„Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á“ Jón Már Ferro skrifar 10. júní 2023 11:06 Damir Muminovic er lykilmaður í vörn Blika vísir/hulda margrét FH og Breiðablik eigast við í stórleik 11. umferðar Bestu deildarinnar í dag. Liðin mættust síðastliðin mánudag í Mjólkurbikarnum og þá hafði Breiðablik betur 3-1. FH-ingar vilja hefna fyrir það á heimavelli. „Mér finnst alltaf lang best að spila á Kaplakrikavelli. Með stuðningsmennina sér við hlið. Stemningin er alltaf geggjuð. Við munum mæta tilbúnir í leikinn því við þurfum að ná fram hefndum fyrir það sem gerðist á mánudaginn,“ segir Úlfur Ágúst Björnsson, sóknar- og miðjumaður FH-inga. FH-ingar börðust mikið í fyrri hálfleik og mikil orka fór í að spila á móti sterku liði Blika. „Það var eitthvað sem spilaði inn í eins og þreyta. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti og sjá sumt sem við getum gert betur. Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við náðum að komast einu marki yfir. Svo gerðist eitthvað í seinni sem átti ekki að gerast,“ segir Úlfur. „Fyrir leikinn í dag erum við meira en tilbúnir,“ segir Úlfur. Mikil hátíð verður í Kaplakrika fyrir leikinn bæði fyrir og eftir leik. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Úlfur mun þurfa að komast í gegnum Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, til að skora í dag. Damir líst vel á leikinn og hrósaði FH-ingum. „Mjög vel. Þeir eru með gott lið og Heimir er að gera góða hluti með þá núna. Þannig þetta verður erfiður leikur,“ segir Damir. Damir er varnarmaður af guðsnáð og vill allra síst fá á sig mörk. Hann mun gera allt til að koma í veg fyrir að FH-ingar skori. „Við þurfum að loka fyrir þau göt sem við gerðum ekki í síðasta leik. Það er langt síðan við höfum unnið í Kaplakrika. Þetta er erfiður útivöllur,“ segir Damir. Breiðablik er ávallt meira með boltann í leikjum sínum og vilja pressa andstæðinginn ofarlega á vellinum. „Það er ekkert leyndarmál að við viljum vera með boltann í öllum leikjum sem við tökum þátt í. Stundum gengur það ekki. Þá þurfum við að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Damir. Grasvellir landsins komu illa undan vetri en unnið hefur verið að því að gera þá betri. Hingað til hefur verið erfitt að spila góðan fótbolta á grasvöllum. Blikar hafa fengið að kynnast því það sem af er móti. „Það má alveg búast við því. Ég hef ekki séð Kaplakrikavöll. Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á. Það ætti nú alveg að vera hægt að spila fótbolta á honum,“ segir Damir. Blikar byrjuðu ekki jafn vel og í fyrra en eru að ná vopnum sínum á ný. „Við byrjuðum ekki vel en höfum verið að finna taktinn aftur í síðustu leikjum. Það var mjög gott að koma til baka á móti Víking og jafna þann leik. Svo við förum ekki að missa þá allt of langt frá okkur,“ segir Damir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 15:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Breiðablik Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
FH-ingar vilja hefna fyrir það á heimavelli. „Mér finnst alltaf lang best að spila á Kaplakrikavelli. Með stuðningsmennina sér við hlið. Stemningin er alltaf geggjuð. Við munum mæta tilbúnir í leikinn því við þurfum að ná fram hefndum fyrir það sem gerðist á mánudaginn,“ segir Úlfur Ágúst Björnsson, sóknar- og miðjumaður FH-inga. FH-ingar börðust mikið í fyrri hálfleik og mikil orka fór í að spila á móti sterku liði Blika. „Það var eitthvað sem spilaði inn í eins og þreyta. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti og sjá sumt sem við getum gert betur. Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við náðum að komast einu marki yfir. Svo gerðist eitthvað í seinni sem átti ekki að gerast,“ segir Úlfur. „Fyrir leikinn í dag erum við meira en tilbúnir,“ segir Úlfur. Mikil hátíð verður í Kaplakrika fyrir leikinn bæði fyrir og eftir leik. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Úlfur mun þurfa að komast í gegnum Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, til að skora í dag. Damir líst vel á leikinn og hrósaði FH-ingum. „Mjög vel. Þeir eru með gott lið og Heimir er að gera góða hluti með þá núna. Þannig þetta verður erfiður leikur,“ segir Damir. Damir er varnarmaður af guðsnáð og vill allra síst fá á sig mörk. Hann mun gera allt til að koma í veg fyrir að FH-ingar skori. „Við þurfum að loka fyrir þau göt sem við gerðum ekki í síðasta leik. Það er langt síðan við höfum unnið í Kaplakrika. Þetta er erfiður útivöllur,“ segir Damir. Breiðablik er ávallt meira með boltann í leikjum sínum og vilja pressa andstæðinginn ofarlega á vellinum. „Það er ekkert leyndarmál að við viljum vera með boltann í öllum leikjum sem við tökum þátt í. Stundum gengur það ekki. Þá þurfum við að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Damir. Grasvellir landsins komu illa undan vetri en unnið hefur verið að því að gera þá betri. Hingað til hefur verið erfitt að spila góðan fótbolta á grasvöllum. Blikar hafa fengið að kynnast því það sem af er móti. „Það má alveg búast við því. Ég hef ekki séð Kaplakrikavöll. Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á. Það ætti nú alveg að vera hægt að spila fótbolta á honum,“ segir Damir. Blikar byrjuðu ekki jafn vel og í fyrra en eru að ná vopnum sínum á ný. „Við byrjuðum ekki vel en höfum verið að finna taktinn aftur í síðustu leikjum. Það var mjög gott að koma til baka á móti Víking og jafna þann leik. Svo við förum ekki að missa þá allt of langt frá okkur,“ segir Damir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 15:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Breiðablik Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira