Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 13:37 Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78, segir samtökin gleðjast yfir því að frumvarp um bann við bælingarmeðferðum hafi loks verið samþykkt. Vísir/Ívar Fannar Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. Bælingarmeðferð kallast það þegar fólk er látið sæta meðferð til að bæla niður og breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu þess. Slíkar meðferðir hafa verið framkvæmdar víða, bæði hérlendis sem erlendis. Þá hefur verið byggt á þeirri trú að unnt sé að lækna náttúrulega kynhneigð og kynvitund fólks. Með nýju lögunum verður nú refsivert að láta einstakling undirgangast slíka meðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis. Ásamt því að bann sé lagt við framkvæmd slíkra meðferða auk þess að hvetja til þeirra eða þiggja fé vegna þeirra. Brot geta varðað allt að fimm ára fangelsi. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, segir þetta mikilvæga breytingu. „Það sem þetta gerir líka er að þetta sýnir að Alþingi skilur að kynhneigð og kynvitund er eitthvað sem við getum ekki breytt. Heldur eitthvað sem að ja fólk lifir með og er sátt við í mörgum tilfellum en það sýnir líka að það er hreint og klárt ofbeldi að gera tilraunir til að reyna breyta kynvitund eða kynhneigð og það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir Álfur Birkir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en að því stóðu tólf aðrir þingmenn. „Við bara gleðjumst því að þetta sé loksins komið í gegn. Eins og við sjáum var greinilega mikill meirihluti fyrir þessu á þingi,“ segir Álfur Birkir. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta, 53 sögðu já, þrír greiddu ekki atkvæði og sjö voru fjarstaddir í gær. Alþingi Viðreisn Hinsegin Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. 15. september 2021 08:48 Vilja setja bann við meðferð með bælingu Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. 11. september 2019 08:15 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Bælingarmeðferð kallast það þegar fólk er látið sæta meðferð til að bæla niður og breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu þess. Slíkar meðferðir hafa verið framkvæmdar víða, bæði hérlendis sem erlendis. Þá hefur verið byggt á þeirri trú að unnt sé að lækna náttúrulega kynhneigð og kynvitund fólks. Með nýju lögunum verður nú refsivert að láta einstakling undirgangast slíka meðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis. Ásamt því að bann sé lagt við framkvæmd slíkra meðferða auk þess að hvetja til þeirra eða þiggja fé vegna þeirra. Brot geta varðað allt að fimm ára fangelsi. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, segir þetta mikilvæga breytingu. „Það sem þetta gerir líka er að þetta sýnir að Alþingi skilur að kynhneigð og kynvitund er eitthvað sem við getum ekki breytt. Heldur eitthvað sem að ja fólk lifir með og er sátt við í mörgum tilfellum en það sýnir líka að það er hreint og klárt ofbeldi að gera tilraunir til að reyna breyta kynvitund eða kynhneigð og það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir Álfur Birkir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en að því stóðu tólf aðrir þingmenn. „Við bara gleðjumst því að þetta sé loksins komið í gegn. Eins og við sjáum var greinilega mikill meirihluti fyrir þessu á þingi,“ segir Álfur Birkir. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta, 53 sögðu já, þrír greiddu ekki atkvæði og sjö voru fjarstaddir í gær.
Alþingi Viðreisn Hinsegin Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. 15. september 2021 08:48 Vilja setja bann við meðferð með bælingu Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. 11. september 2019 08:15 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. 15. september 2021 08:48
Vilja setja bann við meðferð með bælingu Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. 11. september 2019 08:15