Goðsögnin rekin frá Milan Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 16:01 Paolo Maldini er sannkölluð goðsögn í sögu AC Milan en hefur nú verið rekinn frá félaginu. Getty/Simone Arveda Paolo Maldini, ein mesta goðsögn í sögu ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, hefur verið rekinn frá félaginu. Það mun hafa gerst í kjölfar hitafundar með eigandanum Gerry Cardinale í gær. Milan staðfesti viðskilnaðinn við Maldini með yfirlýsingu nú síðdegis. Hann var ráðinn inn sem stjórnandi hjá félaginu árið 2018 og í yfirlýsingunni er honum þakkað fyrir hans störf, og þátt í að koma Milan aftur í Meistaradeild Evrópu og vinna ítalska meistaratitilinn í fyrra. Samkvæmt fréttamanninum áreiðanlega Fabrizio Romano var Frederic Massara, hægri hönd Maldinis frá árinu 2019, einnig rekinn. Football Italia segir að niðurstöðuna megi rekja til fundar í gærmorgun þar sem eigandinn Cardinale ræddi við Maldini um áætlanir félagsins fyrir næsta tímabil. Fór fundurinn svo illa að sambandi þeirra var ekki viðbjargandi. Ítalskir miðlar hafa sagt brottrekstur Maldinis áfall fyrir leikmenn félagsins. Ein helsta stjarna liðsins, Portúgalinn Rafael Leao sem væntanlegur er til Íslands síðar í þessum mánuði, gaf alla vega í skyn að hann botnaði lítið í hlutunum, með færslu á Twitter. Stutt er síðan að hann samdi við Maldini og Massara um framlengingu á samningi sínum við Milan. — Rafael Leão (@RafaeLeao7) June 5, 2023 Í frétt Football Italia segir að stuðningsmenn AC Milan muni ekki taka tíðindunum vel, sérstaklega ef það kemur í ljós að Maldini hafi verið látinn fara vegna þess að hann hafi krafist frekari fjárfestinga í leikmönnum. Sportitalia segir að deilurnar hafi ekki bara snúist um stærri launareikning heldur einnig um framtíð þjálfarans Stefano Pioli, sem Maldini hafi ekki sýnt stuðning. Maldini, sem er 54 ára gamall, lék allan sinn feril með AC Milan eða alls 647 deildarleiki, þar til að hann lagði skóna á hilluna árið 2009. Hann varð sjö sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Milan endaði í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í ár og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Milan staðfesti viðskilnaðinn við Maldini með yfirlýsingu nú síðdegis. Hann var ráðinn inn sem stjórnandi hjá félaginu árið 2018 og í yfirlýsingunni er honum þakkað fyrir hans störf, og þátt í að koma Milan aftur í Meistaradeild Evrópu og vinna ítalska meistaratitilinn í fyrra. Samkvæmt fréttamanninum áreiðanlega Fabrizio Romano var Frederic Massara, hægri hönd Maldinis frá árinu 2019, einnig rekinn. Football Italia segir að niðurstöðuna megi rekja til fundar í gærmorgun þar sem eigandinn Cardinale ræddi við Maldini um áætlanir félagsins fyrir næsta tímabil. Fór fundurinn svo illa að sambandi þeirra var ekki viðbjargandi. Ítalskir miðlar hafa sagt brottrekstur Maldinis áfall fyrir leikmenn félagsins. Ein helsta stjarna liðsins, Portúgalinn Rafael Leao sem væntanlegur er til Íslands síðar í þessum mánuði, gaf alla vega í skyn að hann botnaði lítið í hlutunum, með færslu á Twitter. Stutt er síðan að hann samdi við Maldini og Massara um framlengingu á samningi sínum við Milan. — Rafael Leão (@RafaeLeao7) June 5, 2023 Í frétt Football Italia segir að stuðningsmenn AC Milan muni ekki taka tíðindunum vel, sérstaklega ef það kemur í ljós að Maldini hafi verið látinn fara vegna þess að hann hafi krafist frekari fjárfestinga í leikmönnum. Sportitalia segir að deilurnar hafi ekki bara snúist um stærri launareikning heldur einnig um framtíð þjálfarans Stefano Pioli, sem Maldini hafi ekki sýnt stuðning. Maldini, sem er 54 ára gamall, lék allan sinn feril með AC Milan eða alls 647 deildarleiki, þar til að hann lagði skóna á hilluna árið 2009. Hann varð sjö sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Milan endaði í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í ár og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31