Öskraði á börn og skaut svo móðurina til bana Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 15:39 Ajike Owens var skotin til bana af nágranna sínum. AP Photo/John Raoux Hvít kona í Flórída sem skaut þeldökkan nágranna sinn í gegnum útidyr sínar, hefur verið handtekin. Nokkrir dagar eru síðan skotárásin átti sér stað en fógeti Marion-sýslu í Flórída hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að handtaka konuna ekki strax. Hin 58 ára gamla Susan Louise Lorincz er sögð hafa átt í langvarandi erjum við nágranna sinn Ajike Owens, áður en sú fyrrnefnda skaut þá síðarnefndu á föstudagskvöld. Lorincz hélt því fram við lögregluþjóna að hún hefði óttast um líf sitt og að Owens hafi verið að reyna að brjóta niður útihurðina þegar hún skaut nokkrum skotum í gegnum dyrnar. Billy Woods, áðurnefndur fógeti, birti myndband í gær þar sem hann útskýrði af hverju Lorincz hefði ekki verið handtekin fyrr en í gær. Hann sagði rannsóknarlögregluþjóna sína hafa unnið að rannsókn málsins og að þeir hefðu ekki getað handtekið Lorincz fyrr en búið væri að sanna það að hún hefði ekki skotið Owens í sjálfsvörn. Hann sagði deilur kvennanna hafa staðið yfir í um tvö og hálft ár og að lögregluþjónar hefðu ítrekað verið kallaðir út vegna erjanna. Woods, segir í myndbandinu hér að neðan að ljóst sé að ekki hafi verið um sjálfsvörn að ræða. Sjálfsvarnarlög Flórída hafa verið umdeild um árabil en Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Owens, var áður lögmaður fjölskyldu táningsins Trayvon Martins, sem var skotinn var til bana af George Zimmerman á árum áður. Það mál vakti gífurlega athygli á heimsvísu en Zimmerman var sýknaður á grunni þess að hann óttaðist um líf sitt, jafnvel þó Martin hafi verið óvopnaður og hafi eingöngu verið á leið heim til sín eftir verslunarferð. Crump segir að Lorincz hafi skömmu áður öskrað rasísk orð að börnum Owens sem voru að leik á svæðinu. Þar að auki hafi hún kastað skautum í eitt barnanna. Þess vegna hafi Owens bankað á dyr Lorincz. Lögreglan hefur ekki staðfest þessa frásögn. AP fréttaveitan hefur eftir Lauren Smith, öðrum nágranna þeirra Lorincz og Owens, að ekki hafi komið til nokkurskonar rifrildis, eftir að Owens bankaði og áður en skothríðin hófst. Þar að auki hafi Owens ekki verið vopnuð. Smith býr hinu megin við götuna og stökk til og reyndi endurlífgunartilraunir þegar Owens hafði verið skotin. Smith sagði blaðamanni fréttaveitunnar að Lorincz hafi ávallt verið reið þegar börnin voru að leik og hún ætti það til að segja ljóta hluti við börnin. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Hin 58 ára gamla Susan Louise Lorincz er sögð hafa átt í langvarandi erjum við nágranna sinn Ajike Owens, áður en sú fyrrnefnda skaut þá síðarnefndu á föstudagskvöld. Lorincz hélt því fram við lögregluþjóna að hún hefði óttast um líf sitt og að Owens hafi verið að reyna að brjóta niður útihurðina þegar hún skaut nokkrum skotum í gegnum dyrnar. Billy Woods, áðurnefndur fógeti, birti myndband í gær þar sem hann útskýrði af hverju Lorincz hefði ekki verið handtekin fyrr en í gær. Hann sagði rannsóknarlögregluþjóna sína hafa unnið að rannsókn málsins og að þeir hefðu ekki getað handtekið Lorincz fyrr en búið væri að sanna það að hún hefði ekki skotið Owens í sjálfsvörn. Hann sagði deilur kvennanna hafa staðið yfir í um tvö og hálft ár og að lögregluþjónar hefðu ítrekað verið kallaðir út vegna erjanna. Woods, segir í myndbandinu hér að neðan að ljóst sé að ekki hafi verið um sjálfsvörn að ræða. Sjálfsvarnarlög Flórída hafa verið umdeild um árabil en Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Owens, var áður lögmaður fjölskyldu táningsins Trayvon Martins, sem var skotinn var til bana af George Zimmerman á árum áður. Það mál vakti gífurlega athygli á heimsvísu en Zimmerman var sýknaður á grunni þess að hann óttaðist um líf sitt, jafnvel þó Martin hafi verið óvopnaður og hafi eingöngu verið á leið heim til sín eftir verslunarferð. Crump segir að Lorincz hafi skömmu áður öskrað rasísk orð að börnum Owens sem voru að leik á svæðinu. Þar að auki hafi hún kastað skautum í eitt barnanna. Þess vegna hafi Owens bankað á dyr Lorincz. Lögreglan hefur ekki staðfest þessa frásögn. AP fréttaveitan hefur eftir Lauren Smith, öðrum nágranna þeirra Lorincz og Owens, að ekki hafi komið til nokkurskonar rifrildis, eftir að Owens bankaði og áður en skothríðin hófst. Þar að auki hafi Owens ekki verið vopnuð. Smith býr hinu megin við götuna og stökk til og reyndi endurlífgunartilraunir þegar Owens hafði verið skotin. Smith sagði blaðamanni fréttaveitunnar að Lorincz hafi ávallt verið reið þegar börnin voru að leik og hún ætti það til að segja ljóta hluti við börnin.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira