Goðsögnin rekin frá Milan Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 16:01 Paolo Maldini er sannkölluð goðsögn í sögu AC Milan en hefur nú verið rekinn frá félaginu. Getty/Simone Arveda Paolo Maldini, ein mesta goðsögn í sögu ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, hefur verið rekinn frá félaginu. Það mun hafa gerst í kjölfar hitafundar með eigandanum Gerry Cardinale í gær. Milan staðfesti viðskilnaðinn við Maldini með yfirlýsingu nú síðdegis. Hann var ráðinn inn sem stjórnandi hjá félaginu árið 2018 og í yfirlýsingunni er honum þakkað fyrir hans störf, og þátt í að koma Milan aftur í Meistaradeild Evrópu og vinna ítalska meistaratitilinn í fyrra. Samkvæmt fréttamanninum áreiðanlega Fabrizio Romano var Frederic Massara, hægri hönd Maldinis frá árinu 2019, einnig rekinn. Football Italia segir að niðurstöðuna megi rekja til fundar í gærmorgun þar sem eigandinn Cardinale ræddi við Maldini um áætlanir félagsins fyrir næsta tímabil. Fór fundurinn svo illa að sambandi þeirra var ekki viðbjargandi. Ítalskir miðlar hafa sagt brottrekstur Maldinis áfall fyrir leikmenn félagsins. Ein helsta stjarna liðsins, Portúgalinn Rafael Leao sem væntanlegur er til Íslands síðar í þessum mánuði, gaf alla vega í skyn að hann botnaði lítið í hlutunum, með færslu á Twitter. Stutt er síðan að hann samdi við Maldini og Massara um framlengingu á samningi sínum við Milan. — Rafael Leão (@RafaeLeao7) June 5, 2023 Í frétt Football Italia segir að stuðningsmenn AC Milan muni ekki taka tíðindunum vel, sérstaklega ef það kemur í ljós að Maldini hafi verið látinn fara vegna þess að hann hafi krafist frekari fjárfestinga í leikmönnum. Sportitalia segir að deilurnar hafi ekki bara snúist um stærri launareikning heldur einnig um framtíð þjálfarans Stefano Pioli, sem Maldini hafi ekki sýnt stuðning. Maldini, sem er 54 ára gamall, lék allan sinn feril með AC Milan eða alls 647 deildarleiki, þar til að hann lagði skóna á hilluna árið 2009. Hann varð sjö sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Milan endaði í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í ár og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Milan staðfesti viðskilnaðinn við Maldini með yfirlýsingu nú síðdegis. Hann var ráðinn inn sem stjórnandi hjá félaginu árið 2018 og í yfirlýsingunni er honum þakkað fyrir hans störf, og þátt í að koma Milan aftur í Meistaradeild Evrópu og vinna ítalska meistaratitilinn í fyrra. Samkvæmt fréttamanninum áreiðanlega Fabrizio Romano var Frederic Massara, hægri hönd Maldinis frá árinu 2019, einnig rekinn. Football Italia segir að niðurstöðuna megi rekja til fundar í gærmorgun þar sem eigandinn Cardinale ræddi við Maldini um áætlanir félagsins fyrir næsta tímabil. Fór fundurinn svo illa að sambandi þeirra var ekki viðbjargandi. Ítalskir miðlar hafa sagt brottrekstur Maldinis áfall fyrir leikmenn félagsins. Ein helsta stjarna liðsins, Portúgalinn Rafael Leao sem væntanlegur er til Íslands síðar í þessum mánuði, gaf alla vega í skyn að hann botnaði lítið í hlutunum, með færslu á Twitter. Stutt er síðan að hann samdi við Maldini og Massara um framlengingu á samningi sínum við Milan. — Rafael Leão (@RafaeLeao7) June 5, 2023 Í frétt Football Italia segir að stuðningsmenn AC Milan muni ekki taka tíðindunum vel, sérstaklega ef það kemur í ljós að Maldini hafi verið látinn fara vegna þess að hann hafi krafist frekari fjárfestinga í leikmönnum. Sportitalia segir að deilurnar hafi ekki bara snúist um stærri launareikning heldur einnig um framtíð þjálfarans Stefano Pioli, sem Maldini hafi ekki sýnt stuðning. Maldini, sem er 54 ára gamall, lék allan sinn feril með AC Milan eða alls 647 deildarleiki, þar til að hann lagði skóna á hilluna árið 2009. Hann varð sjö sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Milan endaði í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í ár og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31