Eyðilegging stíflunnar hefur alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. júní 2023 07:48 Unnið við að flytja íbúa af flóðasvæðunum. AP Photo/Libkos Alls hafa um fjörutíu þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eftir að Kakhovka stíflan í Úkraínu brast í fyrrinótt. Sautján þúsund manns hafa flúið svæðið sem Úkraínumenn ráða yfir vestanmeginn Dnipro árinnar en allt að 25 þúsund á austurbakkanum sem Rússar stjórna. Martin Griffiths, yfirmaður mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum ræddi málið á sérstökum fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem hann sagði ljóst að eyðilegging stíflunnar muni hafa alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar. Endanlegt umfang hamfaranna komi þó ekki í ljós fyrr en á næstu dögum. Ásakanir um hverjir hafi sprengt stífluna ganga nú á víxl milli Úkraínumanna og Rússa og enn er óljóst hvernig atvikið átti sér stað. Í morgun var staðan þannig að 23 íbúasvæði voru á kafi í vatni á svæðinu að sögn úkraínskra miðla en búist er við að flóðin séu við það að ná hámarki. Menn hafa einnig miklar áhyggjur af Zaporizhzhia kjarnorkuverinu, því stærsta í Evrópu en stíflan sér verinu fyrir kælivatni. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að grannt sé fylgst með gangi mála en eins og staðan sé nú sé verinu ekki hætta búin. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að hafa sprengt stíflu í Kherson-héraði af ásettu ráði og segir þá hafa beitt „umhverfislegu gjöreyðingarvopni“ og framið stríðsglæp. 6. júní 2023 23:05 Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. 6. júní 2023 12:16 Yfirborð uppistöðulónsins var í methæðum Raforkuverið við Nova Kakhovka-stíflunnar í Kherson er ónýtt eins og stíflan og er útlit fyrir að sprenging hafi valdið skemmdunum. Íbúar segjast hafa heyrt sprengingar en enn hefur ekki verið staðfest hvað olli því að stíflan brast. Yfirborð uppistöðulónsins hafði hækkað mjög að undanförnu og stóð í methæðum. 6. júní 2023 10:46 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Sautján þúsund manns hafa flúið svæðið sem Úkraínumenn ráða yfir vestanmeginn Dnipro árinnar en allt að 25 þúsund á austurbakkanum sem Rússar stjórna. Martin Griffiths, yfirmaður mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum ræddi málið á sérstökum fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem hann sagði ljóst að eyðilegging stíflunnar muni hafa alvarleg áhrif á líf fjölda fólks til framtíðar. Endanlegt umfang hamfaranna komi þó ekki í ljós fyrr en á næstu dögum. Ásakanir um hverjir hafi sprengt stífluna ganga nú á víxl milli Úkraínumanna og Rússa og enn er óljóst hvernig atvikið átti sér stað. Í morgun var staðan þannig að 23 íbúasvæði voru á kafi í vatni á svæðinu að sögn úkraínskra miðla en búist er við að flóðin séu við það að ná hámarki. Menn hafa einnig miklar áhyggjur af Zaporizhzhia kjarnorkuverinu, því stærsta í Evrópu en stíflan sér verinu fyrir kælivatni. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að grannt sé fylgst með gangi mála en eins og staðan sé nú sé verinu ekki hætta búin.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að hafa sprengt stíflu í Kherson-héraði af ásettu ráði og segir þá hafa beitt „umhverfislegu gjöreyðingarvopni“ og framið stríðsglæp. 6. júní 2023 23:05 Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. 6. júní 2023 12:16 Yfirborð uppistöðulónsins var í methæðum Raforkuverið við Nova Kakhovka-stíflunnar í Kherson er ónýtt eins og stíflan og er útlit fyrir að sprenging hafi valdið skemmdunum. Íbúar segjast hafa heyrt sprengingar en enn hefur ekki verið staðfest hvað olli því að stíflan brast. Yfirborð uppistöðulónsins hafði hækkað mjög að undanförnu og stóð í methæðum. 6. júní 2023 10:46 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að hafa sprengt stíflu í Kherson-héraði af ásettu ráði og segir þá hafa beitt „umhverfislegu gjöreyðingarvopni“ og framið stríðsglæp. 6. júní 2023 23:05
Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. 6. júní 2023 12:16
Yfirborð uppistöðulónsins var í methæðum Raforkuverið við Nova Kakhovka-stíflunnar í Kherson er ónýtt eins og stíflan og er útlit fyrir að sprenging hafi valdið skemmdunum. Íbúar segjast hafa heyrt sprengingar en enn hefur ekki verið staðfest hvað olli því að stíflan brast. Yfirborð uppistöðulónsins hafði hækkað mjög að undanförnu og stóð í methæðum. 6. júní 2023 10:46