Á krossgötum Þórarinn Ingi Pétursson og Stefán Vagn Stefánsson skrifa 11. júní 2023 12:31 Nú er 153. löggjafarþingi lokið, staðan í samfélaginu er vissulega snúin þessa dagana og ekki alveg á þeim stað sem við myndum helst vera. Verkefnið er þó ekki óvinnandi, það krefst þó af okkur aga, ráðdeild og samheldni. Í þeim stormi sem við stöndum í núna megum við þó ekki gleyma þeirri góðu stöðu sem við höfum búið við í samfélaginu síðustu misseri. Ísland þrátt fyrir allt stendur vel sig vel í alþjóðlegum samanburði og heildar- og ráðstöfunartekjur Íslendinga hafa hækkað síðustu ár. Þrátt fyrir að samfélagið hafi svo gott sem stöðvast vegna heimsfaraldurs komumst við í gegnum allar þær áskoranir sem blöstu við, það var vegna þess að ríkissjóður stóð vel og hann stendur vel. Afkoma ríkissjóðs hefur stórbatnað langt umfram fyrri spár, og er um 90 milljarða betri en búist var við þegar fjárlögin fyrir yfirstandandi ár voru samþykkt. Þessi góða staða gerir okkur kleift að takast á við núverandi áskoranir með markvissum hætti. Aðgerðir gegn verðbólgu Samkvæmt efnahagsforsendum fjármálaáætlunar er gert ráð fyrir því að verðbólga verði ekki komin að verðbólgumarkmiði um 2,5% fyrr en á árinu 2026. Stjórnvöld hafa því í fjármálaáætlun birt stefnu um ná tökum á ástandinu með markvissum aðgerðum þannig er mögulegt verði að kveða niður verðbólgudrauginn og lækka vexti. Beita á ráðstöfunum á tekjuhliðinni m.a. með því að sækja nýjar tekjur til sterkra atvinnugreina. Þá verður afkoma ríkissjóðs bætt um 36,2 milljarða króna á næsta ári með sparnaði í rekstri ríkisins, hluti af því eða 3,5 milljarðar eru vegna tímabundinni frestun á framkvæmdum til þess að draga úr þenslu. Auk þess munu fjármálareglur sem stuðla að aðhaldi og ráðdeild verða virkjaðar ári fyrr en gert var ráð fyrir þegar þeim var vikið tímabundið til hliðar. Til þess að ganga fram með fordæmi hefur lögum verið breytt þannig að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins hækka um 2,5% í stað 6% þann 1. júlí nk. Með þessum aðgerðum er tryggt að laun æðstu embættismanna skapi ekki aukin verðbólguþrýsting. Auk þess til að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega hefur lífeyrir almannatrygginga verið hækkaður um 2,5% frá miðju ári, til viðbótar við 7,4% hækkun í upphafi árs. Þá er unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda á húsnæðismarkaði og mun starfshópur skila tillögum sínum þar að lútandi fyrir 1. júlí næstkomandi. Rétt forgangsröðun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur markvisst verið forgangsraðað í þágu velferðar með auknu fjárframlagi, þannig hefur rekstrargrunnur Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og heilsugæslunnar verið styrktur umtalsvert, nú síðast á fjárlögum 2023. Þá hefur viðbótar fjármagni verið veitt til Sjúkratryggingar Íslands til kaupa á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins í þeim tilgangi að stytta biðtíma eftir þjónustu. Þrátt fyrir aðhald í ríkisfjármálum verður ekki dregið úr fjármagni til heilbrigðiskerfisins. Velferðin og heilbrigðiskerfið þar á meðal á ekki að vera háð hagsveiflum. Stjórnvöld ætla á komandi mánuðum að styrkja húsnæðismarkaðinn enda vitum þau hversu mikilvægt það er að halda áfram við að byggja fleiri íbúðir í takt við aukin fólksfjölda. Það verður gert með því að byggja fleiri íbúðir í almenna kerfinu. Stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins verða tvöfölduð og framlög til hlutdeildarlána verða aukin enn frekar þannig að í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar árlega árin 2024 og 2025 með stuðningi ríkisins verða þær 1000 á ári. Auk þess verður 250 nýjum íbúðum bætt við fyrri áætlanir þessa árs og verða þá samtals tæplega 800. Þessar aðgerðir koma til með að styðja við framboð á húsnæðismarkaði og veita hinu tekjulægri möguleika á að eignast heimili. Rétta leiðin Við stöndum á krossgötum þessi misserin, því skiptir máli að rétt leið sé valin. Þessar krossgötur tákna þá stöðu sem mun móta ferða okkar áfram og ákvarða áfangastaðinn. Stjórnvöld hafa lagt upp með skynsamlega leið til þess að ná niður verðbólgu og ef vel á að takast til þurfa fyrirtæki, fjármálastofnanir, verkalýðsfélög og almenningur í landinu að ganga þann veg með stjórnvöldum. Rétta leiðin er ekki alltaf sú auðveldasta. Það getur krafist hugrekkis, seiglu og þrautseigju að ganga þá leið en á endanum skilar hún betri ávinningi. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í fjárlaganefnd og atvinnuveganefnd. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, formaður atvinnuveganefndar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er 153. löggjafarþingi lokið, staðan í samfélaginu er vissulega snúin þessa dagana og ekki alveg á þeim stað sem við myndum helst vera. Verkefnið er þó ekki óvinnandi, það krefst þó af okkur aga, ráðdeild og samheldni. Í þeim stormi sem við stöndum í núna megum við þó ekki gleyma þeirri góðu stöðu sem við höfum búið við í samfélaginu síðustu misseri. Ísland þrátt fyrir allt stendur vel sig vel í alþjóðlegum samanburði og heildar- og ráðstöfunartekjur Íslendinga hafa hækkað síðustu ár. Þrátt fyrir að samfélagið hafi svo gott sem stöðvast vegna heimsfaraldurs komumst við í gegnum allar þær áskoranir sem blöstu við, það var vegna þess að ríkissjóður stóð vel og hann stendur vel. Afkoma ríkissjóðs hefur stórbatnað langt umfram fyrri spár, og er um 90 milljarða betri en búist var við þegar fjárlögin fyrir yfirstandandi ár voru samþykkt. Þessi góða staða gerir okkur kleift að takast á við núverandi áskoranir með markvissum hætti. Aðgerðir gegn verðbólgu Samkvæmt efnahagsforsendum fjármálaáætlunar er gert ráð fyrir því að verðbólga verði ekki komin að verðbólgumarkmiði um 2,5% fyrr en á árinu 2026. Stjórnvöld hafa því í fjármálaáætlun birt stefnu um ná tökum á ástandinu með markvissum aðgerðum þannig er mögulegt verði að kveða niður verðbólgudrauginn og lækka vexti. Beita á ráðstöfunum á tekjuhliðinni m.a. með því að sækja nýjar tekjur til sterkra atvinnugreina. Þá verður afkoma ríkissjóðs bætt um 36,2 milljarða króna á næsta ári með sparnaði í rekstri ríkisins, hluti af því eða 3,5 milljarðar eru vegna tímabundinni frestun á framkvæmdum til þess að draga úr þenslu. Auk þess munu fjármálareglur sem stuðla að aðhaldi og ráðdeild verða virkjaðar ári fyrr en gert var ráð fyrir þegar þeim var vikið tímabundið til hliðar. Til þess að ganga fram með fordæmi hefur lögum verið breytt þannig að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins hækka um 2,5% í stað 6% þann 1. júlí nk. Með þessum aðgerðum er tryggt að laun æðstu embættismanna skapi ekki aukin verðbólguþrýsting. Auk þess til að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega hefur lífeyrir almannatrygginga verið hækkaður um 2,5% frá miðju ári, til viðbótar við 7,4% hækkun í upphafi árs. Þá er unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda á húsnæðismarkaði og mun starfshópur skila tillögum sínum þar að lútandi fyrir 1. júlí næstkomandi. Rétt forgangsröðun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur markvisst verið forgangsraðað í þágu velferðar með auknu fjárframlagi, þannig hefur rekstrargrunnur Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og heilsugæslunnar verið styrktur umtalsvert, nú síðast á fjárlögum 2023. Þá hefur viðbótar fjármagni verið veitt til Sjúkratryggingar Íslands til kaupa á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins í þeim tilgangi að stytta biðtíma eftir þjónustu. Þrátt fyrir aðhald í ríkisfjármálum verður ekki dregið úr fjármagni til heilbrigðiskerfisins. Velferðin og heilbrigðiskerfið þar á meðal á ekki að vera háð hagsveiflum. Stjórnvöld ætla á komandi mánuðum að styrkja húsnæðismarkaðinn enda vitum þau hversu mikilvægt það er að halda áfram við að byggja fleiri íbúðir í takt við aukin fólksfjölda. Það verður gert með því að byggja fleiri íbúðir í almenna kerfinu. Stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins verða tvöfölduð og framlög til hlutdeildarlána verða aukin enn frekar þannig að í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar árlega árin 2024 og 2025 með stuðningi ríkisins verða þær 1000 á ári. Auk þess verður 250 nýjum íbúðum bætt við fyrri áætlanir þessa árs og verða þá samtals tæplega 800. Þessar aðgerðir koma til með að styðja við framboð á húsnæðismarkaði og veita hinu tekjulægri möguleika á að eignast heimili. Rétta leiðin Við stöndum á krossgötum þessi misserin, því skiptir máli að rétt leið sé valin. Þessar krossgötur tákna þá stöðu sem mun móta ferða okkar áfram og ákvarða áfangastaðinn. Stjórnvöld hafa lagt upp með skynsamlega leið til þess að ná niður verðbólgu og ef vel á að takast til þurfa fyrirtæki, fjármálastofnanir, verkalýðsfélög og almenningur í landinu að ganga þann veg með stjórnvöldum. Rétta leiðin er ekki alltaf sú auðveldasta. Það getur krafist hugrekkis, seiglu og þrautseigju að ganga þá leið en á endanum skilar hún betri ávinningi. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í fjárlaganefnd og atvinnuveganefnd. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, formaður atvinnuveganefndar og nefndarmaður í fjárlaganefnd.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar