Hamsik gæti spilað gegn Íslandi þrátt fyrir að skórnir séu farnir á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2023 16:30 Marek Hamsik rann blóðið til skyldunnar og gæti spilað gegn Íslandi. Igor Soban/Pixsell/MB Media/Getty Images Slóvakíski knattspyrnumaðurinn Marek Hamsik lék það sem átti að vera hans seinasti leikur er Trabzonspor vann öruggan 5-1 sigur gegn Alanyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðastliðinn laugardag. Hann er þó óvænt í landsliðshópi Slóvakíu sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli 17. júní. Hamsik, sem verður 36 ára í næsta mánuði, hafði sjálfur greint frá því að skórnir færu á hilluna eftir leik Trabzonspor og Alyanspor. Hann hafði einnig tilkynnt það í nóvember á síðasta ári að landsliðsskórnir væru farnir á hilluna. 🇸🇰🥹 Emotional moment as Marek Hamšík (35) plays his final professional match after announcing his retirement this week! pic.twitter.com/Air1Duk5EO— EuroFoot (@eurofootcom) June 3, 2023 Hamsik verður þó mögulega ekki hættur lengi í fótbolta því hann gæti spilað fyrir slóvakíska landsliðið aðeins tveimur vikum eftir að skórnir fóru á hilluna. Það má því gera ráð fyrir því að skórnir verði ekki orðnir mjög rykfallnir. Vegna meiðsla í slóvakíska hópnum hafði Francesco Calzona, þjálfari liðsins, samband við Hamsik og bað hann um að hjálpa liðinu í komandi leikjum gegn Íslandi og Liechtenstein. Hamsik rann blóðið til skyldunnar og sagði að ef Slóvakía þyrfti á sér að halda þá væri hann tilbúinn að hjálpa til. Það er því ljóst að verkefni íslenska landsliðsins verður í það ekki auðveldara við þessar fréttir því Hamsik er bæði leikja- og markahæsti leikmaður slóvakíska landsliðsins frá upphafi með 26 mörk í 136 leikjum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Hamsik, sem verður 36 ára í næsta mánuði, hafði sjálfur greint frá því að skórnir færu á hilluna eftir leik Trabzonspor og Alyanspor. Hann hafði einnig tilkynnt það í nóvember á síðasta ári að landsliðsskórnir væru farnir á hilluna. 🇸🇰🥹 Emotional moment as Marek Hamšík (35) plays his final professional match after announcing his retirement this week! pic.twitter.com/Air1Duk5EO— EuroFoot (@eurofootcom) June 3, 2023 Hamsik verður þó mögulega ekki hættur lengi í fótbolta því hann gæti spilað fyrir slóvakíska landsliðið aðeins tveimur vikum eftir að skórnir fóru á hilluna. Það má því gera ráð fyrir því að skórnir verði ekki orðnir mjög rykfallnir. Vegna meiðsla í slóvakíska hópnum hafði Francesco Calzona, þjálfari liðsins, samband við Hamsik og bað hann um að hjálpa liðinu í komandi leikjum gegn Íslandi og Liechtenstein. Hamsik rann blóðið til skyldunnar og sagði að ef Slóvakía þyrfti á sér að halda þá væri hann tilbúinn að hjálpa til. Það er því ljóst að verkefni íslenska landsliðsins verður í það ekki auðveldara við þessar fréttir því Hamsik er bæði leikja- og markahæsti leikmaður slóvakíska landsliðsins frá upphafi með 26 mörk í 136 leikjum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira