Messi í Miami mun bylta MLS-deildinni þökk sé Apple og Adidas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 07:57 Messi mætir í MLS-deildina í Miami. Vísir/Getty Lionel Messi hefur ákveðið að hans næsta skref á knattspyrnuferlinum verði tekið í Miami í Bandaríkjunum. Heimsmeistarinn hefur samið við Inter Miami og stefnir á að gera slökustu sóknarlínu MLS-deildarinnar samkeppnishæfa. Ljóst er að koma hans í deildina mun auka áhuga á henni til muna. Hinn 35 ára gamli Messi staðfesti á dögunum að Inter Miami yrði þriðja liðið sem hann myndi spila fyrir á atvinnumannaferli sínum. Hann hóf ferilinn eins og alþjóð veit í Katalóníu hjá Barcelona en færði sig til París Saint-Germain árið 2021. Samningur hans þar er við það að renna út og þó það hafi verið orðrómar um að hann myndi snúa aftur til Katalóníu eða þá til Sádi-Arabíu sem virðist vera í tísku þá ákvað Messi að halda til Miami. Messi er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við MLS-deildina en margar stjörnur hafa ákveðið að enda ferilinn í Bandaríkjunum. Það virðist þó sem samningur Messi sé ekki líkur neinu sem við höfum séð áður. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum fær Messi 53 milljónir Bandaríkjadala frá Inter Miami á ári eða tæplega sjö og hálfan milljarð íslenskra króna. Með þessu verður Messi fimmti launahæsti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum en það sem meira er, Apple og Adidas munu einnig greiða honum svo reikna má með að tékkinn verði enn hærri. Apple á réttinn að MLS-deildinni og selur svokallaðan „League Pass“ fyrir alla leiki deildarinnar. Mun Messi fá prósentu af þeim fjölda sem kaupir sér áskrift sérstaklega til að sjá hann spila. Þá mun hann fá hluta af treyjusölu Inter Miami en félagið leikur í Adidas. Ofan á allt þetta mun Messi fá eignarhlut í félaginu sjálfu. From @TheAthleticFC: Lionel Messi and Inter Miami are set to embark on one of the most fascinating MLS experiments yet.How does the world's best player perform when you put him in the division's worst team? https://t.co/c4sqaY0tDy— The New York Times (@nytimes) June 10, 2023 Búist er við miklu af Messi og tæknilega séð gæti hann spilað sína fyrstu leiki strax í júlí eftir að samningur hans við PSG rennur út og hann verður tilkynntur sem leikmaður Inter Miami. Það gæti þó farið svo að leikmaðurinn taki sér örlítið sumarfrí þar sem hann er farinn að nálgast 36 ára afmælisdaginn. Það sem er vitað er að Messi vill fá fleiri stór nöfn til liðs við Inter Miami. Sergio Busquets og Ángel Di María hafa verið nefndir til sögunnar en eitthvað þarf að breytast hjá liðinu sem er með lélegustu sóknarlínu deildarinnar. Einnig er ljóst að innkoma hans mun auka áhuga á deildinni til muna en miðasala á leiki Inter Miami hefur þegar aukist þó ekki sé vitað hvenær Messi mun leika sinn fyrsta leik. Sem stendur er Inter Miami í 15. og neðsta sæti Austurdeildar. Liðið er þó aðeins sex stigum frá því að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni og hver veit nema innkoma Messi verði sú innspýting sem liðið þarf. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Messi staðfesti á dögunum að Inter Miami yrði þriðja liðið sem hann myndi spila fyrir á atvinnumannaferli sínum. Hann hóf ferilinn eins og alþjóð veit í Katalóníu hjá Barcelona en færði sig til París Saint-Germain árið 2021. Samningur hans þar er við það að renna út og þó það hafi verið orðrómar um að hann myndi snúa aftur til Katalóníu eða þá til Sádi-Arabíu sem virðist vera í tísku þá ákvað Messi að halda til Miami. Messi er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við MLS-deildina en margar stjörnur hafa ákveðið að enda ferilinn í Bandaríkjunum. Það virðist þó sem samningur Messi sé ekki líkur neinu sem við höfum séð áður. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum fær Messi 53 milljónir Bandaríkjadala frá Inter Miami á ári eða tæplega sjö og hálfan milljarð íslenskra króna. Með þessu verður Messi fimmti launahæsti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum en það sem meira er, Apple og Adidas munu einnig greiða honum svo reikna má með að tékkinn verði enn hærri. Apple á réttinn að MLS-deildinni og selur svokallaðan „League Pass“ fyrir alla leiki deildarinnar. Mun Messi fá prósentu af þeim fjölda sem kaupir sér áskrift sérstaklega til að sjá hann spila. Þá mun hann fá hluta af treyjusölu Inter Miami en félagið leikur í Adidas. Ofan á allt þetta mun Messi fá eignarhlut í félaginu sjálfu. From @TheAthleticFC: Lionel Messi and Inter Miami are set to embark on one of the most fascinating MLS experiments yet.How does the world's best player perform when you put him in the division's worst team? https://t.co/c4sqaY0tDy— The New York Times (@nytimes) June 10, 2023 Búist er við miklu af Messi og tæknilega séð gæti hann spilað sína fyrstu leiki strax í júlí eftir að samningur hans við PSG rennur út og hann verður tilkynntur sem leikmaður Inter Miami. Það gæti þó farið svo að leikmaðurinn taki sér örlítið sumarfrí þar sem hann er farinn að nálgast 36 ára afmælisdaginn. Það sem er vitað er að Messi vill fá fleiri stór nöfn til liðs við Inter Miami. Sergio Busquets og Ángel Di María hafa verið nefndir til sögunnar en eitthvað þarf að breytast hjá liðinu sem er með lélegustu sóknarlínu deildarinnar. Einnig er ljóst að innkoma hans mun auka áhuga á deildinni til muna en miðasala á leiki Inter Miami hefur þegar aukist þó ekki sé vitað hvenær Messi mun leika sinn fyrsta leik. Sem stendur er Inter Miami í 15. og neðsta sæti Austurdeildar. Liðið er þó aðeins sex stigum frá því að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni og hver veit nema innkoma Messi verði sú innspýting sem liðið þarf.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira