Innlent

Sjálf­stæðis­menn í Suður­kjör­dæmi þrýsta á Bjarna um að standa við lof­orðin

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það hefur löngum staðið tli að Guðrún tæki við dómsmálaráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni.
Það hefur löngum staðið tli að Guðrún tæki við dómsmálaráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni.

Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur skorað á formann flokksins, Bjarna Benediktsson, að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“.

Áskorunin var samþykkt á stjórnarfundi á miðvikudaginn en send fjölmiðlum í nótt.

„Samkvæmt ítrustu túlkunum á hinum svokölluðum „12-18 mánuðum”, þá er tíminn runninn upp og rúmleg það. Suðurkjördæmi var eina landsbyggðarkjördæmið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 1. mann kjörinn,“ segir í áskoruninni.

Þá segir að Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi hafi gengið af síðasta landsfundi fullvissir um að Guðrún yrði ráðherra snemma á vormánuðum 2023. Núna sé komin tími til að „leggja orð í efndir“. 

„Það er algjör lágmarkskrafa um að hún taki sæti í ríkisstjórn við lok þingveturs,“ segir að lokum.

Athygli vekur að orðin „efna gefin loforð“ og „leggja orð í efndir“ eru feitletruð. Þá er ekki talað um að Guðrún fái endilega dómsmálaráðuneytið, eins og áður hafði verið rætt um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×