklu eldri en hún. Hann hafi sagst vita að hún vildi þetta, farið að snerta hana og farið með hönd upp læri hennar. Hún hafi frosið og hann klætt þau bæði úr buxum og haft við hana kynmök. Hún hafi reynt að öskra en ekki getað það. Hún hafi svo „hætt að frjósa“, ýtt ákærða af sér, klætt sig og farið. Hann hafi komið á eftir henni og verið að biðja hana um að leyfa sér að klára og talað um að hún mætti aldrei segja pabba sínum frá þessu, það myndi skemma vinasambandið auk þess sem ákærði ætti börn sem hann fengi til sín aðra hverja helgi. Stúlkan hafi hangið utan í honum Ingi Valur lýsti atvikum á annan veg en stúlkan. Hann sagðist hafa verið á barnum þar sem hún var að vinna og hún hafi hangið utan í honum allt kvöldið og gefið honum áfengi. Hún hafi rætt við hann um að vera ekki að eltast við konuna, sem stúlkan talaði um í framburði sínum, því hún væri gift. Ekkert hafi þó verið á milli þeirra konunnar en það geti auðveldlega misskilist þegar fólk talar saman í miklu návígi. Klukkan rúmlega eitt um nóttina hafi partíið færst heim til hans. Þangað hafi farið hann, stúlkan og fimm aðrir, sem báru vitni í málinu. Þau hafi spjallað saman, hlustað á tónlist og drukkið áfengi. Hann og konan hafi spjallað saman inni í eldhúsi og stúlkan fengið hann inn í herbergi til að ræða aftur við hann um að vera ekki að eltast við konuna, því hún væri gift. Samtalið hafi svo leiðst að því hvort þau ættu að sofa saman og hún brugðist við á jákvæðan hátt, klætt sig úr buxum og nærfötum, lagst á bakið upp í rúm og þau haft samfarir. Hann hafi hætt eftir nokkrar mínútur án þess að hafa sáðlát vegna þess að samviskan hafi truflað hann, það að þetta væri dóttir vinar hans. Hann hafi ekki gefið stúlkunni skýringar á því og hún einskis spurt heldur hafi hún klætt sig, hann klætt sig í buxur og fylgt henni til dyra. Síðar í framburðinum kvaðst hann hafa spurt stúlkuna beint hvort þau ættu að sofa saman og hún svarað játandi. Hann kvað stúlkuna aldrei hafa gefið til kynna að hún vildi þetta ekki og hvorki öskrað né reynt að öskra. Hún hafi kysst hann allan tímann á meðan þessu stóð. Ósamræmi í framburði leiddi til sakfellingar Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að óumdeilt sé að Ingi Valur og stúlkan hafi farið saman inn í herbergi umrætt kvöld og hann haft þar samræði við stúlkuna. Til frásagnar um hvað gerðist inni í herberginu séu aðeins Ingi Valur og stúlkan og standi þar orð gegn orði um hvort samþykki stúlkunnar hafi verið fyrir hendi. Hvíli niðurstaða því einkum á mati á trúverðugleika þeirra. Framburður stúlkunnar hafi að langmestu leyti verið á sama veg hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá hafi samskipti hennar við vitni í kjölfar atviksins og myndbönd af samskiptum hennar við eitt vitnið, sem lágu fyrir í málinu, rennt stoðum undir framburð hennar. Hins vegar hafi framburður Inga Vals verið mikið á reiki á milli þess þegar hann átti í samskiptum við vitni daginn eftir atvikið, þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu og þegar hann tjáði sig um atvikið fyrir dómi. Fyrst hafi hann sagt vitnum að ekkert hefði gerst milli þeirra stúlkunnar umrætt kvöld. Hann skýrði það svo að hann hafi verið að forða sér frá því að ræða um óþægilega hluti. Spurningum um það hvernig stúlkan veitti samþykki sitt fyrir kynmökunum hafi Ingi Valur svarað svo við fyrri yfirheyrslu lögreglu: „Ég, þú veist, get eiginlega ekkert svarað því nákvæmlega, þú veist, hún er náttúrulega hérna búin að vera utan í mérþarna um kvöldið, gefa mér áfengi og eitthvað og, þú veist, þetta bara gerðist.“ Nánar aðspurður um hvernig samþykki stúlkunnar hafi komið til hafi hann sagt: „Eða eins og ég segi, hún náttúrulega búin að vera utan í mér allt kvöldið og við förum inn í herbergið og þetta bara, þú veist, eitt leiðir af öðru og það gerist.“ Í seinni skýrslu sinni hafi hann hins vegar sagt að þau hafi rætt um hvort þau ættu að sofa saman og hún sagt já við því. Fyrir dómi kvað hann samtal þeirra í herberginu hafa leiðst að því hvort þau ættu að sofa saman. Hann hafi spurt hana, hún svarað játandi, klætt sig úr, lagst á bakið og þau haft kynmök og hún kysst hann á meðan. Hjá lögreglu hafi Ingi Valur þá kveðið kynmökunum hafa lokið „bara venjulega“ en hafi þó nánar aðspurður kveðist ekki hafa haft sáðlát. Fyrir dómi hafi hann kveðið þessu hafa lokið eftir nokkrar mínútur því það hafi truflað samvisku hans að þetta væri dóttir vinar hans. Aldursmunur skipti miklu máli Í dóminum segir að lög leggi ekki fortakslaust bann við samræði við börn á aldrinum fimmtán til sautján ára heldur geti þau veitt samþykki sitt fyrir þátttöku í slíku séu ekki fyrir hendi þau tengsl sem greinir í nánar tilgreindum ákvæðum almennra hegningarlaga. Þegar aldursmunur sé svo mikill, eins og hér háttar til, sé það þó álit dómsins að gera verði þá kröfu til þess sem eldri er, að gæta sérstakrar varúðar í kynferðislegum samskiptum, enda augljós hætta á að jafnræði sé ekki með aðilum og mikill munur á þroska þeirra og reynslu. Það eigi enn frekar við þegar aðstæður eða tengsl eru með þeim hætti að ljóst má vera að viðkomandi getur reynst erfitt að standa gegn þeim eldri. Með vísan til framburða Inga Vals og stúlkunar, vætti vitna og framangreinds, taldi Héraðsdómur Norðurlands-eystra að maðurinn hefði haft samræði við stúlkuna án samþykkis hennar. Ingi Valur var sem áður segir dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar, sem var ekki skilorðsbundin. Þá var hann dæmdur til þess að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í miskabætur og til þess að greiða allan sakarkostnað, alls tæplega 2,6 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Norðulands-eystra má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands-eystra sem féll um miðjan síðasta mánuð en var ekki birtur fyrr en nýverið. Atvikið sem Ingi Valur var dæmdur fyrir varð í október árið 2021, þegar stúlkan var sextán ára gömul og hann 37 ára gamall. Í dóminum segir að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Hafi reynt að öskra en ekki getað það Fyrir dómi kvað stúlkan Inga Val vera besta vin pabba hennar og fjölskylduvin sem hún hafi þekkt frá því að hún var barn. Hann hafi verið hjá þeim á hverjum degi. Umrætt kvöld hafi hún verið að vinna á bar að tína saman glös. Ingi Valur hafi verið að tala við konu. Hann hafi komið til hennar á barnum og beðið hana að taka sig frá ef hann væri með konunni. Þau hafi svo farið í eftirpartí heim til hans. Þar hafi hann verið að reyna við og kyssa konuna svo brotaþoli hafi tekið hann til hliðar. Hann hafi þá beðið hana að koma inn í herbergi því að hann vildi ekki ræða þetta fyrir framan alla. Þar hafi þau sest á rúmið og rætt málið. Ingi Valur hafi síðan sagst ætla að ná sér í bjór og farið fram, en komið inn aftur án þess að hafa með sér bjór og lokað og læst herberginu. Hann hafi farið að ræða það þegar hann var að vinna í húsinu hjá þeim, hvað hann hafi oft hugsað um í hvernig innanundirfötum hún væri, hvað hann langaði til að gera og hvað hann langaði mikið að sofa hjá henni. Hún hafi ítrekað sagt nei og að það kæmi ekki til greina, hann væri besti vinur pabba hennar og miklu eldri en hún. Hann hafi sagst vita að hún vildi þetta, farið að snerta hana og farið með hönd upp læri hennar. Hún hafi frosið og hann klætt þau bæði úr buxum og haft við hana kynmök. Hún hafi reynt að öskra en ekki getað það. Hún hafi svo „hætt að frjósa“, ýtt ákærða af sér, klætt sig og farið. Hann hafi komið á eftir henni og verið að biðja hana um að leyfa sér að klára og talað um að hún mætti aldrei segja pabba sínum frá þessu, það myndi skemma vinasambandið auk þess sem ákærði ætti börn sem hann fengi til sín aðra hverja helgi. Stúlkan hafi hangið utan í honum Ingi Valur lýsti atvikum á annan veg en stúlkan. Hann sagðist hafa verið á barnum þar sem hún var að vinna og hún hafi hangið utan í honum allt kvöldið og gefið honum áfengi. Hún hafi rætt við hann um að vera ekki að eltast við konuna, sem stúlkan talaði um í framburði sínum, því hún væri gift. Ekkert hafi þó verið á milli þeirra konunnar en það geti auðveldlega misskilist þegar fólk talar saman í miklu návígi. Klukkan rúmlega eitt um nóttina hafi partíið færst heim til hans. Þangað hafi farið hann, stúlkan og fimm aðrir, sem báru vitni í málinu. Þau hafi spjallað saman, hlustað á tónlist og drukkið áfengi. Hann og konan hafi spjallað saman inni í eldhúsi og stúlkan fengið hann inn í herbergi til að ræða aftur við hann um að vera ekki að eltast við konuna, því hún væri gift. Samtalið hafi svo leiðst að því hvort þau ættu að sofa saman og hún brugðist við á jákvæðan hátt, klætt sig úr buxum og nærfötum, lagst á bakið upp í rúm og þau haft samfarir. Hann hafi hætt eftir nokkrar mínútur án þess að hafa sáðlát vegna þess að samviskan hafi truflað hann, það að þetta væri dóttir vinar hans. Hann hafi ekki gefið stúlkunni skýringar á því og hún einskis spurt heldur hafi hún klætt sig, hann klætt sig í buxur og fylgt henni til dyra. Síðar í framburðinum kvaðst hann hafa spurt stúlkuna beint hvort þau ættu að sofa saman og hún svarað játandi. Hann kvað stúlkuna aldrei hafa gefið til kynna að hún vildi þetta ekki og hvorki öskrað né reynt að öskra. Hún hafi kysst hann allan tímann á meðan þessu stóð. Ósamræmi í framburði leiddi til sakfellingar Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að óumdeilt sé að Ingi Valur og stúlkan hafi farið saman inn í herbergi umrætt kvöld og hann haft þar samræði við stúlkuna. Til frásagnar um hvað gerðist inni í herberginu séu aðeins Ingi Valur og stúlkan og standi þar orð gegn orði um hvort samþykki stúlkunnar hafi verið fyrir hendi. Hvíli niðurstaða því einkum á mati á trúverðugleika þeirra. Framburður stúlkunnar hafi að langmestu leyti verið á sama veg hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá hafi samskipti hennar við vitni í kjölfar atviksins og myndbönd af samskiptum hennar við eitt vitnið, sem lágu fyrir í málinu, rennt stoðum undir framburð hennar. Hins vegar hafi framburður Inga Vals verið mikið á reiki á milli þess þegar hann átti í samskiptum við vitni daginn eftir atvikið, þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu og þegar hann tjáði sig um atvikið fyrir dómi. Fyrst hafi hann sagt vitnum að ekkert hefði gerst milli þeirra stúlkunnar umrætt kvöld. Hann skýrði það svo að hann hafi verið að forða sér frá því að ræða um óþægilega hluti. Spurningum um það hvernig stúlkan veitti samþykki sitt fyrir kynmökunum hafi Ingi Valur svarað svo við fyrri yfirheyrslu lögreglu: „Ég, þú veist, get eiginlega ekkert svarað því nákvæmlega, þú veist, hún er náttúrulega hérna búin að vera utan í mérþarna um kvöldið, gefa mér áfengi og eitthvað og, þú veist, þetta bara gerðist.“ Nánar aðspurður um hvernig samþykki stúlkunnar hafi komið til hafi hann sagt: „Eða eins og ég segi, hún náttúrulega búin að vera utan í mér allt kvöldið og við förum inn í herbergið og þetta bara, þú veist, eitt leiðir af öðru og það gerist.“ Í seinni skýrslu sinni hafi hann hins vegar sagt að þau hafi rætt um hvort þau ættu að sofa saman og hún sagt já við því. Fyrir dómi kvað hann samtal þeirra í herberginu hafa leiðst að því hvort þau ættu að sofa saman. Hann hafi spurt hana, hún svarað játandi, klætt sig úr, lagst á bakið og þau haft kynmök og hún kysst hann á meðan. Hjá lögreglu hafi Ingi Valur þá kveðið kynmökunum hafa lokið „bara venjulega“ en hafi þó nánar aðspurður kveðist ekki hafa haft sáðlát. Fyrir dómi hafi hann kveðið þessu hafa lokið eftir nokkrar mínútur því það hafi truflað samvisku hans að þetta væri dóttir vinar hans. Aldursmunur skipti miklu máli Í dóminum segir að lög leggi ekki fortakslaust bann við samræði við börn á aldrinum fimmtán til sautján ára heldur geti þau veitt samþykki sitt fyrir þátttöku í slíku séu ekki fyrir hendi þau tengsl sem greinir í nánar tilgreindum ákvæðum almennra hegningarlaga. Þegar aldursmunur sé svo mikill, eins og hér háttar til, sé það þó álit dómsins að gera verði þá kröfu til þess sem eldri er, að gæta sérstakrar varúðar í kynferðislegum samskiptum, enda augljós hætta á að jafnræði sé ekki með aðilum og mikill munur á þroska þeirra og reynslu. Það eigi enn frekar við þegar aðstæður eða tengsl eru með þeim hætti að ljóst má vera að viðkomandi getur reynst erfitt að standa gegn þeim eldri. Með vísan til framburða Inga Vals og stúlkunar, vætti vitna og framangreinds, taldi Héraðsdómur Norðurlands-eystra að maðurinn hefði haft samræði við stúlkuna án samþykkis hennar. Ingi Valur var sem áður segir dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar, sem var ekki skilorðsbundin. Þá var hann dæmdur til þess að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í miskabætur og til þess að greiða allan sakarkostnað, alls tæplega 2,6 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Norðulands-eystra má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Fjallabyggð Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent