Grótta náði jafntefli gegn toppliðinu | Víkingskonur töpuðu sínum fyrstu stigum Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 21:12 Pétur Theodór Árnason skoraði fyrir Gróttu. Jafntefli varð í báðum leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Afturelding góðan sigur á Víkingi í Lengjudeild kvenna en Víkingar voru með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins. Fyrir leik Fjölnis og Gróttu í dag var Fjölnir í efsta sæti Lengjudeildar karla en Grótta í sjötta sæti eftir fimm umferðir. Liðin mættust á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi og það voru gestirnir sem gerðu fyrsta markið þegar Pétur Theodór Árnason skoraði á 10. mínútu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Fjölni að jafna, þar var að verki Axel Freyr Harðarson fyrrum leikmaður Gróttu. Staðan í hálfleik 1-1. Tómas Jóhannessen kom Gróttu í forystu á ný á 54. mínútu en Máni Austmann Hilmarsson jafnaði fyrir Fjölni þremur mínútum síðar. Lokatölur 1-1 og Fjölnir nú eitt í efsta sæti deildarinnar. Í Njarðvík tóku heimamenn á móti Selfyssingum. Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir á 17. mínútu en Luqman Shamsudin jafnaði fyrir Njarðvík sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1 og Selfoss jafnar því Grindavík að stigum í 3. - 4. sæti deildarinnar en Njarðvík lyftir sér upp um eitt sæti og í það sjöunda. Afturelding fyrstar til að vinna Víkinga Í Lengjudeild kvenna tapaði Víkingur sínum fyrstu stigum þegar liðið beið lægri hlut gegn Aftureldingu á heimavelli. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Aftueldingu yfir í fyrri hálfleik en Hlín Heiðarsdóttir jafnaði skömmu síðar. Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði svo tvö mörk fyrir Mosfellinga sitt hvoru megin við hálfleikinn en Bergdís Sveinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Víkinga. Lokatölur 3-2 og fyrsta tap Víkinga staðreynd sem voru með fullt hús stiga fyrir leikinn í kvöld. HK rótburstaði KR á heimavelli sínum í Kópavogi. Arna Sól Sævarsdóttir skoraði þrennu fyrir HK og þær Eva Stefánsdóttir, Eva Sól Aradóttir og Ísabella Eva Aradóttir bættu mörkum í sarpinn fyrir Kópavogsliðið. Lokatölur 6-1 eftir að Jewel Boland minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma. Þá vann Fylkir 5-0 sigur á Augnablik. Þórhildur Þórhallsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir komu Fylki í 5-0 í fyrri hálfleik og Helga Guðrún bætti öðru marki við á 61. mínútu leiksins. Tijana Krstic setti svo punktinn yfir i-ið á 87. mínútu og tryggði HK 5-0 sigur. Lengjudeild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Fyrir leik Fjölnis og Gróttu í dag var Fjölnir í efsta sæti Lengjudeildar karla en Grótta í sjötta sæti eftir fimm umferðir. Liðin mættust á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi og það voru gestirnir sem gerðu fyrsta markið þegar Pétur Theodór Árnason skoraði á 10. mínútu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Fjölni að jafna, þar var að verki Axel Freyr Harðarson fyrrum leikmaður Gróttu. Staðan í hálfleik 1-1. Tómas Jóhannessen kom Gróttu í forystu á ný á 54. mínútu en Máni Austmann Hilmarsson jafnaði fyrir Fjölni þremur mínútum síðar. Lokatölur 1-1 og Fjölnir nú eitt í efsta sæti deildarinnar. Í Njarðvík tóku heimamenn á móti Selfyssingum. Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir á 17. mínútu en Luqman Shamsudin jafnaði fyrir Njarðvík sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1 og Selfoss jafnar því Grindavík að stigum í 3. - 4. sæti deildarinnar en Njarðvík lyftir sér upp um eitt sæti og í það sjöunda. Afturelding fyrstar til að vinna Víkinga Í Lengjudeild kvenna tapaði Víkingur sínum fyrstu stigum þegar liðið beið lægri hlut gegn Aftureldingu á heimavelli. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Aftueldingu yfir í fyrri hálfleik en Hlín Heiðarsdóttir jafnaði skömmu síðar. Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði svo tvö mörk fyrir Mosfellinga sitt hvoru megin við hálfleikinn en Bergdís Sveinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Víkinga. Lokatölur 3-2 og fyrsta tap Víkinga staðreynd sem voru með fullt hús stiga fyrir leikinn í kvöld. HK rótburstaði KR á heimavelli sínum í Kópavogi. Arna Sól Sævarsdóttir skoraði þrennu fyrir HK og þær Eva Stefánsdóttir, Eva Sól Aradóttir og Ísabella Eva Aradóttir bættu mörkum í sarpinn fyrir Kópavogsliðið. Lokatölur 6-1 eftir að Jewel Boland minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma. Þá vann Fylkir 5-0 sigur á Augnablik. Þórhildur Þórhallsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir komu Fylki í 5-0 í fyrri hálfleik og Helga Guðrún bætti öðru marki við á 61. mínútu leiksins. Tijana Krstic setti svo punktinn yfir i-ið á 87. mínútu og tryggði HK 5-0 sigur.
Lengjudeild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira